Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 12
Það var „meira ljós", sem hann þráði — og trúði á: Og vitið og skiljið, þótt Vetur sé hreykinn, að Vorið skal þó eiga síðasta leikinn! Þessi bjartsýni á sigur ljóss og lífs var ríkjandi lífsskoðun hans, sem von- brigði og andstreymi ævinnar fengu aldrei unnið á til fulls. En jafnan má eygja þá baráttu og bersýni, sem urðu undirstöður þessa trúartrausts. I æsku verður vart hjá honum nokk- urs af venjulegri angurværð þess ald- ursskeiðs. En á fyrri manndómsárum sækja að honum efasemdir og ör- vænting (Andvökuljóð), og fram gat komið bölsýniskennt raunsæisvið- horf, þegar hugsjónir æskunnar höfðu reynzt svikamyndir, er til veruleik- ans kom (Allt breytist). Og í ellinni var ekki síður Ijós vitundin um það, hve lítið hafði á langri ævi rætzt af lífsdraumunum. Á 40 ára hjúskapar- afmæli sínu kvað Páll til konu sinn- ar: Barnagullin brosandi bárum við öll inn í víða, vorbjarta vonanna höll. Þá var sól í sálum og syngjandi vor. Greru rósir gullnar við gleðinnar spor. Valt er vorsins yndi og vonanna höll. Gullin okkar góðu þar glötuðust öll. Og á næsta ári lítur hann í ljósa- skiptunum yfir veg þeirrar veraldar, sem var þá að hverfa honum sjónum, og þykir dagsverkið lítið (Endur- minningar): Jafnan smáum iðjuarði ók ég heim að mínum garði. Aðstæður ollu miklu um, en sjálf- skaparvíti sumu: Menntun skorti mig og auð. Veit ég eigin afglöp valda ýmsu gæfu ráni. En undir ævilokin birtir yfir hugan- um, og ortur er sáttabragur við lífið (I skóginum): Þung var þessi ganga, þrautin nú er unnin, grýtta leiðin langa loks á enda runnin. Man ég minnar ævi margan kaldan vetur, hér er allt við hæfi, hvergi leið mér betur. Leikur nú í lyndi Iífið blindum manni. Hann gat jafnvel enn notið ljóssins, þótt hann sæi það ekki: Skærir geislar ylja. Og til var það ljós, sem aldrei varð slökkt: Lífið er leiftur ljóss að ofan, bráðfleygt blik á bárum tímans, en eilíft þó, aldrei slokknað getur geisli guðlegs eðlis.1) Þannig fær Páll bezt skýrt eilífð- areðli mannssálarinnar með mynd- líkingu af ljósinu. Og um fátt orti hann oftar en ljósið, hvort sem var í náttúrukvæðum hans eða mannlífs- kvæðum: „Meira ljós í hverja sál". í vísnabók lítillar stúlku skrifaði hann einu sinni: Vertu ljós á vegum þinna. Vektu hlátur, gaman, gleði, glæddu hjartans bezta yl . . . Þetta hlutverk barnsins var það, sem hann hefði helzt kosið sér að hlutskipti með kveðskap sínum. Hann hefði viljað geta sagt með sanni það, sem hann leggur Listinni í munn: Ég kem eins og vinur að blessa og bæta, hinn blinda að lækna og hryggan að kæta. Og vissulega hefur hann flutt ýms- um birtu og gleði með skáldskap sín- um. En sjálfur var þessi elskhugi ljóssins dæmdur til að ganga í myrkri. Og þegar hann varð einnig sviptur mætti og máli með síðustu sumarkomu, rann upp fyrir mér, að hann hafði ort um eigin örlög kvæð- ið um skógarþröstinn: Þeim finnst það sárt, er syngja kann og söngvalögum vorsins ann, að þjást af kulda og þegja. I upphafi þess segir: Þú komst of snemma, kæri minn, í kulda og storma setur. Líklega hefði lífið búið betur að honum og gefið honum meiri kost þeirrar menntunar, sem hann þráði heitast, ef hann hefði verið síðar uppi. Þá hefði getað orðið meira úr sjálf- ræktaðri náttúrugáfu hans. Þá er ekki víst, að farið hefði alls kostar eins og Matthías lýsir af svo raun- sýnni glöggskyggni: Þú varst heimaböndum bundinn, barn á meðan varst, eins og margir dáðadrengir dals þíns ok þú barst. Fyrir að iðka óð í næði eða stunda listafræði verk þín heimti vegagjörðin, vitið barnahjörðin! En hins vegar er óvíst, að hann hefði þá haft meira æviverki að gegna. Hann veitti öðrum meira en lífið rétti að honum. Hann ruddi fyrstur eða hlóð upp margar þær brautir, sem við höfum síðar farið. Alþýðufræðarinn og alþýðuskáldið leggur undirstöður þeirra vega, sem mönnum eru greiddir til æðri mennt- unar og aukins þroska. Reykjavík, um sumarmál 1951. Steingrímur J. Þorsteinsson. l) Erfiljóð ura Karólínu Kristínu Jónasdótt- ur, íslendingur 11. marz 1927. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.