Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 4
Sólríkir samvinnu- fundir Glampandi sól setti meir en nokkuð annað svip sinn á aðalfundi samvinnusamtakanna, sem haldnir voru að vanda í Bifröst í Borgarfirði seint í júnímánuði. Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika, sem við er að etja, ríkti bjartsýni og vorhugur á fundum og bjargföst trú á að þjóðinni mundi takast að Ieysa allan vanda. Jafnframt var yfir mörgu að gleðjast frá árinu 1956, sem fundimir fjölluðu um. Umræður vom yfirleitt miklar og fjörugar á fundunum, og áhugi á framgangi samvinnustefnunnar mikill. Fundir þeir, sem haldnir voru í Bifröst, vom fyrst stjórnarfundur SIS, þá kaupfélagsstjórafundur og aðal- fundur Vinnumálasambands samvinnufélaganna, þá sjálfur aðalfundur SÍS og loks aðalfundir Samvinnu- trygginga, Andvöku og Fasteignalánafélags samvinnu- manna. Aðalfund Sambandsins söttu að vanda um hundrað fulltrúar kaupfélaganna um land allt, svo og allmargir forráðamenn og starfsmenn Sambandsins. Sigurður Kristinsson, formaður Sambandsstjómar, setti fundinn með ræðu, og minntist hann þess, að 55 ár væm liðin frá stofnun StS, en rétt 40 ár síðan aðalstöðvar þess vom fluttar til Reykjavíkur og verzlunar<:tarfsemi þess hófst fyrst að marki. Þá minntist Sigurður látinna for- vígismanna samvinnuhreyfingarinnar, þeirra Steingríms Jónssonar, fyrmm bæjarfógeta á Akureyri, sem var einn af fulltrúum á stofnfundi SlS og lengi formaður þess; Guðmundar Jónssonar á Hvítárbakka, formanns Kaup- félags Borgfirðinga, og Jóns Komáðssonar, bónda í Bæ á Höfðaströnd, formanns Kaupfélags Austur-Skagfirð- inga. Kjörbréfanefnd fundarins skipuðu þeir Ingimundur Arnason, Friðrik Jónsson og Ami G. Þorsteinsson. Er kjörbréf höfðu verið samþykkt, var Jömndur Biynjólfs- son kjörinn forseti fundarins, en Halldór Ásgrímsson varaforseti, og þeir öskar Jónsson, Þórhallur Bjömsson og Skúli Ólafsson ritarar. Sigurður Kristinsson flutti skýrslu um helztu störf og ákvarðanir Sambandsstjórnar á liðnu ári. Ræddi hann framkvæmdir Sambandsins á árinu, sem urðu — að frátöldu Hamrafelli — minni en undanfarin ár vegna vaxandi skorts á rekstursfé. Lokið var við byggingu vörugeymslu í Þorlákshöfn og lokið við skólastjórabú- stað í Bifröst, innréttaður mat- og kaffisalur staifs- manna í Sambandshúsinu og undirbúnar vom ýmsar

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.