Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Page 19

Samvinnan - 01.11.1951, Page 19
Suipit' áamtíhi annanna: Herforinginn og leikkonan, sem stjórna Argentínu Juan Peron, forseti Argentínu. FYRIR NOKKRU bárust þær fregnir sunnan úr Argentínu, að þar hefði ■verið gerð uppreisn gegn Juan Peron, forseta landsins, og hefði hún verið bæld niður, áður en til alvarlegra blóðsúthellinga kom. Þessi fregn vakti þegar tortryggni, og töldu margir, að uppreisnin mundi hafa verið tilbúin af Peron sjálfum til að gera sig að dýrlingi frekar en þegar hefur verið gert, og gefa honum til- efni til að grípa til enn meiri valda til að útrýma allri andstöðu í for- setakosningum, sem eru framundan i landinu. Þó virðist, sem Peron hafi ekki átt upptökin að þessari „byltingu“, en vitað um hana og hugsað sér að nota hana á þennan hátt. Hefur og víðtæk hreinsun siglt í kjölfar þessara viðburða, og það mun nokkurn veginn útilokað, að forsetinn geti tapað kosningunni. JUAN PERON var kosinn forseti Argentínu í febrúar 1946 og munu flestir sammála um að sú kosning hafi verið sæmilega lýðræðisleg og hann raunverulega notið þess fylgis, sem hann fékk. Hins gengu menn þó ekki duldir, að þessi maður átti frama sinn að þakka hernum, hafði risið iil vegs og virðingar innan hans, verið þátttakandi í einræðisstjórn her- foringjaklíku, orðið sterkasti maður hennar og notað hana til að lyfta sér upp í forsetastól. ARGENTÍNA er stórt og auðugt land, og telja margir, að það geti orðið „Bandaríki“ Suður-Ameríku. íbúarnir eru um 18 milljónir, og loftslagið er öllu hollara en í lönd- um eins og Brazilíu, sem er í hita- beltinu. Allur þorri íbúanna er að sjálfsögðu af spönskum uppruna, en í landinu er mikið af Þjóðverjum, sem hafa haft víðtæk áhrif á efna- hagslífið. Nú hefur Peron gert fimm ára áætlun um uppbyggingu iðnaðar í landinu, en helzti atvinnuvegur þess hefur verið landbúnaður, og þá sérstaklega hveitirækt og kjötfram- leiðsla. EINRÆÐISHERRANN Peron hefur að nafninu til haldið lýðræðislegum stofnunum eins og þingi, sem að vísu er nær eingöngu skipað fylgifiskum hans, og dómstólum, enda þótt hann hafi komið vildarvinum sínum í helztu dómaraembætti og bolað fjandmönnum sínum burt. Hann hefur í sambandi við fimm ára á- ætlunina tekið sér víðtæk völd yfir efnahagslífi landsins, og raunveru- lega er hann alráður í landinu. Hef- ur hann ekki hikað við að nota ýms- ar krókaleiðir til að réttlæta gerðir sínar, enda þótt stjórn hans sé enn ekki orðin slíkt ríki grimmdar og fangabúða, sem stjórn nazista var á sínum tíma. Evita Peron, forsetafrú. PERON er sjálfur einræðisherra í húð og hár. Hann er laglegur mað- ur með afbrigðum (að því er argen- tínskum konum þykir, ef dæma má eftir blaðafrásögnum), og hann hef- ur mikla rödd, sem hann getur beitt tli þess að vekja ofsahrifningu mann- fjölda. Þessu beitir hann óspart og talar tíðum af hallarsvölum í Buenos Aires. Á hann þá til að lýsa skyndi- lega yfir, að næsti dagur skuli vera almennur frídagur, og virðist al- menningur engar kvartanir hafa yfir slíkum ráðstöfunum. Peron er maður gæddur persónulegu hugrekki, og hann hefur sterka tilfinningu fyrir því, að hann sé „maður örlaganna“, sé til þess valinn að stjórna landi sínu. Hvort hann hyggur á yfirráð út fyrir landsteinana er enn erfitt að gera sér grein fyrir. SÉRKENNILEGUR ÞÁTTUR í stjórn Perons er kona hans, frú Eva Peron, eða Evita, eins og hún er köll- uð. Hún er fögur og glæsileg fyrrver- andi útvarpsleikkona, sem hefur haft sig mjög í frammi. Hún hefur látið sig skipta félagsmál og á virkan þátt í því að Peron hefur tekizt að halda hylli verkalýðsins. Hún hefur eign- azt heil dagblöð og látið til sín taka um stjórn landsins í vaxandi mæli. í haust kom til tals, að hún yrði varaforseti við kosningarnar, og hefði það orðið einsdæmi, að hjón færu með slíkar stöður. Var hún bú- in að tryggja sér stórfelldar hóp- göngur • og útifundi til að krefjast þess. En argentíski herinn, sem veldi Perons byggist raunverulega á, er á móti völdum Evítu, og andstaða hersins varð svo sterk, að hún varð að hætta við varaforsetasóknina. PERON og herforingjar þeir, sem með honum stjórnuðu á styrjaldar- árunum, voru þá hlynntir möndul- veldunum, unz séð varð, að banda- menn mundu verða ofan á. Fjöldi nazista og fasista fékk griðland í Argentínu og eru þar enn, sumir í á- byrgðarstöðum. En Peron skildi, að hann varð að ná vináttu Bandaríkj- anna, og þrátt fyrir andstöðu þeirra gegn honum í fyrstu, hafa þau beygt sig, og tekið upp vinsamlega sambúð við hann. 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.