Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 9
Svo var Jón spónasmiður sendur af stað. Hann var lengi á því ferðalagi, því að hann varð að fara hægt )ffir. En jafnnær kom hann heim aftur. Hvergi hafði hann fengið hákarl né rikling. Þá gafst hreppstjórinn upp við rannsókn þessa vandamáls. Hann þóttist hafa gert allt, sem í mannlegu valdi stóð að gera. Gunna gamla froðufelldi hreint og beint, þegar hún heyrði það, og hún vandaði ekki orðin að mati sínu á honum. — Þóttist vera jafn þefvís og Lyga- Mörður! Osvei, þessi þöngulhaus, sem hún kvað á. Þessar hviður fékk hún á hverjum degi, og vanalega klykkti hún út með óbænum jrfir þjófinn: — Það vildi ég að þessi hákarl yrði honum til eilífrar armæðu! Svo leið að Hvítasunnu. Þá átti að ferma þarna í sveitinni, eins og venja var. Kirkjan hafði staðið ónotuð all- an veturinn, og til þess að ekki skyldi vera fúggalykt í henni, var hún viðr- uð í þrjá daga fyrir Hvítasunnuna. Og blessuð sólin skein inn um glugg- ana, svo að þarna var ágætt loft þeg- ar kirkjufólkið kom. Guðrún gamla í Hlaðvík átti sæti í innsta bekk fram við kór. Þar höfðu foreldrar hennar og langfeðgar setið mann fram af manni. Hún gekk einna fyrst í kirkju, því að hún vildi ekki lenda í troðning, þar sem óvenjulega margt fólk var komið til kirkju. Þarna sat hún nú og var að hugsa um gamla daga og hvort hún mundi nú fá að sitja þarna næsta ár. Hún var gamalt skar, hrörnaði með ári hverju og til einkis orðin nýt. Og hún var að hugsa um, að það væri svo sem gott að fá að hverfa úr þessum mæðudal. Skyndilega kipptist hún við. Það var eins og hnífur hefði verið rekinn í hana, og umhugsunin um elli og hrörnun þaut út í veður og vind. Hún hafði fundið hákarlslykt. Já, svei mér, greinilega lykt af stækum skyrhákarli. Karlmennirnir voru að ganga inn í kórinn. Þessi lykt hlaut að vera af einhverjum þeirra. Hún snuggaði, en þá hvarf fyktin. Maðurinn var kom- inn fram hjá, sá sem lyktin var af, og henni hafði ekki tekizt að skynja, hver hann var. En hún þekkti lyktina. Þarna var hann, þjófurinn, sem hafði brotizt inn í sjóhúsið hennar og haft á burt með sér beztu hákarlsbeiturn- ar. Messan og fermingarathöfnin fór alveg fram hjá Gunnu gömlu. Hún var ekki í því skapi að hugsa um and- leg málefni á þessari stundu. Hún var altekin af einni hugsun, að þarna inn- an við hana í kirkjunni sæti fjand- maður hennar, stórglæpamaðurinn, og hún mætti ekki láta hann ganga sér úr greipum. Og hún braut heil- ann um, hvernig hún ætti að ná tang- arhaldi á honum. Þegar messu var lokið, reis Gunna á fætur og tók sér varðstöðu í kór- dyrum. Karlmennirnir urðu að renna sér á rönd fram hjá henni, og nú þótti bera nýrra við, því að hún snuggaði að hverjum manni um leið og hann gekk fram hjá. Einhverjir tóku eftir þessu og það fór að heyrast hlátur- tíst og síðan hálfkæft fliss í næstu bekkjum. Þeir, sem voru komnir á leið út, sneru sér við, og við þetta varð þröng í ganginum, svo að tregða var á, að menn kæmust leiðar sinnar. Þetta var gott fyrir Gunnu. Nú hafði hún betri tíma til að snugga að hverj- um einum. Hár og þrekinn bóndi kom að kór- dyrum og Gunna hugsaði, að hún þyrfti að tylla sér á tá til þess að þefa af honum. En þá Iaut hann niður og hvíslaði gremjulega: — Farðu frá. Og herra trúr, með orðunum barst framan í Gunnu þessi indæla hákarls- lykt, ísæt og súr, og kitlaði í nefið. Gunna gegndi. Hún lét sig berast með straumnum og út úr kirkjunni. En svo var hún ekki lengi að hafa upp á hreppstjóranum. Lítilli stundu síðar bað hreppstjór- inn stóra bóndann að finna sig, og þeir gengu inn í stofuna á bænum. Þar var þá Gunna fyrir. Hún snaraðist að stóra bóndanum og sagði hvatskeyt- Iega og vafningalaust: — Hvar fékkstu þennan hákarl, sem þú ázt í morgun? Áhlaupið var svo snöggt og óvænt, að stóri bóndinn gugnaði. Fyrst komu á hann vöflur og hann stamaði eitthvað. Og þá sá hann, að með þessu hafði hann komið upp um sig, og meðgekk. Með orbum hans barst framan í Gunnu indæl hákarlslykt, ísæt og súr, svo ah kitíabi í nefio. — Þokkapilturinn, sagði Gunna. Jæja, bölbænir mínar hafa þá hrifið á þér, og þær skulu hrífa betur. Þá sagði stóri bóndinn, að hann væri ekki einn í sök. Jón á Hóli hefði verið með sér. Svo var Jón á Hóli sóttur, og þeg- ar hann heyrði, að hinn hefði með- gengið allt, féll honum líka allur ket- ill í eld. En þegar hann frétti, hvern- ig félagi hans hafði komið upp ura sig, varð hann stórhneykslaður. Og þá varð honum þetta að orði, sem síðan var lengi máltæki þar í sveitinni: — Át mannskrattinn stolinn há- karl, áður en hann gengi í guðshús? 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.