Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1951, Side 21

Samvinnan - 01.11.1951, Side 21
járntjalds. Fulltrúar austan tjalds- ins virtust ekki hafa neitt fram að færa í þessu efni. 1 lok þessara um- ræðna sagði Norðmaðurinn Sverre Nielsen: „Við höfum heyrt mörg orð hér, innantóm orð, pólitísk slagorð. Hér eru komnir mörg hundruð full- trúar frá mörgum löndum og heims- álfum — en árangurinn hefur enn orðið lítill. Hér höfum við loks fyrir okkur raunhæfa tillögu, sem getur gefið raunhæfan árangur.“ Að um- ræðunum loknum flutti Albin Jo- hansson stytztu ræðu þingsins, er hann steig í ræðustólinn, og sagði á hvellri sænsku (sem var ekki meðal hinna fjögurra opinberu tungumála fundarins): Tack! — Túlkunum brá svo, að þeim láðist að þýða þessa á- gætu ræðu, en tillaga Svíanna var samþykkt einróma. Tvö gagnmerk erindi voru flutt á þinginu. Ræddi Svisslendingurinn Ch.-H. Barbier um þróun samvinnu- hugsjónarinnar, erfiðleika hennar og breytingar. Svíinn Thorsten Odhe ræddi um einokunarhringa og sam- vinnuhreyfinguna. Voru einróma samþykktar ályktanir um bæði efni, er þeir höfðu lokið máli sínu. Að áliðnum fjórða fundardegi, var dagskrá þrotin. Var þá ákveðið, að næsta alþjóðaþing samvinnu- manna skyldi haldið eftir þrjú ár, en staður ekki ákveðinn að sinni. Sir Harry Gill þakkaði starfsliði, hinum dönsku samvinnumönnum gestrisn- ina og sleit þinginu með árnaðarósk- um til þingmanna. Móttökur Dana höfðu verið með hinum mesta rausn- arblæ allan þingtímann. Ef til vill kann svo að virðast, sem ekki liggi mikið eftir þetta fjölsótta þing samvinnumanna. En þó er það talið eitt hið merkasta í sögu sam- takanna og af þeim sökum, að það var þá ráðið, svo að varla verður aftur tekið, að ICA verði í framtíð- inni að starfa á þeim grundvelli, að samvivnnuhreyfingar innan þess séu frjálsar og óháðar, en ekki verkfæri ríkisstjórna. Það hefur verið endan- lega staðfest, að þau sambönd í löndum Austur-Evrópu, sem ekki fullnægja þessum skilyrðum, fá ekki inngöngu í samtökin. Og á grund- velli þessara megin hugsjóna verður vonandi hægt að byggja mikið starf í framtíðinni. IÐUNNAR-SKOR ♦ Hvers vegna llður öllum bezt 1 IÐUNNAR-skóm? Það er fyrst og fremst sökum þess, að allír IÐUNNAR-skór eru sérstaklegalagaðir íyrir íslenzkt fótlag. Auk þess eru allir BDUNNAR-skór smekklegir, vandaðir og ódýrir. Gangið í IÐUNNAR-skóm, þá liður ykkur vel. Skinnaverksmiðjan IÐUNN — Skógerbin — Hann er ánægður, honum líð- ur vel í GEFJUNAR-fötum, innst sem yzt. Þau eru smekkleg, skjólgóð og henta bezt íslenzku veðurfari. GEFJUN vinnur sifellt að þvi að bæta og fullkomna fram- leiðslu sina, með nýjum og fullkomnari vélum og með þvi að taka í þjónustu sína hvers konar nýjungar, sem fram koma á sviði ullariðnaðarins 1 heimlnum. Ullarverksmiðjan GEFJUN Akureyri uinum yficirSc amuinnuna 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.