Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 3
SAMVINNAN
Er almenningur kærulaus um verðlag nauðsynja?
Dýrtíð hefur nú um langt árabil fylgt íslendingum
eins og skuggi og er afleiðing peningaflóðs, velmegunar
og gífurlegrar fjárfestingar. Ár frá ári hækkar verðlag allt
á lífsnauðsynjum jafnt sem óþarfa og hafa öll ráð til
stöðvunar reynzt harla skammvinn.
Þegar svo er ástatt mœtti cetla, að alþýða manna sýndi
fyllstu gcetni i meðferð fjár og fylgdist af gaumgœfni með
verðlagi til að gera innkaup sin þar, sem ódýrast er. Ýmis-
legt bendir til þess, að svo sé ekki, þótt ótrúlegt kunni að
virðast. Er illt til þess að vita, því kæruleysi almennings
um verðlag gerir alla viðleitni til að halda því niðri stór-
um erfiðari og dregur úr áhuga þeirra manna í verzlun-
inni, sem mest gera til að selja nauðsynjar ódjirt.
Það er skoðun margra manna, sem eru nákunnugir
verzlunarháttum fjölskyldna, sérstaklega i þéttbýli þar
sem verzlað er daglega eða oft á dag, að húsmceður séu
ótrúlega skeytingalausar um verðlag og geri innkaup sín
fyrst og fremst i ncestu búð, hvað sem verðlagi liður.
Geta starfsmenn kaupfélagsbúða, og sjálfsagt aðrir verzl-
unarmenn einnig, bent á ýms athyglisverð dæmi, sem
sanna þetta.
Fyrir nokkru keypti innflutningsdeild SÍS molasykur
frá Englandi fyrir mjög hagstætt verð. Þegar sykurinn
kom fram i búðirnar, kostaði hann hjá SÍS-Austurstrceti,
KRON og Kaupfélagi Hafnfirðinga 6,65—6,70 kr. kg.
Um sama leyti kostaði molasykur i kaupmannaverzlunum
i Reykjavik og Hafnarfirði kr. 8,05—8,10 pr. kg. og var
þvi 1,40 kr. ódýrari i samvinnubúðunum. Þetta sérstaka
verð var rækilega auglýst, t. d. í útvarpi, en samt jókst
salan á molasykrinum í áðurnefndum samvinnuverzlun-
um lítið sem ekkert. Þetta sannar mjög áþreifanlega, að
almenningur í Reykjavík og Hafnarfirði sinnti því engu,
þótt hann gæti fengið svo nauðsynlega vöru og ástfólgna
íslendingum sem molasykur kr. 1,40 pr. kg. ódýrari í
einni verzlun en annari.
Þetta eina dæmi talar sínu máli og virðist sýna reglu
en ekki undantekningu um innkaupahætti almennings.
Um það bera vitni fjölmargir menn nákunnugir, sem á
degi hverjum sýsla við húsmæðurnar í matvöruverzlun-
um og verða sjálfir að þekkja verðið, þótt viðskiptavin-
irnir hafi allt of oft takmarkaðan áhuga á því.
Ef allt tal íslendinga um baráttu gegn dýrtið og hag-
kvæma verzlun er ekki innantóm orð, verður slikt ástand
sem þetta að breytast. Húsmæðurnar og aðrir þeir, sem
gera innkaup, verða að temja sér að bera saman verðlag
og vita á því glögg skil. Til þess að hjálpa þeim í þessu
tilliti eru til dæmis birtir listar yfir hæsta og lægsta verð
á vöru á ýmsum stöðum, sem geta verið nokkur leið-
beining.
V
Þetta vandamál á tvímælalaust rót sína að rekja til
þess, að almenningur í landinu hefur búið við sæmileg
lífskjör, haft allmikið fé milli handa, en misst alla virð-
ingu fyrir peningum vegna dýrtíðarinnar. Þannig þrífst
dýrtíðin á sjálfri sér, því virðingarleysi fyrir peningum
og kæruleysi um verðlag stuðlar mjög að enn aukinni
dýrtíð.
Hér getur hver og einn spyrnt við fœti. Hvert heimili
verður að skapa festu i meðferð fjár, hvort sem það er
meira eða minna i liverri buddu. Neytendur sjálfir verða
að bera saman verð á einum stað og öðrum og kaupa
þar, sem ódýrast er, en láta þá, sem dýrara selja kurteis-
lega vita, hvers vegna ákveðnar vörutegundir eru ekki
keyptar hjá þeim.
Herforingjar einir geta ekkert stríð unnið án hermanna
sinna. Eins geta ráðamenn landsins ekki sigrazt á dýr-
tíðinni, ef hinir óbreyttu borgarar eru ekki viðbúnir að
styðja þá og efla um leið eigin hag með árvekni í verð-
lagsmálum.
SAMVINNAN 3