Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 10
Þegar um atvinnustöBvar i sveitum er að ræða, tná kvenþjóðin ekki gleymast og lausnin yrði lielzt þrjóna- cða saumastofur. Kaupfélag Þingeyinga var á sínum tíma stofnað af íbúum þessa héraðs til sjálfsbjargar. Til þess má, beint og óbeint, rekja verulegan hluta allra verklegra og andlegra hreyfinga, sem til bóta hafa horft í héraðinu í næst- um þrjá aldarfjórðunga. Enn getur það orðið hlutverk þess, að standa að framkvæmd sjálfsbjargar í nýjum vandamálum héraðsbúa. Það er gleði- legt til þess að vita, að jrrátt fyrir fólksfækkun í sveitunum, skuli fram- leiðslan hafa stóraukizt. Þar kemur til hinn nrikli og góði vélakostur, ræktun og byggingar. En gleðin fer af, ef til þess þarf að koma, að sveita- fólkið verði ánauðugt hinni nýju tækni og miklu og góðu framleiðslu og megi aldrei um frjálst höfuð strjúka fyrir þeim hörðu húsbændum. Nefndin leggur til: 1. Að komið verði upp atvinnu- stöðvum í sveitum og hafi Kaupfélag Þingeyinga forgöngu um málið á sínu félagssvæði, eigi stöðvarnar og stjórni þeim. Á atvinnustöð vcrði aðstaða til iðn- aðar í einhverjum myndum og skal bent á eftirfarandi sem möguleika, annaðhvort eitt, fleira, eða allt á sama stað: Trésmíðar. Steinsteypu, pípugerð o. þ. h. Verkstæði til vélaviðgerða. Saumastofa. Prjóna- og vefnaðarstofa. Vélspuni. Föndur, bókband. 2. Elugsanlegar staðsetningar fyrir slíkar atvinnustöðvar á félagssvæði K. Þ. telur nefndin: Við Laxárvirkj- un, Mið-Reykjadal, Mið-Kinn, ný- býlahverfi, Mývatnssveit og í öðrum sveitum eftir því sem byggð þéttist, rafmagn verður til staðar og önnur aðstaða. 3. Til þess að koma atvinnustöð upp njóti K. Þ. framlags frá hlutað- eigandi sveitarfélagi, frá sýslusjóði og ríkissjóði. Ætlazt verði til mjög ríf- legs fjárframlags ríkissjóðs. 4. Forstöðumaður sé ráðinn. Hann sé fastur starfsmaður, sem vinni á verkstæðunum og hafi þar verkstjórn og bókhald. Forstöðukona standi fyrir verkstæði kvenna. 5. Þeir, sem vilja og geta notað sér atvinnu þá, sem atvinnustöðvar gefa kost á, leggja þar inn vinnu sína og fá liana greidda því verði, sem fram- leiðsla stofnunarinnar leyfir, eða vinna þar fyrir eigin reikning. 6. Kaupfélagið annast innkaup á efni osr sölu á framleiðslu atvinnu- o stöðvanna. Ýmsum mun þykja óeðlilegt að K. Þ. eigi og starfræki slíkar stöðvar, þar sem þó um leið er ætlazt til, að aðrir Margvisleg útivinna gceti átt sér stað á atvinnu- stöðvum, t. d. röra- eða steinsteyþa og bygg- ingavinna. aðilar leggi til mikinn hluta stofn- kostnaðar. Því er til að svara, að ekki er vitað um neitt félag eða fyrirtæki í héraðinu, annað en K. Þ., sem lík- legt væri til þess að hafa um þetta for- göngu og stjórna því og reka á rétt- látan og heilbrigðan hátt. Sjálfsagt er, að byrjað verði í smá- um stíl og reynslan látin vísa veg til stærri framkvæmda. Eins og áður segir, er ætlazt til að ríkissjóður leggi mjög mikið af mörk- um til stofnkostnaðar. Er það í fullu samræmi við þá stefnu, sem nú er uppi, að reynt sé að halda við jafn- vægi í byggð landsins. Má benda á, að slíkt framlag er algjörlega hlið- stætt hugmyndinni um atvinnubóta- fé ríkisins til ýrnissa bæjarfélaga. Er með öllu ástæðulaust, að sveitirnar njóti ekki þar sömu aðstöðu og þétt- býlið. Slíkum atvinnustöðvum verður að vera á þann veg upp komið — bygg- ingum og vélum — að rekstur stöðv- anna þurfi ekki að standa á neinn hátt undir stofnkostnaði. En merkasta nýmæli þessara til- lagna er hins vegar það, að þeir sem atvinnu stunda á slíkum atvinnu- stöðvum leggi þar inn vinnu sína og fái hana greidda því verði, er hún gefur af sér. Það er í hinu fyllsta samræmi við stefnu samvinnunnar og sú ástæða ein ærin til þess að kaup- félaginu sé ætlað að hafa um þetta forystu og stjórn. Um þetta efni er á það treyst, að þeir sem leggja til vinnuaflið skilji þýðingn málsins fyrir byggðarlag sitt og heimili og vilji taka á sig þá áhættu, sem jafnan fylgir réttlæti og sanngirni í viðskipt- um. Nefndinni er ljóst, að mál þetta þarf enn mikinn undirbúning. En hún vonar að framangreindar tillögur og greinargerð geti skapað grundvöll að rannsókn og umræðum, sem skýri það og leiði síðan til framkvæmda. Vísar nefndin hér með tillögum sínum og greinargerð til aðalfundar Kaupfélags Þingeyinga 1956, til um- ræðu og afgreiðslu. Hvítafelli, 1. maí 1956. Þér liafið vist ekki séð piþuhatt fjúka hér framhjá? 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.