Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Side 11

Samvinnan - 01.07.1957, Side 11
STOFUBLOM Kafli úr nýrri bók Ingólfs Davíðssonar Almenn rœktunaratriði. Birtan er öllum gróðri nauðsynleg. Aðeins þegar bjart er getur gróðurinn aflað sér næringar úr loftinu. Sumarið er stutt hér á landi, en um hásumarið er bjart dag og nótt, og bætir það mikið úr skák. Birtan er mun minni inni en úti. Bezt er hún auðvitað í gluggunum. Frá ágústlokum og fram í apríl veitir innijurtunum ekki af að njóta allrar þeirrar birtu, sem kostur er á. Jurtir, sem blómgast, þarfnast að jafnaði mestrar birtu, einkum meðan blóma- brum eru að myndast. Sumar blaðjurt- ir, t. d. burknar, bergflétta, ákúba, kóngavín o. fl., þola betur litla birtu og geta þrifizt langt inni í stofu eða í austur- og vesturgluggum eða jafnvel norðurgluggum. Hitinn er einnig mjög mikilsvert atriði og þarj að vera í sam- rœmi við birtuna. Birtan er af skornum skammti á veturna, og þá má heldur ekki vera mjög heitt á gróðrinum, ef vel á að fara. Langflest stofublóm þríf- ast bezt við 10—15° hita á nóttum og 5° meirí hita á daginn. Flest þola, að næturhitinn lækki stundum niður í 7°. Flestum tegundum er eðlilegast að sval- ara sé á nóttunni en á daginn. Oft er miklu kaldara í gluggunum, einkum út við rúðurnar, heldur en inni í stofunni, þegar frost er úti. Getur verið nauðsyn- legt að færa jurtirnar úr glugganum, t. d. þegar mjög kalt er á nóttum. Hægt er líka að leggja dagblöð milli jurtanna og rúðanna á kvöldin. Dragsúgur kem- ur jurtunum illa. Gluggar geta verið óþéttir, og varúðar þarf að gæta þegar þeir eru opnaðir í köldu veðri. Stofu- blómin eru flest suðræn og viðkvæmari fyrir súg og kulda heldur en íslenzkur gróður. Ef blómin standa nálægt mið- stöðvarofni, þarf að hlífa þeim með skerm eða öðru fyrir of mikilli útgeislun hitans. A sumrin er gott að setja blómin út í úðarígningu, ef hlýtt er í veðri. Þau hreinsast og verða bragðlegri fyrir vikið. Jarðvegsrakinn og loftsrakinn. Jurtirnar þarfnast mismikils raka. En Það er kunnara en svo að frá þurfi að segja, hversu falleg stofublóm geta gerbreytt hibýlum manna. Þau auka hlý- leikann og gæða vistar- verurnar lífi og litum. Mjög er það eftirtakan- legt, hvað blóm fara vel með nútima húsgögn- um og húsbúnaði. Bók Ingólfs Daviðs- sonar verður kcerkomin öllum þeim, sem vilja fegra hibýli sin með blómum. Myndin er af Alþa- fjólu. Zebrakaktus. ef moldin þornar um of, verða jurtirnar máttvana og hanga niður, einkum í toppinn. Síðan taka blöðin að falla, og jurtin getur dáið úr þrosta. ITættan er auðvitað meiri í þurru lofti en röku. í upphituðum stofum er í raun og veru þurrt eyðimerkurloftslag, sem fjölmörg blóm þola illa. En sömu tegundir geta þrifizt ágætlega í hinu raka og hlýja lofti gróðurhúsanna og gróðurskálanna. Bæði pottajurtir og afskorin blóm auka ögn raka loftsins. Hægt er að auka loft- rakann dálítið með því að láta gljúp leirílát með vatni í standa á miðstöðvar- ofni. Á stöku stað er hafður zinkkassi í gluggakistunni. Á botninn eru látnir smásteinar eða möl, og jurtapottarnir settir þar á. Steinunum eða mölinni er haldið rakri, til þess að stöðugt gufi upp vatn og loftið verði rakt. Vökvunin er mjög mikilvægt atriði. Vökvunarvatnið ætti ekki að vera ís- kalt, heldur aðeins ylvolgt. Heitt á það ekki að vera. Regnvatn er auðvitað ágætt. Ekki er hægt að gcfa neinar ákveðnar reglur um það, hve oft eða mikið skal vökva. Það er mjög háð ýms- um skilyrðum, og verða menn þar að læra af reynslunni. En vökva skal vand- lega í hvert skipti, svo að öruggt sé, að öll moldin blotni. Ef vatnið hripar strax niður úr pottinum viðstöðulaust, er það vottur þess, að moldin hefur verið gegn- þurr. Má þá láta pottinn standa dálitla stund í vatni, svo að moldin geti drukk- ið í sig raka. Minna þarf jafnan að vökva á vetuma en á sumrin. Jurtir í sólar- glugga þurfa auðvitað meira vatn en þær, sem standa í skugga eða við norð- urglugga. Eins þarf meiri vökvun í sól- skini en í dumbungsveðri. I sólskini þarf jafnvel að vökva blaðmiklar jurtir tvisvar á dag. I sterku sólskini getur verið til bóta að skyggja á pottana sjálfa, SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.