Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 7
Smásaga eftir Stefán Jónsson Trén í garðinum voru farin að laufg- ast og blómabeðin komin í sumar- skrúða. Nóttin var björt, djúp kyrrð yfir fjöllum, heiður himinn og logn. Sundin norðanmegin bæjarins voru eins og speglar. Stofurnar til hægri og vinstri voru mannlausar. Þykk reykský hringuðust undir loftum og teygðu gráan lopa út um opna gluggana. Gestir og húsráð- endur höfðu farið út á garðflötina til að njóta sumarnæturinnar. Unga fólkið lék sér í „Eitt par fram“. Úti voru miklir hlátrar. Inni var þögn. Tóm glös og hálftæmd glös stóðu á hverju borði. Vindla- og vindlingaaska var um allt. I stofunni í miðið sátu tveir menn, sátu þar í djúpum stólum úti í liorni við kringlótt reykborð, reyktu vindla og dreyptu öðruhvoru í drykk sinn. Báðir voru þeir dökkklæddir, snyrti- legir mcnn á miðjum aldri. Annar þeirra var ljós yfirlitum, hvítur á hár, þunn- hærður, sléttgreiddur, handmjúkur, húðin á andliti hans var með öllu hrukkulaus. Augun voru grá, ekki djúp, en vingjarnleg og blíð. Hann var þægi- legur og mjúkmáll. Hann kvaðst vera kaupsýslumaður og eiga heima á Akur- eyri. Ilinn maðurinn var þéttvaxinn, koll- vikamikill, dökkhærður, liðað liárið, breiðleitur, fremur tregur í viðtali og gaf engar upplýsingar um sig óspurður. Hann fletti þýzku myndablaði, fingra- stuttur og handþykkur. — Skál! sagði maðurinn að norðan og lyfti glasi sínu. Hinn seildist eftir glasinu og tók undir ávarpið. Síðan varð þögn, sem kaupsýslumaðurinn kunni illa. Hann sagði: — Ég hefði gaman af því að heyra skoðun yðar á því, sem við Pétur vor- um að tala um áðan. — Skoðun mína? Ég vil helzt aldrei blanda mér í deilur um viðkvæm mál. S K Á L 1 Allir hafa sér til ágætis nokkuð. Allir geta haft rétt fyrir sér að einhverju leyti, sagði dökkhærði maðurinn frem- ur fálcga. Maðurinn að norðan var ekki ánægð- ur með þetta svar. Ilann brann af löngun til að ræða áhugamál sín. Ilann sló öskuna af vindlinum, lagði hann í bakkann, neri saman hvítum höndum sínum nokkrum sinnum, tók vindilinn á ný og sagði: — En við erum kristin þjóð. Kristin þjóð getur ckki látið þessi mál afskipta- laus. Það fylgir því ábyrgð að játa kristna trú. Ilinn sagði ekkert við því. — Eg hef unnið mikið að þeim mál- um heima, einkum meðal ungs fólks. Ég hef helgað þeim málum, allar mínar tómstundir og sé ekki eftir því, sagði norðanmaðurinn. — Einmitt það, sagði hinn og fletti blaðinu á hnjám sér. — Skál í botn! sagði norðanmaður- inn. Þeir tæmdu glösin. Kaupsýslumaðurinn reis á fætur, sótti flösku inn í stofuna til vinstri og hellti á, skilaði flöskunni og kom til baka. Ilann var dálítið reikull í stefnu, þegar liann gekk til sætis. Hann kvaðst vona, að ekki væri það af áhrifum vínsins, hve opinskár hann væri orðinn. Ilann vildi engum vera til óþæginda. Hann B O T N hafði byrjað með lítið. Ilann hafði eig- inlega byrjað með ekki neitt. En störf hans höfðu notið blessunar. Svo sannar- lega höfðu þau notið blessunar. Hann átti fjögur verzlunarfyrirtæki og gengu öll sæmilega. Guði sé lof. Skál! — Skál, sagði sá dökkhærði. Svo varð þögn utan skrjáfsins í myndablaðinu. Úti fyrir glumdu hlátrar. — Það er mín reynsla, að trúmaður- inn standi alltaf betur að vígi í lífinu heldur en sá vantrúaði. Hann gerir það. Það er staðreynd. Hvað segið þér um það? Maðurinn með blaðið kvaðst vera sammála. Víst var gott að vera trúaður, en ef til vill nokkuð sama á hvað trú- að var. — Ég á nú aðeins við hina einu sönnu trú, sagði maðurinn að norðan. — Ilina einu sönnu? — Fyrirgefið, að ég spyr. Þér hafið enga trúarreynslu? Þér kannski þekkið ekki inn á það, sem ég er að tala um? Fyrirgefið, ef ég þreyti yður. Ég er kannski farinn að þreyta yður? sagði maðurinn að norðan. — Langt frá því. — Skál! Ég skal segja yður, ég og við bæði hjónin höfum öðlazt mikla trúarreynslu. Við höfum lifað þær stundir, sem við hefðum ekki komizt yfir án bænarinnar, sagði kaupsýslu- maðurinn að norðan. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.