Samvinnan - 01.07.1957, Page 2
Útgefandi: Samband ísl.
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími: 17080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 90.00
Verð í lausasölu kr. 9.00
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Er almenningur kærulaus um
verðlag nauðsynja? ......... 3
Sólríkir samvinnufundir ... 4
Samvinnumenn gefa 100 þús.
til handritabyggingar .... 6
Skál í botn — smásaga eftir
Stefán Jónsson ............. 7
Atvinnustöðvar í sveitum . . 9
Stofublóm. Kafli úr bók Ing-
ólfs Davíðssonar........... 11
Að eiga menn að missa meiri
og betri en aðrar þjóðir. —
Kveðjuorð til Guðmundar á
Hvítárbakka ............... 13
Samvinnutiyggingar endur-
greiða 2.675.000 kr...... 15
Sjálfeldishlaða og lausa-
gönugfjós.................. 15
Þingeyskur Miinchhausen.
Eftir Jón Sigurðsson, Yzta-
felli................... 16
Ránið í Blesukoti, sögulok . . 19
Byrði kastað,kvæði eftir Þor-
stein Jónsson.............. 23
Fulltrúar á aðalfundi SÍS ’57 23
Prentvillupúkinn kastar byrðinni.
Leiðinleg prentvilla slæddist í þetta
blað og eru lesendur vinsamlegast
beðnir að athuga það. Á bls. 23 er
kvæði, sem heitir Byrði kastað, en
ekki Birði, enda mun ekkert orð í ís-
lenzku þannig stafsett. — Prentvillu-
púkanum tókst þó að halda huliðs-
hjálmi yfir skammarstrikinu þar til
búið var að prenta síðuna.
FYRIR ÞÁ, sem áhyggjur hafa af
þcirri staðreynd, að íslendingar geta
sáralítið framleitt eða litla þjónustu
veitt á samkeppnisfæru verði við
aðrar þjóðir, er veruleg huggun að
hugsa um millilandaflug íslenzkra
flugfélaga. Á því sviði snýst myndin
við. Fjöldi voldugra, erlendra flugfé-
laga nýtur meiri eða minni opinberra
styrkja, en hér á landi eru tvö flug-
félög, sem flytja farþega milli heims-
álfa án ríkisstyrks fyrir sömu eða
lægri fargjöld en hin erlendu risafé-
lög. Það er því ekki að ástæðulausu,
að íslendingar eru stoltir af flugfé-
lögum sínum og fljúga að líkindum
flestum þjóðum meira innan lands og
utan.
EF VELJA ÆTTI TÁKNMYND fyrir
flugið, mætti vel taka mynd sem þá,
er Samvinnan birtir nú á forsíðu
sinni: myndarleg æska er það fólk,
sem starfar fyrir flugið og hefur með
fullkomnu valdi á flóknustu nútíma-
tækni gert íslenzka flugið frægt. Flug-
freyjan er Stefanía Guðmundsdóttir
(gömul starfsstúlka hjá SÍS) og starf-
ar fyrir Loftleiðir, sem nýverið minnt-
ust tíu ára flugafmælis sins. Á fyrsta
áratuginum flugu Loftleiðamenn ekki
aðeins með um 80 000 farþega leið,
sem er samanlagt jafnlöng 15 ferð-
um til tunglsins og aftur heim, held-
ur varð félag þeirra vlðfrægt um flug-
svæði sitt fyrir ódýra þjónustu.
FLUGTÆKNINNI fleygir fram og
með hverju ári eru teknar í notkun
fullkomnari, en um leið stórum dýr-
ari flugvélar. Þetta hefur gert flug-
félögum víða um heim erfitt fjárhags-
lega, og óttuðust margir, að það
mundi reynast ofviða íslenzku félög-
unum að eignazt þrýstiloftsvélar, sem
samkeppnisfærar væru. Svo hefur þó
ekki farið, sem betur fer. Flugfélag
íslands hefur þegar fengið tvær nýjar
vélar og Loftleiðir, sem þurfa lang-
fleygari vélar í Ameríkuflug sitt, hafa
fest kaup á tveim Lockheed Electra
flugvélum. Með þessum nýju flug-
vélum eru farþegum íslenzkra milli-
landaflugvéla ekki aðeins tryggð stór-
aukin þægindi, heldur er fengin auk-
in trygging fyrir framtíð íslenzks
millilandaflugs, sem er einn ánægju-
legastur þáttur í nýbyggingu íslenzkra
atvinnuvega.
í ÞESSU HEFTI Samvinnunnar
lýkur framhaldssögunni, sem verið
hefur í blaðinu síðastliðið ár. Sagan
varð vinsæl, einkum meðal kvenþjóð-
arinnar, sem oft kann betur að meta
rómantík af því tagi, sem um er fjall-
að í sögunni.
Halldór Pétursson teiknaði mynd-
ina með framhaldssögunni, Jóhannes
Jörundsson teiknaði myndina með
smásögunni og Gísli Sigurðsson tók
myndirnar af aðalfundi SÍS, frá
Hofsósi og af Guðmundi á Hvítár-
bakka. Myndina af kaupfélagsstjóra-
fundinum tók Kristleifur Jónsson,
2 SAMVINNAN