Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 19
Grein Eysteins Jónssonar Mannlegu félagi mætti með vissum hætti líkja við ríki jurtanna. Þar kenn- ir margra grasa og ólíkra. Líklega er arfanum ekki laukagróður sérlega kær. An efa líta sum grös öfundaraug- um til eikanna. Þá kemur til, að það er aldrei logn um þann, sem hratt fer. Það verður ætíð gustur um hann af sjálfs hans ferð, þótt ekki komi annað til, jafnvel þótt lognmolla sé í kringum hann. Þetta skýrir nokk- uð. Þetta fær á hinn bóginn ekki skýrt til fulls þau stórviðri, sem geysað hafa. Þessar árásir eiga sér miklu dýpri rætur. Ur herbúðum sérhyggju- og gróðahyggjumanna mun alltaf blása á þann, sem sækir fram í fararbroddi samvinnumanna. Því öruggar og djarflegar, sem merkið er borið fyrir liði samvinnunnar, því kröftugar mun á móti blása úr herbúðum and- stæðinganna. Gróðasveitir sérhyggj uma nna í þessu landi hafa fyrir löngu uppgötv- að, að samvinnan er sú þjóðfélags- stefna, sem þeim er hcettulegust, ef svo mœtti að orði komast. Blátt áfram vegna þess, að samvinnuhreyfingin gerir þá starfsemi að þjónustu, sem þessi öfl vilja reka með gróðasjónar- mið fyrir augum. Andstæðingarnir hafa fyrir löngu skilið, að gróðalind, sem■ gerð er að félagseign í alm ennings- þágu, svala einskis gróðaþorsta fram- ar. Þetta er hin einfalda og Ijósa á- stæða fyrir því, hvernig sótt hefur ver- ið fyrr og síðar að forystumönnum samvinnuhreyfingarinnar, og því at- hafnasamari, sem þeir eru, því óvægi- legri er aðsóknin. / þessari baráttu getur enginn ver- ið hlutlaus. Þetta eru átök, sem snerta alla, en ekki sízt þá, sem vinna í þjón- ustu samvinnuhugsjónarinnar. í þessari baráttu, sem annars er hörð og óvægin, skeður þó jafnvel ýmislegt broslegt. Eg nefni eitt til gamans. Stundum hefur andstæðingum samvinnumanna fundizt svo mikið við liggja, út af hinni öru þróun sam- vinnuhreyfingarinnar á undanförnum árum, að þeir hafa stofnað til stór- felldra samtaka til að hamla þar á móti. Mér koma í hug samtök til að koma í veg fyrir of mikil áhrif sam- vinnumanna í áburðarverksmiðjunni, (Framh. af bls. 13) og mér koma í hug samtökin, sem sagt er að eigi að verða til þess að koma í veg fyrir, að samvinnuhreyf- ingin geti náð aukinni fótfestu í Reykjavík. Þar þykir svo mikið við liggja, að nöfn þátttakenda fylla meira en hálfa síðu í Lögbirtingablað- inu, að því er mér hefur verið sagt. Þessum samtökum hafa verið nöfn gefin. Og hvað heita þau svo? Þau heita Borgarvirki og Veggur. Takið Takið eftir nöfnunum, virki og vegg- ur. Nöfnin bera það með sér, hvernig fundið er til. Það er ekki framsókn eða stórhugur, sem ræður slíkum nafngiftum. Það er efst í huga að verjast — ekki sækja fram. Það er umsetið Iið, sem velur bæki- stöðvum sínum þvílík heiti, sem býst um í virkjum og bak við veggi. Ef til vill er ekki hægt að finna neitt, sem á óbrotnari, en þó um leið Ijósari hátt, bregður upp mynd af hinni stórfelldu sókn samvinnuhreyfingarinnar síð- ustu árin, en einmitt þessar nafngiftir andstæðinganna. Þær hafa komið eins og af sjálfu sér, spegla hugann. Sýna þeirra mat á því, sem hefur verið að gerast. Ég hef minnzt á baráttu og ég hef minnzt á erfiðleika. En það er líka til önnur hlið á þessum málum. Ég veit, að sú hlið er einnig vel kunn Vil- hjálmi Þór. Það er ekki venjuleg atvinna að vinna í þjónustu samvinnuhreyfing- arinnar. Samvinnumenn fela starfs- mönnum sínum framkvæmd stefnu sinnar. Starfsmönnum samvinnu- hreyfingarinnar er ætlað að vinna að því, að hugsjón samvinnumanna verði að veruleika, og að yfirburðir sam- vinnunnar sjáist í verki. Samvinnu- menn fela þeim fjöregg sitt. Allt velt- ur á því, að hvert starf sé unnið í vit- und þess, að verið er að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag. Starfsmenn samvinnufélaganna eru ekki einungis að vinna fyrir sér, þótt þeir geri það, heldur vinna þeir jafnframt að fram- kvæmd mikillar hugsjónar, vinna að því að gera lífið betra og fegurra fyr- ir allan þann fjölda, sem notfærir sér úrræði samvinnunnar, og þar með þjóðina alla, því að árangur sam- vinnustarfsins kemur einnig öðrum til góða en samvinnumönnum sjálfum. fyrir því höfum við margþætta reynslu. Ég veit, að þetta hefur verið og er Vilhjálmi Þór manna ljósast og að meðvitundin um þetta hefur gefið honum þrek og þor til þess að þreyta fangbrögð við alla þá óhemju erfið- leika, mér Iiggur við að segja allar þær forynjur, sem hafa orðið á vegi hans. Ég veit, að fáir hafa notið ríkulegar þeirrar gleði, sem það veitir að vinna stórvirki í almenningsþágu en einmitt Vilhjálmur Þór. Hann er einnig sann- arlega vel að því kominn að njóta slíkrar hamingju. Á fyrstu árum samvinnufélaganna brostu andstæðingar þeirra oft í kampinn og sögðu: „Úr þessum sam- tökum verður aldrei neitt, — hvað ætli bændur kunni að verzla.“ Það hvarflaði ekki að þessum mönnum, að mikilhæfir kaupsýslumenn mundu gefa kost á sér til forystu í þjónustu samvinnuhreyfingarinnar. Svo ríkt var það í huga þessara manna, að enginn gæti orðið afreksmaður á sviði viðskipta nema með það fyrir augum að auðga sjálfan sig. Starfsemi Vilhjálms Þórs í þágu samvinnuhreyfingarinnar er glöggt dæmi um það, hve þessir menn, sem annars voru vafalaust á marga lund ágætir, voru blindaðir. Vilhjálmur Þór valdi sér það góða hlutskipti að beita óvenjulegum kröftum sínum í þágu félagssamtakanna. Það varð samvinn- unni á íslandi ómetanlegur fengur, að slíkur afreksmaður skyldi tileinka sér lífsskoðun samvinnunnar og helga henni krafta sína. Hann hefði sann- arlega ekki látið fyrirtæki sín bera nöfnin Virki og Veggur, ef hann hefði valið sér einkakaupsýslu að ævistarfi. Vilhjálmur Þór er að skipta um starf. Við það verðum við að sætta okkur. Það er lífsins gangur að koma og fara. Við minnumst þá þess, að Sambandið hefur á að skipa ýmsum þrautreyndum hæfileikamönnum, sem 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.