Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Side 12

Samvinnan - 01.07.1957, Side 12
Begónia, haageana. svo að moldin í þeim og ræturnar þorni og hitni ekki um of. Ekki skal láta vatn standa í undirskálum til lengdar (nema hjá einstaka jurt, t. d. Calla). Gott er að hafa 2—5 1 vatnskönnu til að vökva blómin með ofan í pottana. A hverjum morgni þarf að líta eftir því, hvort þörf sé að vökva. Hægt er að slá létt á pott- ana með hnúunum til athugunar. Ef tómahljóð heyrist í þeim, er þörf á að vökva. Jurtunum kemur vel að já vatns- úða öðru livoru á hlöðin. Gott er að setja þær út í hlýja úðarigningu. Hægt er að úða yfir þær með blautum klút, t. d. í baðkerinu eða annars staðar, þar sem vatn má ýrast niður. En þægilegast- ar eru litlar blómadœlur (vatnsbyssur). Kemur vatnið þá eins og regnúði á jurt- irnar. Mest er þörf á úða í heitu veðri. Jafnan skal nota ylvolgt vatn, eins og við vökvunina. Hægt er að þvo blöð sléttblaða jurta stöku sinnum varlega með mjúkum klút eða svampi. Mold og áburður. Hentugur jarðvegur er mikil nauðsyn fyrir þrif gróðursins. En ekki hæfir öll- um gróðri hið sama, t. d. hvað sýrustig jarðvegsins snertir. Mýrajörð, mó- mylsna og lyngmold eru súrar jarðvegs- tegundir. Gömul gróðurhúsamold er líka oft súr, en engan veginn ætíð. Skelja- sandur er aftur á móti kalkauðugur. Flest stofublóm þrífast í vermireitamold eða góðri garðmold. Oft er til bóta að blanda dálitlu af sandi saman við gróð- urmoldina. En sumum tegundum kemur bezt að blandað sé saman við öðrum jarðvegstegundum, einkum laufmold, safnhaugamold, grasrótarmold, mómold og lyngmold. Er þessa getið við hverja jurtategund. Þar sem tré eða runnar vaxa er hægt að safna fallna laufinu á haustin saman í hrúgu, láta það rotna og verða að lauf- mold. Hún er ekki kraftmikil, en samt ágæt saman við aðra mold handa ýms- um jurtum. Safnhaugamold er ekki ósvipuð laufmoldinni. Ulgresi, grasrót- artægjum, matarleifum o. fl. rotnanleg- um úrgangi er safnað saman í haug á afviknum stað og látið rotna í 1—2 ár. Gott er að blanda dálítið af kalki sam- an við til að flýta rotnuninni. Þarf að umstinga hauginn einu sinni eða tvisvar á sumrin. Safnhaugamoldin er frjósöm, gerlaauðug og einkar hentug gróðrinum. Grasrótarmold er sumum jurtum sérlega hentug saman við aðra mold. Hana má fá með því að safna þökum eða gras- hnausum saman í haug og láta rotna eitt eða tvö ár. Mómold, gömul og mulin (mómylsna), er góð saman við aðrar jarðvegstegund- ir, t. d. handa kaktusum o. fl. safajurt- um. Lyngmold er notuð handa sumum pottajurtum, blönduð annarri mold. Lyngmold fæst á sama hátt og grasrót- armold. Þökur eru skornar á lyngi vöxnu landi, safnað saman í liaug og látnar rotna í eitt eða tvö ár. Lyngþökurnar eru fremur lausar í sér, og má ná nokk- urri, sæmilegri Iyngmold með því að hrista þær. Sandur og möl gera moldina hlýja og gljúpa. Sandurmn (og mölin) heldur illa í sér áburðarefnum og vatni, en er laus í sér og bætir eðlisásigkomu- lag jarðvegsins. Sandi er iðulega blandað saman við pottamold. Notaður er holtasandur og stundum skeljasandur. Foksandur er of smáger og sjávarsandur saltur. Er selt- an mjög lengi að rigna úr honum. Gróð- urmold (vermireitamoldin, garðmold, túnmold) er frjósöm og góð handa flest- um gróðri. Sandur bætir hana, svo að hún verður síður loftlítil, köld og súr. Græðlingar eru t. d. venjulega gróður- settir í mjög sendna mold. Aburður. Rætur pottajurta hafa venjulega fremur litla mold úr að moða. Ríður á, að hæfilegt sé af nauðsvnlegum næringarefnum í hinum litla moldar- kekki, sem þær hafa til umráða. Sé mold- in ekki frjósöm, þarf venjulega að blanda áburði saman við hana, áður en hún er sett í pottana. Gæta verður þess, að áburðurinn sé ekki of megn, því að þá getur hann skemmt ræturnar. Gömul kúamykja er góður áburður, mulin og vandlega hrærð saman við moldina. Hálfbrunnið hrossatað sömuleiðis, og gamalt, mulið sauðatað. Nýr búfjár- áburður er varasamur vegna þess, hve sterkur hann er. Áburðarlögur er gefinn mörgum jurtum öðru hverju um vaxt- artímann. Er mykjuvatn gott til þeirra (Frh. á bls. 25) Bók Ingólfs Daviðs- sonar, Stofublóm, er 236 blaSsiður og ríkulega myndskreytt. Þar er talinn upp fjöldi blómategunda og meS hverju blómi er nákvcem frásögn um birtu, vökvun. mold, áburð og ann- aS sem jurtina varð- ar. Blómið á mynd- inni heitir SólbriíS- ur. 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.