Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 16
Þingeyskur Miinchhausen Þættir af Jóni ména Eftir Jón Sigurðsson, Yztafelli Jón méni og hundurinn Kári. I. Ég lieí' fengið þakkir mætra manna fyrir það að ég minntist „Bagga- Sigga“ sem heimildarmanns að þætti nokkrnm, er Samvinnan birti. Bjarni Thorarensen telur að ekki sé að undra þó upp vaxi „kvistir kynleg- ir“ úr jarðvegi íslenzkra þjóðarkjara á liðnum öldum. Bagga-Siggi var einn þessara kræklóttu og kynlegu kvista, er runnu upp af góðum ættarrótum í hretviðrum harðbýllra lífskjara. Þjóðeðli okkar er fjarlægt allri múgsefjun, þar sem hver eltir annan í blindni. íslendingar hafa aldrei verið hjarðsæknir né lestrækir. Lengstan tíma þjóðaræfinnar liefur hver fjölskylda einangrast í strjálbýli, hver og einn mótast af sinu sérstæða umhverfi, oftast við þá harðneskju, sem knýr hvern að bjarga sér eins og bezt gengur, og Itezt hentar við hans aðstæður, eigi aðeins að fleyta fram lífinu, heldur einnig að bjarga við sínum sálrænu sérkennum, hvötum og liæfni. Hin örðuga lílsbarátta og hin margbreyttu og misjöfnu ævikjör knúðu fram hina kynlegu kvisti, hina sérkennilegu karla og kerlingar, sem við hinir rosknu munum svo marga og margar. En þessi sérkennilegi þjóðlífs gróður er að hverfa. Þjóðin mótast meir í sama mótinu. Kjörin jafnast, einangrun minnkar, og skól- arnir og almenn menntun slípar agn- úa og sérkenni. Ég held það væri þess vert að rit- aðar væru sögur sérkennilegra manna, víðsvegar af landinu. Myndir þeirra væru mótaðar, svo sem með orðum má, meðan þeir eru enn þá við líði, sem þá muna. Hér fer á eftir þáttur um einn slík- an. Fyrir nærfellt 40 árum var ég við barnakennslu í Bárðardal, einn vetur. Þar var þá hent allmikið gaman að rosknum manni er þar hafði lengi verið í vinnumennsku til og frá. Mér voru sagðar eftir honum sögur sem fyllilega jafnast við sögur Munch- liausens greifa. Enginn var hann þó greifi, heldur olbogabarn mannfélags- ins frá fæðingu. Nokkrar af sögum hans ritaði ég þá upp, og geymast blaðasneplarnir. Fyrir nokkru fékk ég bréf frá gömlum Bárðdælingi, Tóm- asi Sigurtryggvasyni, bónda að Björk í Grímsnesi sem nú er látinn, þar er ágæt lýsing af manni þessum. Ræðst ég nú í að smíða þáttinn og er efni- viðurinn frá okkur Tómasi að jöfnu. II. Hann hét Jón Jónsson. Kenninöfn átti hann tvö. Ýmist nefndur „Jón Méni“ eða Jonni „mjói“, og greindu þau hann frá hans mörgu nöfnum. Jón Méni var fæddur að Björgum í Kinn, 6. júní 1851. „Skauzt hann inn í ættir landsins, utanveltu hjóna- bandsins“ eins og nafni lians, Jón Hrak. Faðirinn, hálfgerður umrenn- ingur, flakkaði meðal annars um með bækur, er hann las á heimilum, fólki til skemmtunar, komst aldrei svo hátt að nefnast húsmaður, hvað þá bóndi, í hreppsbókum síns tíma. Móðir Jóns hét Anna. Eftir að hún komst af ó- magaaldri var hún alla sína tíð vinnu- kona, fyrst með Jón litla í eftirdragi, síðan sjálfstæð um lníð, en að lokum var hún í „eftirdragi“ Jóns sonar síns, svo sem síðar mun að vikið. Anna giftist aldrei og átti Jón engin syst- kini, eða nákomin ættmenni í grennd við sig nokkurn tíma um ævina, nema móður sína. Jón var fyrstu æviárin á Björgum, eða öðrum bæjum nyrst í Köldukinn. En ungur að árum, innan við tvítugt, réðist hann vinnumaður til sr. Bene- dikts Kristjánssonar í Múla. Þá bjó Sigurbjörn Jóhannsson, skáld, að Fótaskinni. Svo virðist, sem Jón hafi þá þegar verið búinn að vinna sér orðsporið um sjálfhælni. Þá virðist einnig að hann hafi verið tekinn við sínu aðalstarfi, er hann hafði hvar sem hann var í vist, geymslu kúa og sauða á sumrum. Á þetta benda vísur eftir Sigurbjörn í Fótaskinni, er fylgdu Jóni síðan. Vísurnar eru þessar: Kemur „Méni“ kúnum frá, kraftar réna, hlaupi á spretti. Digurt klénann meta má móti spena á blauðum ketti. Kom „sá Mjói“ kaupstað úr, kuldinn dró allt afl úr honum. Orku sljóa meta má móti rófu á kattbleyðonum. Hér kemui' fram almenningsálitið á Jóni, þveröfugt við hans eigin sög- ur. Er varla að efa, að Sigurbjörn hefur ort svo vegna þess að honum hafa ofboðið sögur Jóns af kröftum hans og karlmennsku. Hér koma einnig fram bæði viðurnefnin, er honum fylgdu síðan. Úr Múla fluttist Jón suður í Bárð- ardal, og var þar í vinnumennsku á ýmsum bæjum meðan kraftarnir ent- ust. Fyrst mun hann hafa verið hjá sr. Jóni Austmann, er flutti úr Halldórs- 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.