Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Síða 10

Samvinnan - 01.11.1951, Síða 10
Kveðskapur Páls Árdals Eftir prófessor Steingrím J. Þorsteinsson Bókaútgáfan Norðri gefur um þessar mundir út Ljóðmæli og leik- rit Páls J. Árdals. IJefur Steindór Steindórsson frá Hlöðum séð um út- gáfuna, og valdi hann í safnið í sam- ráði við dóttur skáldsins, frú Lauf- eyju Pálsdóttur. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, sem er dóttursonur Páls, skrifar ítarlegan formála að bókinni, og er það hluti þeirrar rit- gerðar, sem hér er birtur. Páll Árdal orti ljóð allt frá ungl- ingsárum og þar til ljós augna lians var löngu slokknað. Eftir að fyrstu kvæði hans voru prentuð 1879 og 1880, birti hann fá næstu ár, t.a.m. engin að heitið gæti í blaði sínu Norð- urljósinu, en fáein í Stefm, svo sem Auðvaldið, og Norðra qg Suðra (1894), og sumt var sérprentað: Strikið (1892) og Vetur og Vor (1903) og allmörg tækifæriskvæði alla tíð síðan, einkum hátíðaljóð og eftirmæli, og eru til eftir hann um 40 erfiljóð auk þeirra, sem tekin eru upp í þetta ritsafn.1) En Ljóðmœli hans voru gefin út á Akureyri 1905, tæp- lega 200 blaðsíðna bók — og aftur 1923: „Ljóðmæli gömul og ný“ (224 bls.). Nokkur þeirra kvæða, sem hann orti síðar, voru prentuð í Lesbók Morgunblaðsins 1939 og 1940 og eru að sjálfsögðu tekin upp í þetta rit- safn.1) Eftir að hann varð blindur, var það ein afþreying hans að yrkja. En honum hætti þá til, sem vonlegt var, að skrifa hverja línuna ofan í aðra, svo að það varð alls ólæsilegt. En þá hugkvæmdist honum ritspjaldsgerð, 1.) Páll J. Árdal, Ljóðmæli og leikrit, Bóka- útgáfan Norðri, Akureyri, 1951. sem hann lét smíða sér eftir forsögn sinni. Þetta var tréspjald og utan með því festir listar, sem hærra bar en innri spjaldbrúnirnar. Síðan var lagt á spjaldið pappírsblað, sem skorðaðist innan í umgjörð þeirri, sem listarnir mynduðu; en við þá voru festir fáeinir vírþræðir og strengdir samhliða þvert yfir spjald- ið; mátti nú skrifa línurétt milli strengjanna með því að fika sig eftir þeim. Voru svo Páli að kvöldi Iesin kvæðin af uppkastsblöðum hans og þau hreinrituð í sérstaka bók (nú Lbs. 2751, 4to). — Þykir mér vænst um sum þau kvæði hans, sem hann orti blindur. Kveðskapurinn stendur fremst af því, sem Páll gerði skáldskaparkyns, og sumt af honum mun helzt eiga líf f}rrir höndum. En óþarfi er að fjöl- yrða um hann fremur en leikritin, hvorugt þarf mikilla skýringa við. Páll var mikill hagyrðingur, og sumar stökur hans eru afbragð. Hann hafði óskeikult brageyra, og man ég það vel, er ég strákur tók að glugga í bragfræði og bar undir afa ýmis dæmi réttra og rangstæðra stuðla. Aldrei brást úrskurður hans, þótt ekki gæti hann skýrt eða rökstutt þá dóma sína, því að hann hafði aldrei þurft á því að halda að læra stuðla- setningarlögmálin. Ekki mun heldur finnast nema eitt dæmi rangra stuðla í kveðskap hans (í Fossinum og eik- inni). Hann hafði einnig næma hrynj- andikennd, og lét honum því vel að vrkja og þýða undir sönglögum, þótt sjálfur væri hann ekki söngmaður eða a. m. k. ekki raddmaður. Yfir máli hans og stíl var þýðleiki og þokki, sem honum var eðlisgróinn, og yfir- leitt bar kveðskapur hans vitni smekkvísi og vandvirkni. — Matthí- as Jochumsson víkur að flestum helztu kveðskapareinkennum Páls í þessari vísu í kvæði því, sem hann orti til hans á sextugsafmælinu: Kæri Páll, þín kvæðin mjúku kveða eyfirzkt lag; Hallgrímssonar harpan ljúfa hljómar enn í dag. Ekkert gort né tízkutildur, tállaus, skrumlaus, hreinn og mildur sami til vor andar óður eins og barni móður. Heiðríkja og hreinleiki, látleysi og braglipurð, mildi í hugsun og mýkt í máli setja einmitt öðru fremur svip sinn á kvæði Páls. Og eftirlætisefni sín nefnir hann sjálfur: Ef væri ég söngvari, syngi ég ljóð um sólina, vorið og land mitt og þjóð. En mömmu ég gæfi mín ljúfustu Ijóð, hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð. Efnisvalið er því ekki frumlegt, og það er meðferðin ekki heldur. Ömur frá Bjarna Thorarensen kveður við í Norðra og Suðra, þótt annars sé Páll miklu eðlisskyldari Jónasi, eins og Matthías tekur fram. En langmest gætir í kvæðum hans áhrifa frá Stein- grími Thorsteinssyni, bæði um róm- antíska náttúrutjáningu og fram- setningu, og eru sums staðar auðsæ tengsl milli einstakra kvæða (Læk- urinn og fjólan: Fossinn og eikin; Nautið og lóan: Svanurinn og svín- ið). Síður létu Páli hamfarir Matthí- asar (sbr. þó Nýársósk Fjallkonunn- ar og Vetur og Vor). Af alþýðuskáld- um hefur hann snortizt mest af nafna sínum Olafssyni (Haustvísa hans: Um haust; Fyrsta vetrarnótt 1885: 10

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.