Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Síða 15

Samvinnan - 01.07.1957, Síða 15
Samvinnutryggingar endurgreiða 2.675.000 kr. Jón Ólafsson framhvœrndastjóri Samvinnutryggingar munu á þessu ári endurgreiða hinum tryggðu 2.675.000 krónur, sem er tekjuafgang- ur ársins 1956. Að því er Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, skýrði aðalfundi þess frá í Bifröst, var tí- unda starfsár félagsins í fyrra hið langstærsta og námu iðgjaldatekjur yfir 43 milljónum króna, sem er 37,2% aukning frá árinu 1955. Með þessari úthlutun tekjuafgangs, sem skipt verður milli beinnar endur- greiðslu og stofnsjóðs, hafa Sam- vinnutryggingar samtals endurgreitt félagsfólki sínu 12,3 milljónir króna, síðan byrjað var að endurgreiða tekju afgang árið 1949. Að þessu sinni mun ekki verða unnt að endurgreiða neitt fyrir bifreiðatryggingar, þar sem tap varð á rekstri þeirra, þrátt fyrir ið- gjaldahækkun á árinu. í skýrslu sinni til aðalfundarins benti Jón Ólafsson á mikla hækkun tjónagreiðslna, sem orðið hefði hjá Samvinnutryggingum. Nam tjón nú á árinu 33,6 milljónum króna, sem er 18 milljónum hærra en næsta ár á und- an. Var aukning tjóns tiltölulega mest í brunadeild, en mikil í öllum deild- um, ekki sízt bifreiðadeld. Benti Jón á, að þessi mikla hækkun gæfi tilefni til stóraukinnar varúðar til að forðast slys og eldsvoða. Þó ætti verðbólga þátt í því, hve dýrt væri að bæta tjón- in og hækkaði þannig verulega tjón- upphæðina. Jón benti á, að það væri skammgóður vermir, þótt endurtrygg- ingafélög bættu mikil tjón. Ef tjón haldast mikil eða vaxa frekar, hljóta endurtryggjendur að krefjast aukinna iðgjalda, þannig að fyrr eða síðar verða hinir tryggðu að greiða hærri iðgjöld, ef tryggingum þeirra fylgir aukin áhætta. Samvinnutryggingar hafa nú bruna tryggingar á skyldutryggðum fast- eignum í 85 hreppum á landinu. Virð- ist félaginu sem tryggingaupphæð eigna sé yfirleitt of lág miðað við verðgildi peninga og reynist ófull- nægjandi ef á reynir. Fundarstjóri á aðalfundi Samvinnu trygginga var Þórarinn Eldjárn frá Tjörn, en fundarritarar þeir Steinþór Guðmundsson, Reykjavík og Óskar Jónsson frá Vík. í framkvæmdastjórn félagsins eru auk Jóns Ólafssonar þeir Jón Rafn Guðmundsson og Björn Vilmundarson. Skýrslu stjórnarinnar flutti Erlend- ur Einarsson, formaður hennar, en auk hans eiga sæti í stjórn trygging- anna Jakob Frímannsson, ísleifur Högnason, Karvel Ögmundsson og Kjartan Ólafsson. AÐALFUNDUR ANDVÖKU. Aðalfundur líftryggingafélagsins Andvöku var einnig haldinn í Bifröst í júní. Framkvæmdastjóri þess félags er einnig Jón Ólafsson og stjórn hin sama og hjá Samvinnutryggingum. Gefin voru út 592 líftryggingaskír- teini á árinu að upphæð 13 milljónir króna. Eru þá hjá félaginu 8.227 líf- tryggingaskírteini og tryggingarstofn inn 85,5 milljónir króna. Rekstursafkoma félagsins varð mjög góð. Dánarbætur voru tiltölulega mjög lágar. Tryggingarsjóður var aukinn mjög mikið og stendur hann í mjög hagstæðu hlutfalli við skuldbindingar félagsins. Bankastjóri i New-York hefur IdtiÖ byggja hlööu og fjós d búgaröi sinum eftir þessari teikningu. Þar er um aÖ rœöa nýjung, sem ekki er vitaÖ til aÖ hafi veriö reynd annars staöar. Byggingin er meÖ braggalagi og hlaöan er byggÖ utan um fjósiÖ. Lausagöngufjós er þetta aÖ sjdlfsögöu og kýrnar auk þess d sjdlfeldi. Eins og teikningin sýnir er heyinu bldsiÖ meÖ venjulegum heyblds- ara inn um op d þaki hlööunnar, ÞaÖ var tekiÖ fram, að hlaöan rúmaöi heyfeng handa öllum kúm fjóssins. HeyiÖ sigur svo niöur meÖ hlið- unum, en þar eru op inn í fjósið og kýrnar ganga þar að og fd sér tuggu eftir þörfum. Þetta er i amerisku blaöi kallað bylting i land- búnaðinum, en hœtt er viÖ aö mörgum islenzk- um bónda þœtti margt strdiÖ fara fyrir litið. Auk þess eru engar likur til aö islenzka taöan sigi þannig niöur jafnóðum, enda er þetta meira birt hér til gamans, heldur en til fyrirmyndar — þótt það væri aÖ sjdlfsögðu mjög ánœgju- legt, ef þetta væri hægt. Sjálfeldishlaða og lausagöngufjós Amerísk nýjung í landbúnaði • --/ i / \ / , \ V SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.