Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 16
JC onurnar oa ~3í >f amuinnan: Hausttízkan í skóm Fjölbreytt framleiosla og margar nýjungar hjá skóverksmibjunni Ibunni SÚ VAR TÍÐIN, að allir íslending- ar gengu á ísl. sauðskinns- og kú- skinnsskóm, og hvert heimili gerði skó handa sínu heimafólki. Er tímar liðu tóku að flytjast hingað erlendir skór, og smám saman þokuðu íslenzku skórnir fyrir hinum erlenda fótabún- aði. í dag má það teljast til viðburð- ar, ef gömlu íslenzku skórnir sjást á fæti nokkurs manns. Ýmsir hafa þó haldið ástfóstri við hina gömlu skó- gerð, og gert sér skó úr skæðum og notað þá sem inniskó til þess að bregða sér í heima og hvíla fótinn frá háum hæl eða hörðum sóla. En þeim fer fækkandi, sem kunna að gera góða skó með gamla laginu. Mjög hafa tímarnir breyzt, síðan gömlu íslenzku skórnir voru á hvers manns fæti. Hér í landi eru nú fram- leiddir skór, sem forfeður okkar og mæður myndi aldrei hafa órað fyrir, að hægt yrði að framleiða í landinu úr íslenzkum húðum og skinnum. Við þurfum ekki lengur að líta upp til „dönsku skónna", sem þóttu því betri sem meira marraði í þeim, en getum í þess stað státað af okkar eigin framleiðslu, hvar sem er. Þrjdr gerffir aj hinum nýjil og mjög smekklegu götuskóm. Sólamir eru mjúhir og skórnir þœgilegir lðunnar-skór og Heklu-sokhar eru hinn ágcetasti vetrarbúnaður, sem völ er á. , IÐNAÐUR SAMVINNUMANNA á Akureyri er löngu kunnur um land allt og þó víðar væri leitað. Þar eru ýmis nöfn, sem ber hátt, og má eink- um nefna Gefjun og Iðunn, sem starf- að hafa tugi ári úti við Glerána og framleitt mikið af góðum varningi. Hin síðari ár hafa orðið stórstígar framfarir hjá báðum þessum iðnfyr- irtækjum, nýjar vélar hafa verið settar upp, ný tækni og ýmis konar nýjungar hafa sett svip á framleiðsl- una. Vörurnar bera þess og glöggt vitni, að ekki hefur verið um stöðnun að ræða, heldur stöðuga þróun. Nú er svo komið, að Iðunnar-skór eru orðnir eftirsótt vara og Gefjunar- dúkar eru ekki lengur aðeins til notk- unar í grófari }rfirhafnir, heldur eru nú á markaðnum hinir prýðilegustu dúkar í kjóla og allan léttari fatnað. VIÐ SKULUM LÍTA sem snöggv- ast inn í Skóverksmiðjuna Iðunni og heilsa upp á framkvæmdastjórann, Peter Chr. Lihn, sem er danskur sérfræðingur í skóframleiðslu. Við spyrjum, hvað helzt sé að frétta, og okkur er bent á borð, sem á liggur fjöldi sýnishorna. Okkur er sagt, að verksmiðjan sé um þessar mundir að senda frá sér um 30 nýjar gerðir af skóm, svo að mikið er að sjá í skó- verksmiðjunni í dag. Hér hefur verið komið fyrir all- 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.