Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 11
Endurminningar, sami bragarháttur og skyldur blær). Einhver ítök á Hannes Hafstein í ferðakvæðum Páls. Og ljóðræn fegurð Þorsteins Er- lingssonar hreif hann svo þegar með fyrstu kvæðunum í Sunnanfara, að ádeilurnar kveiktu jafnframt í hon- um, og hann orti Auðvaldið (1894) um arðræningja Vesturheims; en í því er lítið af raddblæ Páls; að vísu áttu þeir ávallt óskipta samúð hans, sem kúgaðir voru og misrétti beittir, og gat hann þá brýnt raustina (Kveðja til gömlu aldarinnar); en þó var hann ekki uppreisnarsinnaður, og fjarri stóð hann kommúnistum, enda orðinn roskinn, þegar þeirra fór að gæta að ráði. I elli sinni orti hann: Þá meinsemd, er ranglæti mannanna ól, fær mildin ein rekið úr garði. Ádeilukveðskapur hans er því hvorki fyrirferðarmikill né heift- þrunginn. Hins vegar gat hann verið hittinn og meinlegur, t. a. m. hefur þegnskylduvísa Páls haft meiri áhrif á afdrif þess máls á Alþingi en nokk- ur ræða, og líklega mun hún lifa lengst þess, er hann hefur gert: Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti hann vera í nránuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Mikil átök eru Páli ekki heldur töm fremur en beiskar ádeilur. Þó er stundum eins og ekki vanti nem.r herzlumuninn til að gera eitthvað stórfenglegt; það er ólga og innri bar- átta í Andvökuljóðum og skáldlegar sýnir í Vetri og Vori: En enginn á hagari hönd en Vetur; og hver mundi srníða fljótar og betur hinn stálskj^ggða flöt yfir straum- þunga öldu og sterkustu brýr yfir fljótin köldu?- Hvar sáuð þér tjaldað svo dýrum dúkum sem dúnléttum vetrarsnævi mjúkum? Hvar sáuð þér gnæfa við himin höll hærri og fegri en mín jökulfjöll? Náttúran varð Páli einmitt oft yrkisefni. Hún vekur þó sjaldan jafn „glysmiklar“ sýnir og í Vetri og Vori, heldur verður hún umfram allt gleði- gjafi og yndisauki. Yfir ferðakvæðum Páls er hressandi ferskleiki og heil- brigt fjör, enda hafa þau orðið al- kunn. Þar koma fram umbúðalaust áhrif umhverfis, farkosts og félaga á ferðalanginn. Þar túlkar maðurinn náttúruna. En náttúran túlkar einn- ig manninn. Páli er gjarnt að gæða náttúruna máli og bregða upp með því myndlíkingum af mannlífinu. Þetta var margnotað skáldskapar- form og verður hér oft með venjublæ. En þegar bezt lætur, tekst Páli að gera af því sum hugþekkustu kvæði sín, svo sem Fossinn og eikina og Berðu mig til blómanna. Það kvæði gengur hverju barni til hjartans. Og Páll kunni einmitt flestum öðrum betur að yrkja við barna hæfi (t.a.m.: En hvað það var skrýtið). Hið ó- brotna og óspillta var koseyrir hans. Hann leggst því sjaldan djúpt né ætlar sér meira en hann megnar. En í kvæðum hans er yfirleitt skynsam- leg hugsun (Sannleikurinn), heilbrigt lífsviðhorf (umbun vinnugleðinnar: Vakna barn) og hollur manngildis- boðskapur: Meira fjör, ef mannast viljum, meira táp í hverri þraut, meiri vilja margt að reyna, meiri festu á sannleiks braut, meiri trú á mátt hins góða, meiri von og andans bál, meiri kærleik, mannúð hreinni, meira ljós í hverja sál. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.