Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Síða 6

Samvinnan - 01.07.1957, Síða 6
ar — æ mikilvægari. Erlendur kvaðst vongóður — þrátt fyrir fjárhagserfið- leikana í svipinn, um að það takmark mundi nást að sala ykist verulega hjá Sambandinu og kaupfélögunum, án þess að tilkostnaður þyrfti að aukast mikið. Sambandið kvað hann nú þannig skipulagt, að það gæti tekið að sér miklu meiri sölu án þess að auka verulega kostnað, og hlyti að vera hagkvæmt fyrir alla aðila, að svo yrði. Það voru höfuðeinkenni í rekstri Sambandsins síðasta ár, sagði Erlendur, að sala á innlend- um framleiðsluvörum jókst veru- lega og varð velta útflutnings- deildar meiri en nokkru sinni, um 300 milljónir, og sala á fram- leiðsluvörum verksmiðjanna hefði einnig aukizt. Hins vegar hefði veltufjárskorturinn valdið því, að innflutningurinn hefði minnkað. Ályktanir aðalfundar SÍS: Samvinnumenn gefa 100.000 kr. til handritabyggingar Á aðalfundi Sambandsins flutti Bjarni Bjarnason svofellda tillögu ásamt þeim Finni Kristjánssyni og Eiríki Þorsteinssyni: „Aðalfundur SÍS, haldinn í Bifröst 26. og 27. júní 1957, lcetur í Ijós ánœgju sína yfir því glcesilega átaki og þeirri miklu framkvcemd að kaupa olíuskipið Hamrafell. Jafnframt lýsir fundurinn undrun sinni á þeim óréttmceta áróðri og þeirri furðulegu árás, sem þetta merkilega þjóðþrifafyrirtceki hefir mcett.“ Aðalfundur Sambandsins samþykkti fjórar tillögur í mikilvægum menningarmálum þjóðarinnar, og fara þær hér á eftir: Guðmundur Guðjónsson, Saurum, bar fram svohljóðandi tillögu: „Aðalfundur SÍS, 1957 lýsir yfir stuðningi við þá hugmynd, að stofnaður verði og starfrcektur frjáls lýðháskóli.“ Sr. Sigurður Stefánsson, Möðruvöllum, mælti fyrir eftirfarandi ályktun, er hann lagði fyrir fundinn: Aðalfundur SÍS, haldinn að Bifröst dagana 26. og 27. júní 1957, fagnar því, að handritamálið skuli hafa verið tekið upp að nýju m. a. með þingsályktun síðasta alþingis og vcentir þess, að þjóðin öll fylki sér um þetta mikla menningar- og metnaðarmál sitt.“ í sambandi við þessa ályktun var síðar á fundinum samþykkt eftir- farandi tillaga frá stjórn SÍS: „Aðcdfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn að Bifröst dagana 26. og 27. júní 1957, samþykkir að Sambandið leggi fram til fyrirhugaðrar byggingar yfir Arnasafn kr. 100.000“ Loks var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Guðmundi V. Hjálmars- syni, Salthólmavík: „Aðalfundur SIS, haldinn í Bifröst 26. og 27. júní 1957, felur stjórn Sambandsins að athuga á þessu ári möguleika á því að vernda frá glötun bcejarhús að Þverá í Laxárdal, þar sem Kaupfélag Þingeyinga var stofnað 1882.“ SKÝRSLUR FRAMKVÆMDA- STJÓRANNA Að lokinni skýrslu forstjóra fluttu framkvæmdastjórar Sambandsins skýrslur hver um sína deild: Fyrst Helgi Pétursson fyrir útflutningsdeild, Helgi Þorsteinsson fyrir innflutnings- deild, Hjalti Pálsson fyrir véladeild, Hjörtur Hjartar fyrir skipadeild og Harry Frederiksen fyrir iðnaðardeild. Þökkuðu forseti fundarins og fundar- menn skýrslurnar hver um sig, enda höfðu þær á hreinskilinn og skýran hátt frá að segja geysimiklu starfi, baráttu við margvíslega erfiðleika, en í heild meiri árangur í framleiðslu og vörusölu en nokkru sinni fyrr. Umræður hófust þegar að loknum flutningi skýrslanna og tóku meðal annars þessir til máls: Guðmundur Guðjónsson, Saurum, Jóhann Þor- valdsson, Siglufirði, Finnur Kristjáns- son, Húsavík, Jón Grímsson, Reykja- vík, Jakob Frímannsson, Akureyri, Geirmundur Jónsson, Hofsósi og fram- kvæmdastjórar, sem svöruðu og gáfu skýringar eftir tilefni umræðnanna. FJÁRMÁLIN RÆDD Síðari daginn hófst fundurinn á því, að fjármál Sambandsins og sam- vinnufélaganna voru tekin til um- ræðu, en þau eru nú, vegna hins vax- andi skorts á rekstursfé, eitt alvarleg- asta vandamál hreyfingarinnar. Hafði síðasti aðalfundur skipað nefnd til að fjalla um þau mál, sérstaklega leiðir til fjáröflunar, og hafði formaður nefndarinnar, Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri, orð fyrir henni. Lagði hann fram ítrekaðar tillögur, sem samþykktar voru eftir nokkrar umræður. í þeim umræðum tóku til máls Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, Bernhard Stefánsson, alþingis- maður, Guðmundur Guðjónsson, Saurum, Hjörtur Helgason, Sand- gerði, Benedikt Gröndal, Reykjavík og forstjóri. FRÆÐSLUMÁLIN Fræðslumál samvinnuhreyfingar- innar voru að vanda tekin til um- ræðu á fundinum, og flutti forstöðu- maður fræðsludeildar, Benedikt Gröndal, skýrslu um þá starfsemi á liðnu ári, en hún hafði verið meiri og margþættari en fyrr. Sérstaklega fagn- (Framh. á bls. 25) 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.