Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Side 14

Samvinnan - 01.11.1951, Side 14
Harry Ferguson og uppfinningar hans á landbúnaðarvélum Þegar brezka ríkisstjórnin hafði neyðzt til þess að lækka gengi sterl- ingspundsins haustið 1949, og menn biðu þess með nokkrum kvíða, að verðlag tæki að hækka, en kaupkröf- ur sigldu í kjölfar þess, reyndi einn maður að sýna þjóð sinni og ráða- mönnum hennar fram á, að hægt væri að snúa þeirri þróun við. Þessi mað- ur hét Harry Ferguson, og hann hélt því fram, að hægt væri að lækka framfærslukostnaðinn um 20% með því að taka upp nýtízku aðferðir í landbúnaði. Sagði hann, að ástæðan fyrir því, að Bretar ekki ræktuðu nægilega rnikið af matvælum sínum sjálfir, væri sú, að milljónir ekra væru ekki nýttar, en fornfálegar starfsað- ferðir látnar viðgangast, treyst á handafl og dráttardýr. Harry Ferguson hélt ekki fram þessum skoðunum út í bláinn. Hann hafði gert það að ævistarfi sínu að finna upp og framleiða fullkomnari tæki fyrir bændur, ekki aðeins í heimalandi sínu, heldur og um allan heim. Hann hafði gerbreytt notkun dráttarvéla með hinu svonefnda „Ferguson-kerfi“ og smíðaði léttari, ódýrari og hentugri dráttarvélar en áður höfðu tíðkazt. Ferguson er Iri, fæddur 1884 á bæ í Downsveit í Norður-Irlandi. Hann fékk áhuga á vélum hvers konar þeg- ar á barnsaldri og sextán ára gamall setti hann upp í Belfast viðgerða- verkstæði fyrir bifreiðar og bifhjól, sem raunar var ekki mikið til af alda- mótaárið. Hann eignaðist sjálfur bif- reið og tók þátt í margvíslegum kapp- akstri í henni. Frá bifhjólum og bifreiðum beindist athygli hans að flugvélum og árið 1909 smíðaði hann sér flugvél. Var það hin fyrsta, sem flaug yfir Irlandi, og hann varð fyrsti Breti, sem smíðaði og flaug sinni eig- in flugvél. Harry Ferguson. Þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, fólu stjórnarvöldin Ferguson að hafa á hendi stjórn og eftirlit allra laíidbúnaðarvéla í írlandi. Var þetta mikið verk, þar sem erfiðir tímar voru framundan, en þjóðinni lífsnauð- syn að halda við og auka framleiðslu landbúnaðarafurða, enda þótt fjöldi vinnufærra manna væri kallaður til herþjónustu. Þetta starf olli tímamót- um í ævi Harry Fergusons. Það fyrsta, sem Ferguson tók eft- ir, var að landbúnaður í Irlandi, og raunar um allan heim, byggðist á afli dráttardýra, en til þess að fóðra þessi dráttardýr þurfi væna skák af hverju býli. Hann komst og á þá skoðun, að nægileg íramleiðsla mat- væla væri lífsnauðsyn hverri þjóð og heilbrigðir búnaðarhættir væru und- irstaðan undir heilbrigðum atvinnu- háttum allrar þjóðarinnar. Og loks komst hann á þá skoðun, að beizlun véltækninnar í þágu landbúnaðarins væri eina leiðin til þess að tryggja þær framfarir í þeim atvinnuvegi, sem nauðsynlegar væru, ef takast ætti að útrýma hungri og eymd í heiminum. Ferguson lét ekki sitja við orðin tóm. Hann tók þegar að hugsa um og vinna að ýmsum nýjungum í sam- bandi við vélrænan landbúnað, og eitt fyrsta verkefnið, sem hann ein- beitti sér að, var samband verkfær- anna við dráttarvélina sjálfa. A þess- um tímum voru dráttarvélar mjög þungar og fyrirferðarmiklar og þurftu að eyða mikilli orku í að þoka eigin þunga áfram. Verkfærin voru óháð' vélunum og aðeins hengd aftan í þær. Reyndi Ferguson nú að búa til teng- ingu milli dráttarvélar og verkfæris. og tókst honum það fvrstum manin Var það árið 1920, sem hann h.itAf lokið þessari uppfinningu, og var ! a hafin framleiðsla á þessum tækimn en 1922 var stofnað Ferguson-Sh* i man félagið í Evansville í Bandaríkj- unum til að framleiða tækin einnig vestan hafs. Ferguson lagði á það mikla áherzlu að fullkomna tæki sín, og 1935 hafði honum tekizt að útbúa þá tengingu í meginatriðum, sem nú er á dráttar- vélum þeim, sem nafn hans bera. Er tengingin þreföld og vökvalyfta í sambandi við hana. Er hægt að tengja mikinn fjölda verkfæra við dráttarvélarnar án verulegrar fyrir- hafnar. Er þetta hið svokallaða „Ferguson-kerfi“, sem frægt er orðið, og hafa margar aðrar dráttarvéla- verksmiðjur tekið upp þessar nýjung- ar. Hafa þær orðið til þess að ger- breyta notkun dráttarvéla við land- búnaðarstörf um heirn allan. Auk þessa kerfis vann Ferguson með sérfræðingum sínum að því að framleiða léttari dráttarvél en áður hafði þekkzt. Tókst honum það 1936 og hefur það reynzt bændum mikill hægðarauki, bæði sökunt þess, að létt- ari vélar eru ódýrari í innkaupum og rekstri, hentugri til ýmissa starfa og viðráðanlegri. Hér sem annars staðar hafa margir fetað í fótspor Fergusons. SAMNINGUR VIÐ FORD. Enda þótt Ferguson væri Iri og hefði fyrst í stað starfað aðallega í Bretlandi, hóf hann einnig starfsemi 14

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.