Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.11.1951, Blaðsíða 20
^Tibióoteat átiídenta- neimili Undanfarna áratugi hefur mikill fjöldi námsmanna frá öllum heimsúlfum sátt háskóla i Banda- rikjunum, og má sjd menn af öll- um kynþáttum við þœr stofnanir. Meðal þeirra Iiefur veríð allmargt islenzkra námsmanna, sérstaklega á styrjaldarárunum, en nú er tal- ið, að íslenzkir námsmenn vestra séu um 60. Hafa nokkrir þeirra fengið námsstyrki á ari hverju fyr- ir milligöngu Islenzk-ameriska fé- lagsins, sein hefur samvinnu við menntastofnanir vestan hafs. Einn frœgasti háskóli Bandarikj- anna er Columbia skólinn i Neai York, en þar er Eisenhower hers- höfðingi nú rektor, þótt hann hafi leyfi meðan hann gegnir embœtli sinu fyrir Atlanzhafsbandalagið. Columbia er 250 ára gómul stofn- un, viðfrœg fyrir visinda- og fræði- menn sina og kennslu á háu stigi. I skólanum er alþjóðlegt stúd- entaheimili, Jnternational House', og er myndin af anddyri þess. Sambandsþingið. (Frh. af bls. 7) greiddu atkvæði 665, en á móti 353, Rússar og fylgismenn þeirra. Þá komu friðarmálin til umræðu á þinginu, og var lögð fram ályktun- artillaga frá miðstjórninni. Náðist samkomulag um hinn almennari hkita hennar, en um hinn, þar sem sú stefna var mörkuð, að ICA hefði engin afskipti af friðarhreyfingum kommúnista, var að vonum deilt. Bárust margar breytingartillögur, en fulltrúar vestan járntjalds báru hærri hlut með svipuðu atkvæða- magni og áður. Eitt mál stakk nokkuð í stúf við þessi átök á þinginu, en það var til- laga sænska samvinnusambandsins um alþjóðlega nefnd til að vinna að hagkvæmari verzlunarháttum (radi- onaliseringu). Hefur hinn virti leið- togi sænskra samvinnumanna, Al- bin Johansson, haft frumkvæði um hreyfingu í þessa átt og fengið góðar undirtektir. Er það skoðun hans, að mjög megi draga úr dreifingarkostn- aði með fullkomnari starfsaðferðum og meiri tækni, og þannig bæta hlut neytenda um heim allan. Um þetta mál urðu nokkrar umræður, og töl- uðu fulltrúar margra landa — vestan 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.