Samvinnan - 01.07.1957, Page 19
Ránið
í Blesukofi
★ Geysispennandi
★ ásta- og sakamálasaga
★ samkvæmt réttarskjölum
★ frá 18. öld
★
íslenzk framhaldssaga eftir Jón Björnsson, byggö á sögulegum atburðum
S Ö G U L O K
„Það er ekki okkur að þakka, að Atli
sonur okkar losnaði við að lenda í sömu
óhamingjunni og Iíalldór. Við ætluð-
um að þvinga hann til þess, sem hon-
um var þvert um geð — alveg eins og
prófasturinn gerði við son sinn. Slíkt
hefnir sín“.
„Ekki þú,“ sagði maddama Þórunn
stillilega. „Ég Iét metnað glepja mér sýn
— en nú hef ég lært nóg“.
Og nú var það heldur enginn leynd-
ardómur lengur, hvernig á því stóð, að
Atli hafði komizt í siglinguna, þrátt
fyrir það, þótt foreldrar hans hefðu
synjað honum farareyris, því að Þor-
björn trúði húsbónda sínum fyrir því,
að hann og Steini gamli faðir hans
hefðu skotið saman peningum handa
honum. Þorbjörn bað Harald fyrirgefn-
ingar á þessu tiltæki og ennfremur því,
að hann hefði ekki skýrt frá því fyrr,
en Steini gamli hafði sagt, að einmitt
grunurinn á Atla hefði forðað því, að
málinu var flýtt mjög, því að hann gekk
út frá að foreldrar Atla vildi hreinsa
hann alveg, ef þess gerðist kostur. —
Sýslumaður þakkaði hinum trygga og
vinfasta vinnumanni sínum. Sjálfur
hafði sýslumaður kviðið mest þeirri
stund, ef Broddi reyndist sekur, að hann
nefndi nafn Atla sem meðsekan sér í
opinberu réttarhaldi. En konu hans
hafði sést yfir þann möguleika, sem þó
virtist liggja í augum uppi.
Halla varð óumræðilega glöð, þegar
móðir hennar sagði henni, að bæði
Broddi og Atli væru saklausir af rán-
inu í Blesukoti. Hún grét fegins- og
gleðitárum.
„Heldurðu, að þú treystir þér til að
verða við réttarhaldið?“ spurði móðir
hennar.
„Já, já, mér er alveg batnað. Ég hef
Iíklega ofþreytt mig í hríðinni. En gott
var það samt að ég fór. Ég er viss um,
að hamingjudísirnar hafa leitt mig
þangað“.
„Nei, guðs hönd hefur leitt þig, kæra
barn“, sagði móðir hennar stillilega.
„En mamma — af hverju villtu að
ég verði viðstödd réttarhaldið?“ spurði
Halla, eins og milli vonar og ótta.
Maddama Þórunn leit alvarlega á
dóttur sína. Svo sagði hún, og röddin
var óvenjulega styrk:
„Ég átti ríkan þátt í þessum hörmu-
lega leik. Og jafnvel þó að öllum verði
nú ljóst, að Broddi var hafður fyrir
rangri sök, mun verða þvaðrað um mál-
ið og ckki alltaf af góðgirni. Ég ætla nú
að sýna öllum, að ég vil bæta fyrir mis-
gjörð mína með því að kunngera að þið
séuð trúlofuð — ef þú ert þá ennþá
sama sinnis og áður“.
Halla vafði handleggjunum um háls
móður sinnar og hélt henni lengi við
barm sinn.
Haraldur kom inn í þessu. Hann sá,
hvað konu hans og dóttur fór á milli og
varð óumræðilega glaður.
Halla tók eftir honum og sagði:
„Getum við ekki farið strax og hrifið
hann lir prísundinni? Hann má ekki
vera þar einn dag lengur“.
„Það er nú vandinn, Halla mín! Ég
sendi Þorbjörn vestur að Jökulsá í
morgun og hann segir, að hún sé hlaupin
fram, og er bæði óreið og ekki ferjufær.
Annars hefði ekki staðið á méi’“.
Halla varð döpur á svipinn. Ef áin
yrði líka ófær réttarhaldsdaginn? Hvað
mundi verða af Brodda? Myndi Arin-
björn ekki láta skeika að sköpuðu?
Hún bað guð þess heitt og innilega,
að veðrinu mætti slota, svo að hún gæti
hrifið elskhuga sinn frá örlögum, sem
voru verri en allt annað í veröldinni.
XVIX.
Æðsti dómur.
Um morguninn, daginn sem réttur
skyldi haldinn, liætti að rigna og norð-
anátt með vægu frosti tók við.
Jakahlaupið í Jökulsá hafði rénað, en
áin var þung og vatnsmikil og flæddi
yfir bakka sína.
Arinbirni sýslumanni leizt ekki svo á,
að margir myndu koma austan yfir
Jökulsá til réttarhaldsins. Var honum
heldur engin aufúsa í því. Án þess að
hann gerði sér ástæðuna Ijósa, óskaði
hann innst inni, að embættisbróðir hans
sækti ekki þetta réttarhald.
Hann gat auðvitað ekkert vitað enn
um atburði síðustu daga, því að sendi-
maður hans hafði teppst austan Jökuls-
ár.
Talsverður viðbúnaður var á sýslu-
mannssetrinu. Sýslumaður lét vinnu-
menn sína reisa gálga á hlaðinu, beint
fram af stofuglugganum. Böðullinn
hafði yfirumsjón með verkinu. Var
hann einn af landsetum sýslumanns. Nú
stóð gálginn þarna með reipið hang-
andi, tilbúinn til notkunar.
Arinbjörn sýslumaður hafði verið hjá
fanga sínum um morguninn, og gerði
síðustu tilraunina til þess að fá hann til
að játa á sig glæpinn, en það fór eins og
áður, Broddi ýmist svaraði honum ekki
eða neitaði harðlega.
Sýslumaður var í miklum vanda.
Réttarhaldið og gálginn var upphaflega
einn liðurinn í að hræða fangann til
játningar. Og nú vonaði hann, að
SAMVINNAN 19