Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Síða 9

Samvinnan - 01.07.1957, Síða 9
I atvimiustöðvum gætu farið fratn vélaviðgerðir Nefnd sú, er kosin var á aðalfundi K. Þ. 1955, til þess að gera tillögur og semja álit um vinnuheimili í sveit- um, kom saman til fundar að Hvíta- felli miðvikudaginn 25. apríl 1956. Mættir voru þrír nefndarmenn: Ketill Indriðason, Jón Haraldsson og Páll H. Jónsson og auk þeirra Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri. Eftir miklar umræður og langan fund varð fullt samkomulag um höf- uðefni tillagna og greinargerðar, sem undirrituðum nefndarmanni var falið að ganga frá og leggja fyrir kaupfé- lagsfund. Sú staðreynd blasir við, að á hverju hausti og um hver áramót fer fleira eða færra fólk úr sveitum héraðsins í atvinnuleit til annarra staða. Margt af því kemur aftur með vori eða sumri og dvelur þá heima. Ástæður til þessara fólksflutninga eru í meginatriðum tvær, þótt fleira komi til greina: brýn þörf fyrir fjár- öflun og auknar tekjur og skortur á arðbærum verkefnum heima fyrir. Mjög mun vera misjafnt hvað borið er úr býtum; einhverjir koma heiin að vetri loknum með nokkra fjár- rnuni, aðrir litla sem enga. Fyrir sveitaheimilin hefur þetta hins vegar þær afleiðingar, að þar er yfir vetrarmánuðina mjög fátt fólk, sem hefur mikið og bindandi erfiði við hin stóru og sístækkandi bú, erf- iði, sem að vísu undir venjulegum kringumstæðum tekst að inna af höndum, en sem útilokar alla þátt- töku í félagslífi og skemmtunum, og veldur þreytu og sliti um aldur fram. Enda berast nú fleiri og fleiri fréttir Atvinnustöðvar í sveitum ( Hugmyndin um atvinnustöðvar i sveit- um hefur verið rcedd d fundum hjá Kaup- félagi Þingeyinga og var kosin nefnd á aðalfundi fyrir tveim árum til að gera til- lögur um málið. Það er augljóst að þetta á erindi til allra landsmanna og birtir Samvinnan hér niðurstöður nefndarinnar með góðfúslegu leyfi hlutaðeigandi aðila. — og alls konar verkstæðisvinna af bændahjónum, sem yfirgefa jarðir sínar á miðjum aldri vegna of mikils erfiðis. Þá eru hin fólksfáu heimili oft og einatt ofurseld neyðarástandi, ef slys eða sjúkdóm ber að höndum. Fámenni sveitaheimilanna er þjóð- félagslegt vandamál. Mjög er nú talað um nauðsyn jafnvægis í byggð lands- ins. Einkum virðist þá átt við sjávar- þorp og kauptún, og þær aðgerðir, sem efnt hefur verið til og við þau miðaðar, enda nauðsynlegar jafn- vægisaðgerðir þar. En hvergi er þó þörfin meiri en í hinum dreifðu byggðum. Þar þarf að skapa aðstöðu til þess að þeir, sem þörf hafa fyrir at- vinnu yfir vetrarmánuðina og mögu- leika á að nota sér hana, geti fengið hana heima í sinni sveit og það á þann liátt að þurfa ekki að slitna úr tengsl- um við heimili sín, geta unnið þar, jafnvel hluta úr deginum eða heila daga og verið til taks, ef brýna nauð- syn ber að höndum til hjálpar og að- stoðar. Jafnvel þó svo færi, að sú at- vinna gæfi ekki eins miklar tekjur og hægt er að fá á fjarlægum stöðum ef vel gengur, gæti hún leyst úr brýnni þörf. Og meiru orkar til tekjudrýg- inda, mismunur þess sem aflast og þess sem á sama tíma eyðist, heldur en liitt hve mikið er í aðra hönd þá og þá stundina. Til þess að gera slíkar fleiri eða færri tómstundir arðbærar fyrir sveita- fólkið, er aðeins um eina leið að ræða. Hún er sú, að komið verði upp iðnaði í hinum dreifðu byggðum, þar sem aðstaða er til. Sú aðstaða skapast af rafmagni eða heitu vatni — hvað þá hvorutveggja — og þéttbýli. — trésmiði yrði þar sjdlfsagður hlutur. SAMVINNflN 9

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.