Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.11.1951, Qupperneq 17
Hlýir vetrarskór með skinnkanti. flestum gerðum af skóm, sem verk- smiðjan framleiðir. Á einu borðinu er raðað kvenskóm, á öðru eru ein- vörðungu barnaskór, því þriðja sport- skór og stígvél og á því fjórða eru karlmannaskór. Fjöldi fólks ýmist situr eða stendur við vélarnar. Hér eru ungir og gamlir að verki, konur og karlar, samtals um 65 manns (þar af 24 konur), sem vinna við skó- framleiðsluna hjá Iðunni. Mest af hráefnunum eru íslenzk skinn, sem þarna koma í góðar þarfir. Áður en hægt er að vinna úr þeim skó, hafa þau farið í gegnum sútunarverk- smiðjuna, sem er til húsa í sömu byggingu. Það þarf mörg handtök með aðstoð hinna fullkomnustu véla, áður en skinnin eru orðin að þægilegum götuskóm. Um 700—800 kg. af íslenzkum nautgripahúðum eru notuð mánaðarlega í skósóla, bæði á barnaskó og sumar gerðir kven- skónna. Hinir þykkri leðursólar eru aftur á móti innfluttir, og hér getur einnig að líta hina vönduðustu hrá- gúmísóla og þykka gúmísóla, sem flestum þykir mjúkt og þægilegt að hafa undir fæti. # # * ÞAÐ, SEM SÉRSTAKLEGA VEKUR ATHYGLI OKKAR, eru nokkrar nýjar gerðir af kvengötu- skóm, sem nú er verið að framleiða í fyrsta sinn. Skór þessir eru með því bezta, sem við höfum séð af íslenzkri iðnframleiðslu. Peir eru breiðir og þægilegir á fæti, sterklegir en þó létt- ir, mjög smekklegir og fara vel. Þetta eru skór, sem áreiðanlega eiga eftir að vinna hylli kvenþjóðarinnar, því að flestum konum er svo farið, að þeim þykir gott að ganga á góðum götuskóm úti, þótt skór með þynnri sólum og hærri hælum séu notaðir til þess að bregða sér í stöku sinnum. Okkur þykir sú tilhugsun notaleg, að bér skuli nú vera völ á miklu úr- vali af góðum útiskóm fyrir vetur- inn, skóm, sem hægt er að vera í ull- arsokkum í eða sportsokkum utan yfir þunnu sokkunum og vera þannig blýlega og heilsusamlega klæddar, þegar hríð og frost halda innreið sína. Það hefur áður verið minnzt á það í þessum dálk, að við þyrftum að eignast íslenzka vetrar-tízku. Nú höfum við tækifærið, hvað fótabún- aðinn snertir. Við eigum völ á hinum prýðilegustu vetrarskóm frá Iðunni, og hinir smekklegu ullar-sportsokkar frá fataverksmiðjunni Heklu á Akur- e^uá, sem einnig er fyrirtæki sam- vinnumanna, eru sérstaklega hent- ugir til þess að vera í þeim utan yfir þunnum sokkum, þegar farið er út í kulda. Það er fljótlegt að bregða sér í þá og úr þeim aftur, þegar komið er í hús. Iðunnar-skór og Heklu- sokkar eru vetrarbúnaður, sem bver íslenzk kona getur verið hreykin af. Það er fótabúnaður, sem okkur mun líða vel í, þegar kólna tekur. Og það er einmitt íslenzka ullin og íslenzku skinnin, sem við eigum að nota miklu meir en við gerum nú til þess að klæða af okkur stórhríðar og storma. * * # MARGAR AÐRAR GERÐIR af ágætum skóm er hér einnig að sjá. Hinir stöðugu og góðu kínahælar eru á nokkrum nýjum gerðum, þá er ný gerð af skóm með svonefndum Kali- forníu-hæl (það er næstum því Kína- hæll). Þessir skór eru opnir í hæl og tá og eru fisléttir og þægilegir á fæti. Við festum augun á svörtum rús- skinnsskóm. Þeir eru alveg sléttir með nokkuð þykkum sóla og dálitlum hæl. Lítil g}dlt slaufa er eina skrautið. Þetta er hinir smekklegustu skór og tilvaldir spariskór við dökka kjóla. ! J Þetta er hinn svokallaði Kalifomiuhœll. Skórnir eru fisléttir. Iðunn framleiðir einnig margar gerðir af barnaskóm. Nokkur sýnishorn af skóni með hœrri hœlum og þykkum sóla. Skór með kinahœl eru stöðugir og fara vel á fœti.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.