Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.07.1957, Qupperneq 5
framkvæmdir, svo sem stofnun sæl- gætisverksmiðju í Borgarnesi og sölu- miðstöðvar fyrir mjólkurbú kaupfé- laganna. Sigurður kvað enga ástæðu til að örvænta, þótt á móti blási og verzlunarárferði sé ekki eins gott og verið hefur, ef samvinnumenn aðeins standa saman um félög sín. SKÝRSLA FORSTJÓRA Þá flutti Erlendur Einarsson for- stjóri skýrslu sína og var hún í senn yfirgripsmikil lýsing á starfsemi Sam- bandsins árið 1956 og þeim vanda- málum, sem við var að stríða, og voldug hugvekja um hina víðtæku starfsemi samvinnuhreyfingarinnar. Erlendur byrjaði á því að lýsa verzl- unarháttum ársins almennt, en þeir voru engan veginn hagstæðir fyrir viðskiptalífið, og reyndist sá örðug- leikinn verztur í vaxandi dýrtíð, hve skortur var mikill á rekstursfé. Þetta kvað Erlendur nú vera alvarlegasta vandamál samvinnufélaganna og mundi það reynast þeim mikill fjötur um fót, ef ekki tækist að bæta úr. Skortur á rekstursfé Iamar ekki að- eins framkvæmdir allar, heldur dreg- ur hann úr sjálfri verzluninni, sem þarf að sjálfsögðu mikið fé, ekki sízt með stórhækkandi tollum og gjöldum, sem innflytjendur verða að greiða strax við móttöku vörunnar. Efm rekstur Sambandsins sagði Erlendur, að þar hefðu ekki verið gerðar teljandi breytingar, enda væri nú skipulag stofnunarinnar komið í nokkuð fast form eftir hin miklu um- brot, sem verið hafa þar og annars staðar síðan í styrjaldarlok. Tekjuafgangur Sambandsins á Veður var með eindrcmum gott jundardagana, logn og hiti. Myndin er af kaupfclagsstjóra- fundinum. Menn héldu á stólunum út og fund- urinn var haldinn undir berum himni. árinu var 2,3 milljónir króna eft- ir að afskrifað hafði verið um 12,4 milljónir. Af ýmsum ástæðum viðskiptalegs eðlis voru þó til ráðstöfunar nokkru meiri pening- ar en þetta, og samþykkti aðal- fundurinn síðar, að úthluta í stofnsjóði kaupfélaganna 3,7 milljónum króna. Erlendur ræddi nokkuð um fram- kvæmdir, bæði þær, sem unnt var að ráðast í, og aðrar sem verið er að undirbúa eða dregizt hafa af ýmsum ástæðum. Nam hann fyrst staðar við kaup Elamrafells, sem eru mesta fyrir- tæki fjárhagslega sem samvinnumenn hér á landi hafa ráðizt í. Drap Erl- endur á þær miklu deilur, sem risið hafa um skipið og rekstur þess, og benti hann á, að það væru höfuðstað- reyndir í málinu, að olíuflutningar þurftu vegna Hamrafells ekki að stöðvazt til landsins á vertíðinni og Hamrafell flutti olíuna á miklu lægra verði en nokkur kostur var að fá er- lend leiguskip á þeim tíma. Þannig sparaði skipið landsmönnum stórfé. Meðal mála, sem enn hafa ekki komizt fram, nefndi forstjórinn kjöt- iðnaðarstöð í Reykjavík, sem sam- vinnufélögin hafa lengi haft mikinn áhuga á og hafa barizt mikið fyrir. Enn hefur ekki, eftir margra ára til- raunir, tekizt að fá endanlega lóð fyrir þessa bráðnauðsynlegu stofnun, sem ætti að verða báðum, framleiðendum og neytendum, til gagns. Erlendur taldi það nú vera aðaltak- mark samvinnufélaganna að auka vörusölu sína. Hann benti á þá stað- reynd, að framleiðslan er lítils virði, ef salan kemur ekki á eftir, og vaxandi tækni við framleiðslu á síðustu árum hafa gert söluna — dreifingu vörunn- SflMVINNAN 5

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.