Samvinnan - 01.07.1957, Page 18
vissi að húsbóndinn þurfti að ná yfir
að Tungu. En hann lét á engu bera
og taldi fljótið bráðófært alla vega,
jafnvel fyrir mig. Þó vissi hann að
ég mundi aldrei frá snúa og frernur
fara mér að voða, en að reyna eigi að
komast yfir. Samt komst ég nú að
þessu og fer ofan að fljóti. Leizt mér
ekki vel á. Skarir voru með bökkum,
en áll í miðju svo breiður, að jafnvel
mér var ofætlun að stökkva. Á einum
stað var þó hraunsteinsnibba í miðj-
um ál, en 8 álna stökk beggja vegna,
yfir kaststrengi.
Ég réðist til að stökkva yfir á stein-
inn. En hart var nú viðbrugðið, og
þegar ég stökk seinna stökkið af
steinnibbunni að austurskör, höfðu
allir þvengir slitnað af skónurn, sem
snerti við steininum, og skórinn orðið
eftir. Ég fann þetta á fluginu, spyrnti
mér til baka af skörinni, kom með
fótinn ofan í skóinn og tók hann með.
Ég vissi að þetta var glannalegt, en
mér þótti ekki gott að ganga á sokkn-
um yfir Stórutunguhraun“.
4. „Ég fór einu sinni sem oftar í
eftirleit á Framdali, þegar komið var
langt fram á vetur. í þetta sinn tók
ég með mér tvo röska nrenn, því lík-
ur voru til þess að margt fé finndist.
Hélt ég að það mundi verða óhætt,
því útlit var gott með veður og færi.
Annars gat ég sjaldan haft aðra með
mér í eftirleitum, því fáir eða engir
gátu fylgt mér eftir. Þegar kom syðst
í afréttinn, skipti heldur um veður.
Það gerði vestanbyl með ógurlegu
frosti svo hvassan, að ég hélt að menn-
irnir mundu fjúka út úr höndunum
á mér. Ég hafði ekki önnur ráð en að
grafa okkur niður með barði í snjó-
skafl.
Um nóttina kyrrði, en frostið óx
ennþá. Við ætluðum að fara að borða
nestið, en piltarnir unnu ekkert á því
fyrir frosti. Ég braut vasahnífinn
minn í smérbitanum. Nú fóru pilt-
arnir að skjálfa og berja sér. Sjálfur
tók ég mitt nesti og bruddi það,
Nestisskjóður hinna setti ég í hand-
arkrika mína. Mér hitnaði svo af á-
tökunum við að bryðja frosið nestið,
að ég var allur í einu svitabaði. Þegar
piltarnir komu aftur var nestið
þeirra orðið margþítt og glóðvolgt.
Þeir borðuðu, og við lögðum síðan
af stað.“
5. „Einu sinni fórum við þrír sam-
an í fjárleit, suður í Eljótsdal. Sáu þá
piltarnir, sem með mér voru, hvannir
nokkrar á klettasillu. Þá langaði í
hvannarætur, og renndu sér og
stukku niður á silluna, án þess að at-
huga að þeim var hvergi fær leið til
baka. Þeir vissu að ég varð aldrei
ráðalaus og báðu mig að hjálpa sér.
Ég stökk niður til þeirra, lét þá klifra
upp á axlirnar á mér, og þaðan gátu
þeir náð upp á klettabrúnina. Þá átti
ég eftir að koniast upp. Ég hafði að
vísu aldrei áður æft hástökk, en datt
nú í hug að reyna. Það tókst. í fyrsta
stökki stökk ég svo liátt að piltarnir
náðu í háið á mér og dógu nrig
upp“.
6. Einu sinni gróf í fæti á Jóni.
Læknis var vitjað og skar hann í fót-
inn. Hann kvað Jón mundu verða
haltan. „Tókstu nokkuð neðan af“,
spyr Jón. „Ekki verður Jón haltur,
meðan báðir fætur eru jafnlangir".
