Samvinnan - 01.07.1957, Blaðsíða 17
stöðum 1873, og hefur liann því ekki
getað verið nema rösklega tvítugur,
er hann kom í dalinn. En lerillinn
var í hálfa öld, vistaskipti á milli
fremstu bæjanna í dalnum: Halldórs-
staða, Mýrar, Stórutungu, Víðikers,
Grjótárgerðis, Bjarnastaða og Lund-
arbrekku.
Þetta var hans „hringur". — Jón
andaðist 29. ágúst 1932, ári betur en
áttræður. Síðustu árin dvaldi hann að
Stórutungu hjá Sveini Pálssyni og Vil-
borgu konu hans. Önnuðust þau
hann af drengskap og manngæzku í
ellinni. í Stórutungu hafði Jón kind-
ur sínar í litlum hraunhelli, meðan
hann gat liirt þær sjálfur. Hellir þessi
er nú löngu aflagður sem fjárhús, en
notaður sem jarðeplageymsla, og spýr-
ar þar aldrei eða frýs.
Jón var raunar mjög orkulítill til
stritvinnu. Þess vegna var honum
falið að annast um kvíaær á sumrum,
frekar en heyvinnu. Hann sat ærnar
oft dag og nótt, framan af sumrinu.
Svefntíminn heima í rúminu var þá
eigi nema meðan á mjöltum stóð,
kvelds og morgna, en hann mun oft
hafa blundað yfir ánum í hjásetunni
stund og stund. Fjárhunda átti hann
jafnan, er fylgdu honum hvert er
hann fór. Stundum átti hann hest, en
jafnan nokkrar kindur. Þegar leið á
sumar, og ær fóru að spekjast, fékk
Jón leyfi húsbænda að heyja handa
skepnum sínum. Jafnan þurfti þó að
binda heyið fyrir hann og flytja heim.
Jón þurfti langa liríð að sjá fyrir móð-
ur sinni gamalli og veilli. Eftir hon-
um var haft: „Hver hefur sinn djöf-
ul að draga og ég móður mína“. Móð-
ir hans hafði hinsvegar mikið álit á
Jóni sínum. Einu sinni eignaðist Jón
skjóttan hest, sem flestir töldu að
verða mundi of baldinn fyrir liann.
Þá sagði Anna gamla: „Það gera ekki
aðrir mann úr Skjóna, ef Jón minn
getur það ekki“.
Jón var samlialdssamur á fjármuni,
og hafði nóg fyrir sig að leggja á elli
árunum og þáði aldrei af sveit.
III.
Hér fer á eftir lýsing Tómasar
Sigurtryggvasonar á Jóni. Tómas var
alinn upp á Litluvöllum í Bárðardal
og man mjög vel Jón. Mér er hann
einnig mjög minnisstæður og fellst al-
veg á lýsingu Tómasar.
Jón var nálægt meðalmaður á hæð,
en sérlega grannur og holdskarpur,
og var það tilefni viðurnefna. Svo var
sem hann kiknaði í knjáliðum við
hvert spor. Skolhærður var hann,
ennið allhátt, en mjótt, sem og allt
andlitið. Kinnfiskasoginn, magur-
leitur og þunnnefjaður, munnstór og
virtust varirnar sjaldan koma saman
og skein jafnan í framtennur, stórar.
Þetta gaf andlitinu öllu fremur slapp-
an og slapandi blæ. Augun voru gi'á-
blá, lítil og lágu innarlega, hann
lygndi oftast augunum, og laut höfði,
er hann talaði. Óræktarlegt og ritju-
legt alskegg var í toppum um höku
og vanga. Hann talaði oftast afarhægt,
málrómurinn veikur og þvoglulegur,
og rann löngum slefa niður í skegg-
ið, er hann sagði frá hinum mestu
hreystiverkum sínum. Þegar hann
heyrði aðra segja sögur af afrekum
nranna, brást það varla, að Jón hafði
á takteinum sögur af sjálfum sér, er
tóku hinum sögunum langt fram.
Lygndi liann þá augunum og lá í
móki með sigurbros á vör, er sögunni
lauk.
En öll persónan var liin mesta and-
stæða við afrekin sem sögurnar
greindu frá.
Eflaust hefur Jón glöggt fundið
hve lítið álit menn höfðu á getu hans
og kröftum. Sögur hans voru honum
nauðsynlegt mótvægi gegn aðkasti
manna og lítilsvirðingu. Þetta var
kallað mont, en var raunar forðabúr
lians til sjálfsvarnar. Oft mundi lítið
hafa orðið úr Jóni, án þe&sa sjálfs-
trausts. Geta hans og aflsmunir voru
smávægi. En reyndin var sú, að hann
afkastaði meiru en orðið hefði ef
hann hefði ekki haft hærri hugmynd
urn krafta sína og hæfni, en allir aðrir.
Hér fara á eftir nokkrar af sögum
Jóns.
IV.
1. „Þegar ég var strákur á Björgum,
klifraði ég oft um öll björgin í Víkna-
fjöllum að safna eggjum. — Engin
silla í björgunum var mér ófær. Og
þetta byrjaði ég meðan ég var svo lít-
ill að ég náði ekki upp í eyrun á
mér“.
2. „Þegar ég var ungur eignaðist ég
ágæt eikarskíði, smíðuð af Jóhannesi
Bessasyni á Skarði. Hann vissi hvað
mér kom. Þau voru svo þung að eng-
inn gat notað þau nema ég, og ég
hef heldur engin önnur skíði getað
notað. Marga svaðilförina hef ég far-
ið á þeim skíðum.
Einu sinni, þegar ég var á Halldórs-
stöðum, hjá sr. Jóni Austmann, þurfti
prestur nauðsynlega að koma bréfi
austur yfir Skjálfandafljót. Fljótið
var talið ófært hverri skepnu, nema
fuglinum fljúgandi. Það rann alls
staðar í breiðum kolgrænum ál milli
höfuðísa, og hefði fleygt ferjumanni
eins og laufblaði. En prestur vissi að
ég var ekki uppnæmur fyrir öllu, og
spyr hvort ég sjái nokkur ráð. „Lof
mér að fá bréfið“, segi ég. Piltar voru
heldur liissa Jregar ég stefndi á skíð-
um út og upp fja.ll, þegar fara átti
austur yfir fljót. Ég skeytti engu þó
piltar hlæju, en fór upp á brún Valla-
fjalls, þar sem það er liæst, og renndi
mér niður, og jók ferðina með því að
ýta mér áfram með stafnum. Ferðin
á mér var líka svo mikil, að ég sveif
álinn í fljótinu, 18 álna breiðan.
Aldrei sá ég neitt frá mér fyrir mjall-
rokinu, fyrr en ég stanzaði loksins
upp við heiðarbrún hinu megin.
Lengi um veturinn var glerháll svell-
bunki á bökkunum og í brekkunum
að austan vegna þess hve fljótið rauk
upp þar sem ég sveif yfir það“.
3. „Einu sinni hef ég farið hálf
glæfralega yfir fljótið. Það var að
vetrarlagi, þegar ég var á Mýri. Ég
Jón méni úttrœður_ Teikning eftir þýzkan
listamann.
SAMVINNAN 17