Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.11.1951, Qupperneq 15
Ferguson varð fyrstur manna til að tengja verkfœrin beint við dráttarvélina i stað þess að festa þau aðeins aftan i hana. Hér sézt herfi, sem stjórnað er algerlega úr sœti ökumanns. Um 90 slík tccki hafa verið flutt hingað til lands. vestan hafs skömmu eftir fyrri styrj- öldina. Vöktu vélar hans og tæki þar mikla athygli. Bílakóngurinn Henry Ford, sem var brautryðjandi í fram- leiðslu bifreiða á verði, sem allur þorri manna gat veitt sér í landi hans, tók nú eftir Ferguson og setti sig í samband við hann. Gerðu þeir með sér samninga 1938 þess efnis, að Ferguson dráttarvélar og verkfæri skyldu framleidd í verksmiðjum Fords í Detroit. Hófst sú framleiðsla 1938 og í október 1942 höfðu 100 000 dráttarvélar verið framleiddar þar. Sjálfur átti Ferguson fyrirtæki, „Harry Ferguson, Inc.“, sem annað- ist sölu vélanna, viðhald þeirra, rann- sóknir og nýjungar á þeim. Þegar Henry Ford eldn lézt 1947, og sonarsonur hans tók við stjórn verksmiðjanna, shtnaði upp úr sam- komulagi þeirra Fergusons, og urðu úr því málaferli, sem mikla athygli vöktu. Sneri Ferguson sér þá aftur til Bretlands og gerði samninga við Standard Motor Co. Ltd. í Coventty í Englandi um framleiðslu dráttarvél- anna, en stofnaði jafnframt nýtt fyr- irtæki í Bandaríkjunum til að taka við, þar sem Fordverksmiðjurnar hættu. Hófst brátt útflutningur á Ferguson dráttarvélum frá Bretlandi, meðal annars til Bandaríkjanna og fjölda annara landa, og naut dráttar- vélin þá þeirra vinsælda þar vestra, að hún var keypt, þótt framleidd væri erlendis. An slíkra manna sem Fergusons, hefðu framfarir í nýsköpun landbún- aðar heimsins ekki orðið jafn örar og raun ber vitni síðustu árin, og verði þær framfarir ekki enn örari á næsta mannsaldri, er vá fyrir dyrum, því mannkyninu fjölgar geigvænlega ört, og matvælaframleiðslan verður að fylgjast með þeirri fjölgun. Jafn- framt því, sem knýjandi nauðsyn er fyrir aukna matvælaframleiðslu, hef- ur fólki farið ört fækkandi í sveitum. Hefur því þurft að stórauka afköst hvers einstaklings við landbúnaðar- störf, bæði til að halda við framleiðsl- unni og auka hana, og bæta svo lífs- kjör þess fólks, sem við búskap fæst, að það geti við unað. Verksmiðjur þær, sem framleiða Ferguson dráttarvélar og verkfæri, hafa nú vart við að fullnægja eftir- Landhelgismálið ... (Framh. af bls. 5.) lendingar. Stórveldi eins og Rússar hafa ákveðið sína eigin landhelgi og varið hana með flota sínum. Smá- þjóðirnar geta hins vegar ekki víkkað landhelgi sína, þar sem önnur ríki eiga hlut að máli, án þess að fá sam- þykki þsirra eða dómsúrskurð þess efnis, að farið sé eftir þjóðarétti. Og sá réttur er ekkert lagasafn, heldur spurn frá flestum löndum heims, enda þótt framleiddar séu 317 vélar á dag, og nafa því til dæmis þrjár nýjar dráttarvélar runnið út úr verk- smiðjunum í Coventry, meðan les- andinn renndi auguin yfir þessa stuttu grein. saintíningur af samningum, tilskip- unum og hefðum frá mörgum öldum. Islendingar telja sig fyrst og fremst eiga rétt til fiskveiða á hafinu um- hverfis land sitt af siðferðislegum á- stæðum. Þeir byggja þetta land og þeir byggja afkomu sína á þessum fiskimiðum. En svo virðist, sem mörg hundruð ára gamlar tilskipanir eða samningar, sem gerðir voru án vilja og vitundar Islendinga, ráði meiru um þjóðarétt en slík rök. Að minnsta kosti sagði Sir Frank Soskice, dóms- málaráðherra Breta, við réttarhöldin í Haag, að tal Norðmanna um að brezkir togarar hefðu eyðilagt fiski- miðin, að fólkið í nálægum héruðum lifði á fiskiveiðum og hvort miðin væru innan eða utan landhelginnar, kæmi málinu ekkert við og hefði eng- in áhrif á það, hvernig reiknuð væri landhelgislína eins lands að lögum. Það má því búast við, að margvís- legir erfiðleikar geti orðið á þeirri braut að færa út landhelgi íslands, en vonandi tekst það áður en það er orð- ið um seinan. Úrskurður dómstólsins í Haag verður vafalaust nokkur vís- bending um það, hvað gerast kann í því máli á næstunni. 15

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.