Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Page 8

Samvinnan - 01.07.1957, Page 8
— Það er svo. Já, ég trúi því reynd- ar vel, sagði hinn. — Heyrið þér, sagði kaupsýslumað- urinn og lyfti glasi sínu, við skulum gera okkur gott af þessu. Nóg er til, sýnist mér. Þeir drukku. Síðan liélt maðurinn að norðan áfram að segja frá reynslu sinni. Hann minntist sérstaklega eins atviks fyrir nokkrum árum. Hann kvaðst eiga einn son. Það var á stríðsárunum. Þeir fóru tveir íslenzkir piltar til Englands í enskri flugvél. Axel sonur hans var ann- ar. Hann mundi ekki, hvað hinn hét. Þeir voru á leið til náms, en flugvélin var skotin niður yfir Norðursjónum. Nokkrum af áhöfninni var bjargað. Það var sagt frá þessu í blöðum hér á þeim tíma. En í fyrstu fréttinni, sem hingað barst, var aðeins frá því sagt, að öðrum Islendingnum hefði verið bjargað, en hinn hefði farizt. Engin nöfn voru nefnd. — Ég ætla ekki að lýsa því fyrir yð- ur, hvernig okkur hjónunum leið. Þarf ég þess? spurði maðurinn að norðan og horfði gegnum glas sitt, horfði á, hvern- ig loftbólur sódavatnsins krystölluðust í wiskyinu og streymdu án afláts upp til yfirborðsins eins og litlar glitrandi silfurkúlur. — Nei, sagði dökkhærði maðurinn. Hann var hættur að fletta myndablað- inu. Nei, þess ætti ekki að þurfa, sagði hann. — Ovissan var mikil, það ætla ég að segja. Full eirðarleysi ráfuðum við um heima og horfðum á þjáninguna hvort í annars augum. Þegar við gengum til hvílu, krupum við í sameiginlegri bæn. Við gáturn ekkert annað. Við hlutum að gera það og hefðu víst fleiri gert. Hvað haldið þér? — Og hvers báðuð þið? spurði dökk- hærði maðurinn köldum rómi. Hinn lét ekki á sig fá, þó að ókurt- eislega væri spurt. Yfir hvítleitt og frítt andlit hans fór milt bros og í augu hans, sem tekin voru að sljógvast vegna drykkjunnar, kom undursamleg blíða. Ef til vill þótti honum vænt um, að hafa nú loks vakið áhuga viðmælanda síns. Hann sagði ljúfmannlega og með elsku- legu brosi: — Hvers haldið þér að faðir og móðir biðji, þegar svo stendur á? Hinn svar- aði ekki, því að þeir urðu fyrir ónæði. Gestir og húsráðendur komu inn. Úti- loftið fylgdi fötum þeirra. Andblær lið- inna bænastunda hvarf úr stofunum. Léttir hlátrar unga fólksins fóru um allt eins og svalandi gustur, en gestirnir tveir sátu eftir sem áður í sínu horni. Á milli þeirra lá hálfsögð saga og tengdi þá saman. Ádrykkju húsbóndans tóku þeir hæversklega og svöruðu þægilega, væri á þá yrt. Samt sem áður voru hug- ir þeirra við annað bundnir. Brátt urðu þeir tveir einir á ný, því að fólkið fór inn í stofuna til hægri og hinn nýbak- aði stúdent settist við slaghörpuna og lék vals eftir Chopin. Húsráðendur sinntu veitingum. Maðurinn að norðan talaði lægra en fyrr. Hann hallaði sér í átt til félaga síns og mælti: — Já, og þá allt í einu, skal ég segja yður, þá að langri stund liðinni, skal ég segja yður, tók konan mín í handlegg mér og sagði: — Nú veit ég að öllu er óhætt, vinur minn. Nú veit ég, að það er Axel, sem komst af. Hún horfði á mig tárvotum brennandi augurn, skal ég segja yður og þá kom það yfir mig þetta einkennilega, þetta undursamlega. Einnig ég fann, að við höfðum vcrið bænheyrð. Axel hafði komizt af. Svo örugg vorum við, að við sofnuðum ró- legum svefni. Þegar dyrabjöllunni var hringt hjá okkur um morguninn, viss- um við, að nú var skeytið að koma frá Axel. Mér er í minni með hve fumlaus- um höndum konan mín reif það upp. Þar var heldur ekkert nema það, sem við vissum fyrir. Hvað segið þér um svona lagað? Finnst yður þetta ekki dá- samlegt? — Jú, vissulega. Vissulega er það dá- samlegt, sagði dökkhærði maðurinn dimmum rómi. Hann var orðinn nokk- uð þrútinn í andliti. Handahreyfingar þeirra beggja voru að byrja að verða fálmkenndar og jafnvægislausar. Fólkið í innri stofunni var farið að syngja „Is- land ögrum skorið‘‘. Dökkhærði maður- inn virtist hafa misst áhuga á sögunni og var enn tekinn að fletta sama myndablaði og fyrr. Það var stundar- þögn. — Minni manns er ekki að treysta. Það er skrítið, að ég skuli ómögulega muna, livað hann hét, pilturinn, sem fórst, sagði maðurinn að norðan. — Það skiptir engu máli sögunnar vegna. Eg man, hvað hann hét, sagði hinn. — Það er einmitt það, já. Skál í botn! Þér kannist kannske við atburð- inn? Þekktuð þér piltinn ef til vill? Dökkhærði maðurinn svaraði ekki á- drykkjunni. Hann leit upp frá blaðinu og horfði hvasst á spyrjandann allra snöggvast. Síðan leit hann aftur á blað- ið og sagði rnjög látlaust: — Já, ég þekkti hann dálítið. Hann var sonur minn. — Jæja, er það, já? Var hann sonur yðar? Einkennileg tilviljun, sagði kaup- sýslumaðurinn að norðan. Síðan varð þögn um stund, unz maðurinn að norð- an reis á fætur. — Það er aldrei það syngur, sagði liann um leið og hann gekk inn í innri stofuna. Frá Hojsósi. Vikin sem sést á myndinni er sjálfur Hofsósinn. Þar er mjög gamall verzlun- arstaður. Úti á flóanum sést Drangey og Skagaheiðin bak við eyna. Kaupfélag Austur- Skagfirðinga hefur aðsetur á Hofsósi og hefur pað nýlega kornið upp veglegu verzlunar- húsi. Verður vikið að þvi nánar i Samvinnunni á nœstunni. ---------------------------------------------------------------------------------------------- 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.