7. Tungnahylur heitir í Skjálf-
andafljóti, skammt ofan við ósa
Mjóadalsár, neðan við Mýri í Bárðar-
dal. Hylurinn er mjög djúpur, en
mjór og lygn. Þar leggur fljótið fljótt
þegar frystir, en oftast er sá ís skamm-
ær. Eitt sinn var Jón varaður við því
að ganga yfir á Tungnahyl, ísinn væri
á förum. Þá kom þessi saga:
„Ó, ég þekki mig nú í honum
Tungnahyl. Ég hefi þráfaldlega skrið-
ið undir hylinn eftir botninum. Ég
drakk það í mig með móðurmjólk-
inni að hræðast aldrei vatn, því hann
faðir minn fór hvert vatn þar hann
kom að því á hundasundi, og var svo
grunnsyndur að aldrei blotnaði bóka-
skjóðan á baki hans“.
8. „Þegar ég var sauðamaður hjá
Jónasi á Lundarbrekku, átti hann
einu sinni marga sauði hníflótta. Þeir
voru mestu ófriðarkragar, og voru sí-
fellt að stangast og berjast. Þráfald-
lega kom það fyrir, að ég fann þá
liggjandi, tvo og tvo, krækta saman á
hníflunum. Ég tók mig því til dag
einn og tók alla þá hníflóttu, og
beygði með höndunum hníflana svo
þeir lögðust aftur á hnakkann. Jón-
asi þótti sauðirnir skrýtnir, en þakk-
aði mér fyrir“.
9. „Einu sinni var ég á ferð með
öðrum manni frá Stórutungu í
Bjarnastaði. Þá var hörkufrost og
mikil svellalög. Ég var á undan sam-
ferðamanninum að vanda. Á einum
stað skrikaði mér fótur á miklum
svellbunka. Ég rann þar fram af þrí-
tugum hamri niður í Svartá, þar sem
hún féll í kaststreng milli skara. Á
fallinu mundi ég eftir því að ég
hafði bókapakka í barminum. Nú
þótti nrér ekki gott að bleyta bækurn-
ar, tók af mér vettlinginn, hneppti
frá mér úlpunni, og lagði bækurnar
á sillu í berginu. Þetta varð mér til
lífs. Strengurinn tók mig auðvitað.
En rétt þegar straumurinn var að bera
mig undir ísinn, gat ég slett vettlingn-
um, sem ég hélt á í hendinni, upp á
skörina. Frostið var svo mikið, að
vettlingurinn fraus fastur á auga-
bragði, og ég gat dregið mig upp. Ég
klifraði nú í standbergið, þótt hált
væri, tók bækur mínar, og hélt út f
Bjarnarstaði, svo sem ekkert væri. Þá
lá allt fólkið grátandi inni í baðstofu.
Stúlkurnar hrópuðu: „Ó, ó, hann
Jonni er dáinn“. „Ónei“, sagði ég,
þegar ég kom í dyrnar. „Ennþá lifir
Jonni“. Maðurinn, sem á eftir mér
fór, hafði hlaupið í ofsahræðslu til
bæjar og sagt að ég hefði hrapað í
ána“.
Ekki skulu sagðar fleiri Ménasögur
að sinni. Sitthvað nrundi þó koma úr
krafsinu, ef tóm ynnist að heimsækja
roskið fólk í Bárðardal. Þess skal get-
ið, að sumar sögurnar ganga í mis-
jöfnum útgáfum, og verður svo ætíð
um það sem geymist á vörum fólks.
Ég hef valið þær sagnamyndirnar,
sem fyllstar voru og ég taldi bezt í
anda Jóns gamla.
Hér fylgir með ljósmynd af Jóni
og einum af hundum hans. Einnig
teikning eftir þýzkan málara, Adolf
Schroter, gerð af Jóni áttræðum.
Yztafelli, 2. febrúar 1956.
— Jón!
18 SAMVINNAN