Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Side 14

Samvinnan - 01.07.1957, Side 14
er mestur trúnaður og traust var við bundið. — Allir fundu, að hinum vandasömustu málum var vel borgið í höndum hans. Allir vissu, að hann tók ekkert starf að sér án þess að sinna því með áhuga og alúð. Það leyndi sér ekki, að lionum þótti vænt um allt, sem liann starfaði fyrir. „Hvers virði er lífið sé því ekki fórn- að,“ hefur verið spurt. Vafalaust voru töfrar persónuleika Guðmundar í því fólgnir öðru fremur, að hann hikaði aldrei við að fórna lífi og kröftum. Fyrir þá sök varð hann liinn sjálf- kjörni foringi. Hreppstjóri Andakíls- hrepps var hann í 40 ár. Mun ekki of- mælt, að enginn einn maður hafi unnið meir að framfaramálum hreppsins. — En sjóndeildarhringur Guðmundar var alltaf stór. Hann gat sjálfsagt haldið fast á málum síns hrepps og ekki látið á hann ganga, en hann sá alltaf lengra og hafði stærri heildir í huga. Því uxu mál í höndum hans, hreppsmál urðu héraðsmál. Sem dæmi má nefna raforkumál byggðar- lagsins. Hann var með fyrstu hvata- mönnum að virkjun Andakílsár og lét þegar um 1920 hefja undirbúning og gera áætlanir. Var síðan í stjórn Andakílsárvirkjunar, þegar málið var komið í höfn. — Því var það, að þegar hann féll frá var hann orðinn formað- ur tveggja stærstu félagasamtaka Borg- ar fj ar ðarhéraðs: B únaðarsambands Borgarfjarðar og Kaupfélags Borgfirð- inga, en hann hafði um ái'atugi átt sæti í stjórnum samtakanna og átt hlut í að móta þau og skipuleggja. Þegar hins er svo gætt, að hér er um að ræða félagasamtök, sem komið hafa meir við sögu framkvæmda og framfara í byggðarlaginu en nokkur önnur, verður augljósari sá trúnaður, sem þeim er sýndur, sem þar er til for- mennsku kjörinn. — Tveimur öðrum heildarsamtökum Borgfirðinga fórn- aði hann einnig kröftum: Skógræktar- félaginu og Mjólkursamlaginu. — „Gerðir manna auglýsa bezt hugsan- ir þeirra,“ er sagt, og störf Guðmund- ar í félagsmálum bera vitni björtum hug og hreinum. Hafi nokkur maður unnað þessu héraði, þá var það Guð- mundur á Hvítárbakka — og hafi nokkur maður unnið þessu héraði, þá var það Guðmundur á Hvítárbakka. — Hann lét einhvern tíma þau orð falla í ræðu á fundi í skógræktarfé- lagi, að öll skyldum við vinna að því að klæða landið skógi — og, bætti hann við, „hjálpa Guði til að gera landið enn fegurra en það er.“ „Að hjálpa Guði til að gera landið enn fegurra en það er,“ það var kjarninn í baráttu lians fyrir málefnum byggð- arlagsins. * En Guðmundur á Hvítárbakka vann einnig að félagsmálum á víðara vettvangi en innan liéraðs síns. Hann var fulltrúi Borgfirðinga á Búnaðar- þingi, á fundum Mjólkursamsölunn- ar og á aðalfundum Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, auk þess sem hann var einn af stofnendum Stéttar- sambands bænda. — í öllu félagsmála- starfi sínu vakti hann athygli á sér fyrir óvenju heilsteypta skapgerð og festu samfara drenglyndi og sam- vinnulipurð. — Guðmundur var sjaldan í vafa um, hverja afstöðu hann skyldi taka í málum. Það var því líkast sem hann ætti sér leiðar- stein, segja þeir, sem þekktu hann bezt. Hann var fljótur að gera sér grein fyrir aðalatriðum mála og hik- aði aldrei við að halda því fram, sem hann taldi rétt, hvernig sem öðrum féll sú afstaða. „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ Hann kaus aldrei að vera bundinn af öðru en því, sem hann vissi sannast og réttast. Af miklu og margþættu félagsstarfi Guðmundar leiddi að sjálfsögðu, að liann hafði samskipti við fleiri menn en flestir samferðamenn hans, heima í héraði að minnsta kosti. Ekki mun öllum renna í grun, hvílíkur vandi er falinn í slíkum samskiptum og hversu fáir sleppa úr eldraun mikilla félags- anna ósárir og færri með lof að laun- um. — Um Guðmund voru hinsvegar dómar manna á einn veg: „Hversu miklu væri heimurinn ekki betri, ef allir væru líkir honum,“ sagði einn samferðamannanna. „Ég hef aldrei getað trúað því, að mennirnir væru vondir vegna þess, að ég hef kynnzt Guðmundi á Hvítárbakka." * Margir kynntust Guðmundi aðeins í félagsstarfi. Sá hópur Borgfirðinga og annara er þó ósmár, er kynntist heimilinu á Hvítárbakka og ltúsbónd- anutn í því umhverfi, sem hann unni mest. — Allir þeir vissu, að Guð- mundur var óvenjulega hamingju- samur maður í einkalífi sínu. Þeir vissu líka, að hamingja heimilisins var vaki hins mikla starfs. Ástríkara hjónaband en hans og frú Ragnheið- ar Magnúsdóttur var ekki til. Ástrík- is nutu allir, senr dvöldu þar lengur eða skemur. — Það er vafalaust rétt, sem frú Ragnheiður segir, að Guð- mundur hafi búið yfir sérstökum hæfileika til að gera hamingjusama þá, sem með honum voru. Unr hitt eru allir á einu máli, að óvenjulega glæsilega lrafi verið skipað sæti kon- unnar og móðurinnar á Hvítárbakka. „Mennirnir verða það sem þeir elska.“ Sú setning er höfð eftir er- lendu skáldi. Mennirnir bera ást sinni og hamingju vitni í störfum og afrekum. „Því meira sem við unnum, því betri erum við, og því auðveld- ara mun okkur reynast að afla vina, sem er æðst allra skyldna,“ segir fornt spakmæli. — Ég hygg, að þau orð hafi sannazt á heimilinu að Hvítárbakka. Hí Við reiknum ævi manna í árum, réttara væri að sjálfsögðu að miða við verk og dáðir. Eftir okkar reikningi var Guðmundur á Hvítárbakka ekki langlífur maður. Um hitt efast eng- inn, að verka hans og dáða mun lengi minnzt. Og verkin minna á mann- inn, óvenjulega vel gerðan og fjöl- hæfan. Heimspekingurinn Kant segir mannshugann búa yfir þrem skyn- heimum. — Hinn fyrsti er vit og skiln- ingur, annar tilfinningar og vilji, — þriðji fegurðarskyn og trú. Guðmundur á Hvítárbakka hafði fastmótaðar lífsskoðanir. Honum þótti einsýnt, að tilveran hlyti að hafa ákveðinn tilgang. Hann gat ekki hugsað sér handahóf, heldur mark- mið, sem að skyldi stefnt. Takmark mannlífs hlaut að vera að bæta sig og fullkomna, koma betri úr hverri raun, en beztur við leiðarlok. „Hið eina tákn yfirburða var að hans dómi gæzkan." En Guðmundur á Hvítárbakka var ekki síður tilfinningamaður og -vilja en ályktana og skilnings. Þær lífsskoð- anir taldi hann lítils virði, sem ekki (Framh. d bls. 25) 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.