Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Page 5

Samvinnan - 01.02.1955, Page 5
sænska samvinnusambandið. Þegar vitað var, að fjöldi kvikmyndatöku- manna og margvísleg tæki mundu send til íslands, datt einhverjum góð- um manni, sennilega ritstjóranum Nils Thédin, í hug það snjallræði að nota þennan mannafla til þess að taka samtímis íslenzka samvinnumynd. Thédin og raunar margir fleiri af leiðtogum sænskra samvinnumanna hafa komið til íslands og lýst mikilli aðdáun á samvinnustarfi Islendinga. Var því auðsótt að fá þessa hugmynd samþjTkta af Svía hálfu og þegar leit- að til SÍS um samvinnu, svo og til samvinnusambanda hinna Norður- landanna og voru undirtektir hvar- vetna góðar. Þegar hér var komið málum þurfti að vinda bráðap bug að því að finna mann til að skrifa handrit fyrir hina fyrirhuguðu kvikmynd. Til þess var sjálfkjörinn blaðamaðurinn Jöran Forsslund, sem tvívegis hafði verið á Islandi og tekið svo miklu ástfóstri við landið, að hann var orðinn marg- fróður um það og þekkti alveg sér- staklega vel til samvinnustarfsins hér heima. Forsslund hóf þegar starf sitt og lagði í það alúð og áhuga. Var hand- ritið fullsmíðað, eftir mikil samráð við menn hér heima og ytra, þegar mynda- takan skyldi hefjast í fyrravor. En þá hafði farið svo, að ekki þótti tiltæki- legt annað en að senda sérstakan kvikmyndatökumann til að annast töku myndarinnar. Var til þess valinn Elner Ákeson, maður á sjötugsaldri, en sprækur sem unglingur og viður- kenndur sem einn albezti kvikmynda- tökumaður Svía. Forsslund var dubb- aður upp í kvikmyndatökustjóra auk höfundar, því að hann hafði gegnt því hlutverki með ágætum í nokkr- um sænskum samvinnukvikmyndum. Loks var bætt við þriðja manni, Erik Park, sem stjómar dreifingu kvik- mynda hjá sænsku samvinnufélögun- um, og skyldi hann vera framkvæmda- stjóri, gjaldkeri, ritari, hljóðtökumað- ur og margt fleira fyrir leiðangurinn. Þegar leiðangurinn kom til íslands, naut hann aðstoðar og leiðbeiningar nokkurra starfsmanna SÍS, aðallega þeirra Benedikts Gröndal, Gunnars Steindórssonar og Haraldar Einars- sonar. Það var ákveðið að taka kvikmynd þessa á breiðfilmu (35 mm), sömu stærð og er venjulega notuð af kvik- myndahúsum, en gera síðan mjófilm- ur eftir henni (16 mm). Þá var ákveð- ið að nota liti, enda nýtur íslenzkt landslag sín illa nema í litum og hin undursamlega fegurð þess kemur þá fyrst fram. Mikil þörf er á góðu sólar- Ijósi fyrir töku litkvikmynda og gat leiðangur þessi ekki kvartað yfir máttarvöldunum í þeim efnum, eftir því sem hægt er að gera sér vonir um hér á landi. Fyrsti dagur þeirra félaga i Reykjavík var glampandi sólskins- dagur og höfðu þeir fyrir sólarlag tek- ið fjölda mynda ofan af turni Landa- kotskirkjunnar, frá höfninni, götum bæjarins, hitaveitu, l'jörninni og fjölmörgu öðru. Næstu vikurnar fór leiðangurinn víða, eins og þeir munu sannfærast um, sem myndina sjá. Þeir heimsóttu bæ á Norðurlandi og tóku myndir af margvíslegum sveitastörfum. Þeir tóku hvers kyns fiskvinnslu víða um land. Þeir sigldu með Dísarfelli um- hverfis hálft landið og fóru fjallvegi í dimmviðrum. Ekki hlífðu þeir sér nótt eða dag, þegar hægt var að taka myndir, og hvað eftir annað leiddi ákafi þeirra til óvarkárni, sem inn- lendir hristu yfir höfuðið. Til dæmis munaði aðeins hársbreidd, að hinn aldraði en ungfrái kvikmyndatöku- maður fengi steypubað úr vellandi hver á Norðurlandi, og fleiri mætti til taka. Þegar kvikmyndatökunni hér heima var lokið, var gerð kvikmynd- arinnar rétt hálfnuð. Þá tók við mik- ið starf í húsakynnum Nordisk Tone- film í Stokkhólmi, þar sem filmurnar voru kópíeraðar, en síðan settust þeir Ákeson og Forsslund inn í „rúnings- herbergi“, sem kalla mætti, þar sem klippt var úr öllu efninu hið gagnleg- asta, er nota átti í kvikmyndina. Má nærri geta, að tekið er miklu meira af myndum en notað er í endanlegri út- gáfu myndarinnar. Síðan var efnið sett saman eftir handritinu, og gerð- ar á því margvíslegar breytingar með tilliti til þess, hvernig sjálf kvik- myndatakan þótti hafa tekizt á hin- um ýmsu stöðum. Þýddi þetta víðast hvar, að endurskrifa þurfti handritið til þess að textinn stæðist á við hina endanlegu kvikmynd, þátt fyrir þátt. Þegar öllu þessu lauk, þurfti að fá teiknara til að gera fortexta og leik- ara frá sjálfu Dramaten til að lesa textann á sænsku. Loks var fenginn Erik Park tekur upp jarm fjárins á segulband i Lokastaðarétt i Fnjóskárdal. 5

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.