Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 18
Tveir nemendur Samvinnuskólans styrktir til framhaldsnáms erlendis Jóliann T. Bjarnason Matthias Pétursson Með hinni breyttu skipan Sam- vinnuskólans, sem upp var tekin síð- astliðinn vetur, er gert ráð fyrir, að S. I. S. veiti að jafnaði árlega ein- um eða fleiri nemendum framhalds- deildar bæði styrk og fyrirgreiðslu til utanfarar með framhaldsnám fyrir augum. A þessu hausti munu tveir nem- endur skólans sigla utan. Annar þeirra, Jóhann T. Bjarnason, frá Þingeyri, er hefur verið starfsmaður hjá Kf. Dýrfirðinga, fór í lok septem- ber til Bretlands þar sem hann verð- ur í brezka samvinnuskólanum og kynnir sér samvinnufélög í Bretlandi. Hinn nemandinn, Matthías Péturs- son, Reykjafirði, mun væntanlega fara innan skamms til Svíþjóðar til sams konar náms. Eftir að skipan Samvinnuskólans var breytt, hefur skólinn eina aðal- Þegar þið fáið þetta blað í hend- urnar, eru Iðunnarskórnir komnir á markaðinn fyrir nokkru síðan. Þá hafið þið kannske þegar gengið í þeim margan spottann og þekkið þá orðið af eigin raun. Og starfið í verksmiðjunni heldur áfram. Það þarf mörg handtök við skinnin, áður en þau verða að skóm, og margar eru þær vélar, sem hér koma við sögu. Starfið heldur áfram og stöðug leit að því bezta, svo að Iðunnar-skórnir geti, er tímar líða, orðið, ekki aðeins skór allra sam- vinnumanna í landinu, heldur allra landsmanna, bæði ungra og gamalla. A. S. S. deild og þurfa nemendur að hafa gagnfræðamenntun auk nokkurrar kunnáttu í íslenzkum bókmenntum, vélritun og bókhaldi, eða annan hlið- stæðan undirbúning, og verða þeir þá jafnframt að ganga undir sam- keppnispróf, sem haldið er á haustin, þar sem ekki er hægt að taka alla, sem óska inngöngu, vegna rúmleysis. Þá hefur verið bætt við fámennri framhaldsdeild, þar sem duglegir og efnilegir nemendur geta stundað bók- legt og verklegt nám í öllum almenn- um verzlunarfræðum og verzlunar- störfum í einn vetur. Bóklegar náms- greinar þeirra eru félagsfræði, sam- vinnusaga, saga, íslenzka, danska, enska, bókfærsla, verzlunarréttur og reikningur. Á skrifstofum Sambands- ins fá þeir verklega æfingu í bók- færslu, endurskoðun og verðlagningu. Enn fremur vinna þeir við margs konar afgreiðslustörf bæði í verzlun- unr og við afgreiðslu vara af lager S. L S. til kaupfélaganna. Er deild þessi fyrst og fremst ætluð fyrir nú- verandi eða tilvonandi starfsmenn kaupfélaganna. Ætlunin er, að úr þessari deild sigli venjulega árlega einn eða fleiri nem- endur til framhaldsnáms og eru þessir piltar þeir fyrstu, sem sigla utan í þeim tilgangi á vegum S. I. S., síðan núverandi skipan skólans komst á. TRYGGING Samkvæmt athugun, sem Sam- vinnutryggingar hafa nýlega gert, greiddu tryggingafélögin hér á landi um 25 milljónir króna í hætur fyrir tjón á bifreiðum í árekstrum síðast- liðin fimm ár. Athugunin leiddi enn- fremur í Ijós, að 75% þessara árekstra varð af ýmsum orsökum, sem ástæða er til að ætla, að komast hefði mátt hjá með meiri varúð og gætni við akstur. Hafa því verið greiddar 18 500 000 krónur á fimm árum vegna óvarkárni og kæruleysis ökumanna, en auk þess er mikið tjón á bifreið- um, sem aldrei koma til kasta trygg- ingafélaganna. Væri hægt að draga úr þessum árekstrum, mundi ekki að- eins mikil verðmæti, gjaldeyrir og fyr- irhöfn sparast, heldur mundu iðgjöld bifreiðatrygginganna þá geta lækkað verulega. Frá þessari athyglisverðu athugun er skýrt í ritinu „TRYGGING“, senr Samvinnutryggingar hafa gefið út, en það fjallar um öryggis- og trygginga- mál. Er það tilgangur ritsins, sem dreift verður í stóru upplagi, að opna augu manna fyrir auknu öryggi, og sýna fram á, hvaða hlutverki trygg- ingastarfsemi gegnir í nútíma þjóðfé- lagi. I ritinu er fyrst grein um stofnun og starf Samvinnuttygginga, en fé- lagið varð fimm ára á þessu hausti, og er það nú þegar orðið annað stærsta tryggingafélag landsins, en jafnframt hið eina, sem starfar á sam- vinnugrundvelli. Hafa Samvinnu- ttyggingar greitt 532 905 krónur f arð til hinna tryggðu undanfarin tvö ár. Þá er í ritinu greinin um orsök bif- reiðaárekstra og eru í henni margar fróðlegar upplýsingar, er byggjast á reynslu bifreiðadeildar félagsins, sem nú tryggir 3500 bifreiðar, eða þriðju hverja bifreið í landinu. Enn má nefna greinina „Hvers vegna skyldi ég líftryggja mig?“, þar sem rætt er um helztu kosti og galla líftrj'-gginga og sýnt fram á þýðingu þeirra fyrir einstaklinginn. Þá er skýrt frá at- hyglisverðu máli vegna bifreiða- áreksturs, sem kom fyrir dómstóla hér, og er lesandinn beðinn að dæma í málinu eftir kunnáttu sinni á um- ferðareglunum, en aftar í ritinu er skj'rt frá niðurstöðu dómstólanna. Þá er grein um endurtryggingar og skýrt frá gildi þeirra, en þess má geta sem dæmis, að einn nýsköpunartogari er endurtryggður hjá 70—80 endur- ttyggjendum, og eru þessar trygging- ar flókið og alþjóðlegt öryggiskerfi tryggingarfélaga. Að lokum er grein um dýrtíð og brunatryggingar, og er þar rætt um þörfina á því, að trygg- ingarupphæð á innbúi standi í eðli- legu sambandi við raunverulegt verð innbúsins á hverjum tíma, ef trygg- ingin á að nægja til að bæta tjón á því. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.