Samvinnan - 01.07.1957, Qupperneq 13
Guðmundur á Hvitárbakka. Myndin er tekin
nú i vort
Skáld bar fram þá ósk, að íslend-
ingar mættu liafa „menn að missa,
meiri og betri en aðrar þjóðir." Sum-
um finnst ef til vill kenna yfirlætis í
óskinni, kannski þess að litið sé niður
á aðrar þjóðir, aðra menn. Svo þarf
ekki að vera og mun ekki vera. Skáld-
ið biður þess, að landar sínir þrozki
með sér þá eiginleika og hæfileika,
sem geri þá meiri og betri en aðra
menn. — Slíka menn er að sjálfsögðu
sárt að missa, en hitt gleðiefni meira
að hafa átt þá. — Ósk skáldsins hefur
rætzt í þessu byggðarlagi. — Það hef-
ur misst mann, sem engum blandast
hugur um, að var meiri og betri en
flestir menn aðrir, Guðmundur Jóns-
son hreppstjóri á Hvítárbakka.
❖
Svo sem venja er til skal þessum
kveðjuorðum valinn texti. Líf manns-
ins, sem við minnumst í dag, ein-
kenndist af hlýðni við boð Krists:
„Það sem þér hafið gert einum þess-
ara minna minnstu bræðra, það hafið
þér gert mér.“ Sá þekkti ekki Guð-
mund á Hvítárbakka, sem vissi ekki,
að samúðin var ríkust allra tilfinn-
inga og undirstaða alls annars í lífi
hans. Það var ekki fátítt, að vanda-
mál og erfiðleikar vandalausra héldu
vöku fyrir honum, viðfangsefni, sem
honum bar engin skylda til að sinna
að manna dómi. En hann, sem var
störfum hlaðinn umfram flesta, gat
ekki gleymt bróður í raunum, ekki
Að eiga menn að missa
meiri og betri en aðrar þjóðir
Kveðjuorð sr. Guðmundar Sveinssonar
til Guðmundar Jónssonar á Hvítárbakka
notið hvíldar fyrir neyð, sem ekki
hafði verið bætt úr. — Þetta var meg-
inástæðan til þess, hve fús hann var
að starfa fyrir aðra. „Það sem þér haf-
ið gert einum þessara minna minnstu
bræðra, það hafið þér gert mér.“ —
Störf Guðmundar á Hvítárbakka
voru unnin til að lilýðnast því bezta
í sálu hans sjálfs, samúðinni. — Hann
bað þess ungur maður, að sér mætti
auðnast í lífinu að þrozka með sér
þrjá eiginleika, svo að hann yrði vit-
ur, sterkur og kærleiksríkur. Ég hygg
það allra mál, að Guðmundur hafi
hlotið bænheyrslu.
*
Guðmundur Jónsson er fæddur að
Reykjum í Lundarreykjadal 23. apríl
1890. Sjö ára flytzt hann til Reykja-
víkur og elzt upp á Laugalandi í ná-
grenni bæjarins. Hann fer sextán ára
gamall til náms að Hvítárbakka og
er þar tvo vetur. Að námi loknu held-
ur liann utan og dvelur í Danmörku
og Svíþjóð við nám og störf í þrjú ár.
En sumarið 1911 hverfur hann heim
aftur. Gerist hann þá starfsmaður hjá
Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og
vinnur hjá Búnaðarsambandinu og
við vegagerð — einkum í Reykholts-
dal — fram til ársins 1915, að hann
kaupir jörðina Ytri-Skeljabrekku í
Andakílshreppi og byrjar búskap þar.
— 12. júní 1921 gengur hann að eiga
Ragnheiði Magnúsdóttur frá Gils-
bakka. Þau hjónin eignuðust tvo syni,
Magnús, verzlunarmann í Reykja-
vík og Jón, sem síðustu árin hefur
búið ásamt föður sínum á Hvítár-
bakka.
Árið 1926 fluttust þau hjónin, Guð-
mundur og Ragnheiður, frá Ytri-
Skeljabrekku og settust að á Hvítár-
bakka. Það var þá lítil jörð, en skóla-
setur. Guðmundur keypti jörðina,
jiegar skóli var fluttur að Reykholti,
og bjó þar síðan. — Hin litla jörð varð
í höndum Guðmundar og konu hans
að stórbýli, einu af höfuðbólum Borg-
arfjarðarhéraðs og hann liéraðshöfð-
ingi. — Ræktunarframkvanndir Guð-
mundar á Hvítárbakka eru einar ær-
ið ævistarf og óvenjulegt, en þó er það
svo, að þær hverfa gersamlega í
skugga annara starfa hans og mun fá-
um þær fyrst í hug koma, þegar Guð-
mundar er minnzt. — Frá önn hvarf
hann samtíðarmönnnm sínum, varð
bráðkvaddur, er hann sat fund í Bún-
aðarsambandi Borgarfjarðar síðastlið-
inn laugardag. Það var síðust ræða
hans í lifanda lífi að hvetja til átaka
í sambandi við framhaldsmenntun
búfræðinga. Og það var síðust kveðja
hans að gera veg þessa byggðarlags
sem mestan í því máli. Menntun bú-
fræðinga var honum hugleikin, —
enda hafði hann verið prófdómari við
Bændaskólann á Hvanneyri í 40 ár.
Þegar hugsað er til Guðnrundar,
kemur foringinn fyrst í hug. Þar
finnum við, sem fjar honum stönd-
um, stærst skarð fyrir skildi nú. Okk-
ur er sú hugsun framandi, að hér í
byggðarlaginu verði stórmálum
hrundið í framkvæmd án þess að full-
tingis hans njóti við. Og okkur
finnst dimma fyrir augum við til-
hugsunina um það, að liinn mikli
bjartsýnismaður er horfinn úr hópi
okkar, liann sem alltaf sá ráð og
leiðir og lét aldrei hugfallast. — Það
yrði löng upptalning, ef geta ætti allra
þeirra félaga og málefna, sem Guð-
mundur á Hvítárbakka hefur starfað
fyrir og unnið að. — Sú venja skap-
aðist fljótlega að fela honum þau
störf í þágu hrepps og byggðarlags,
SAMVINNAN 13