Samvinnan - 01.07.1957, Síða 21
Haraldur gekk inn og þreif dómabókina af embœttisbróður sinum. —
Broddi játaði, þegar hann sæi gálgann.
Hafði hann heitið að gefa honum líf, ef
hann „sæi að sér“, eins og sýslumaður
orðaði það.
Undir hádegið tók fólk að drífa að.
Það var við réttarhald, eins og við
kirkjuna, það var alltaf vel sótt, en
munurinn var sá, að til réttarhalda kom
fólk af fúsum vilja, en sótti kirkjuna af
því að það þorði ekki annað.
Sýslumaður hafði látið draga ferjuna
langt upp á land. Hann var öðru hverju
úti á hlaði til að skyggnazt eftir manna-
ferðum austan árinnar. Loks sá hann
hóp manna staðnæmast á bakkanum.
Og nú var kallað á ferjumanninn.
Einn vinnumannanna stóð úti. Hann
sneri sér að Arinbirni sýslumanni og
spurði, hvort liann ætti ekki að gegna
kallinu.
„Láttu það bara kalla“, sagði sýslu-
maður. Hann hafði þegar þekkt nokkra
af mönnunum. Það var Haraldur sýslu-
maður, Torfi gamli á Fjarðarenda og
bændur úr nágrenni Haralds, ásamt
Þorbirni vinnumanni hans.
„Er það sem mér sýnist, að Halldór
prófastssonar sé með þeim?“ sagði
sýslumaður og skyggði hönd fyrir auga.
Mennirnir hinumegin árinnar héldu
áfram að kalla á ferjuna. En Arinbjörn
sýslumaður og vinnumaðurinn hurfu
inn í bæinn
Arinbjörn lét kalla alla, sem voru við-
staddir, til stofu. Hann ætlaði að setja
réttinn strax. —
Haraldur sýslumaður sá skjótt, að
tilgangur Arinbjarnar var að meina
þeim að komast yfir ána. Og ástæðan
var augljós. Nú var embættisbróðir
hans orðinn hræddur. Hann ætlaði sér
að gera út um málið, áður en aðrir
kæmu tii skjalanna. Gálginn á hlaðinu
var þögult vitni um þetta áform hans.
Haraldur nísti tönnum af gremju.
Hann skildi áform embættisbróður síns
og vissi af reyslunni, að dómur, sem bú-
ið var að framkvæma, var oftast álit-
inn gildur af æðri yfirvöldum. Og nú
mátti hann eiga von á að sjá Brodda
leiddan undir gálgann, á meðan hann
beið hjálparlaus við ána. Þetta var
óþolandi.
Maddama Þórunn og Halla dóttir
hennar störðu á gálgann og mæltu ekki
orð frá vörum. En Halla var eins og
liðið lík í framan.
„Hver ykkar treystist til að sundríða
ána og sækja ferjuna?“ kallaði Harald-
ur sýslumaður.
Þorbjörn gaf sig fram.
„Til lítils hefði ég heitið Brodda lið-
sinni mínu, ef ég skoraðist undan, þeg-
ar mest liggur á“, sagði hann, „og lát-
ið þið mig nú hafa einhvern traustan
hest“.
„Fells-Gráni er bezti vatnahestur-
inn“, sagði Haraldur sýslumaður og
strauk hesti sínum. „Þetta er lífshætta“,
sagði hann, „en það liggur líka líf við.
Ég hefði farið sjálfur, ef ég sæi ekki,
hve tvísýnt þetta er, en ég á dálítið ó-
talað við minn kæra embættisbróður og
það get ég ekki ef ég lendi í ánni“,
bætti hann við.
Þorbjörn athugaði nákvæmlega beizl-
ið á Grána og spennti hnakkgjarðirnar.
Síðan sveiflaði hann sér léttilega á bak
og reið spölkorn upp með ánni og at-
hugaði strauminn gaumgæfilega. Sam-
ferðafólkið fylgdist með honum milli
vonar og ótta. Ef heitustu árnaðar-
óskir mannshugans bæru nokkurntíma
sýnilegan árangur, þá trúði fólkið því,
að þær myndu duga núna.
Allt í einu reið Þorbjörn út í kolmó-
rauða ána. Gráni greip strax sundið.
Straumurinn greip hestinn og fleygði
honum niður ána með miklum hraða.
Næstu mínúturnar urðu martröð fyrir
fólkið. Spölkorn neðar gengu tveir tang-
ar á víxl út í ána og virtust loka henni.
Þorbjörn barst niður fyrir tanga þessa
og hvarf sjónum fólksins. Neðar voru
fossar og hávaðar.
Séra Sigurður í Múla og nágranni
hans höfðu nú bætzt í hópinn.
Nokkur stund leið í þögulli angist og
eftirvæntingu.
Loks sá fólkið, hvar Þorbjörn þeysti
upp með ánni hinumegin. Gráni hafði
sigrað í átökunum við beljandi vatns-
fallið.
Þorbjörn fór af baki hjá ferjunni. En
það var augljóst, að einn maður myndi
ekki geta róið henni yfir fljótið, þegar
það var í slíkum algleymingi. Hann
veifaði til fólksins, stökk á bak og
þeysti heim að Breiðá.
Haraldur sýslumaður fylgdist vel
með Þorbirni. Skammt var heim að
bænum frá ánni. Þegar Þorbjörn kom í
hlaðið, var böðullinn úti við eitthvað að
amstra við gálgann. Haraldur sýslu-
maður sá að Þorbjörn þreif í öxlina á
böðlinum og dró hann með hestinum
niður að ánni.
Þorbjörn var heljarmenni að burðum
og engum þýddi að þrjózkast gegn hon-
um.
Þorbjörn hratt ferjunni á flot. Böðull-
inn varð að róa á móti honum. Þeir
reru knálega, og eftir nokkra stund
náðu þeir landi hinumegin.
Þorbjörn kallaði úr bátnum, sem
flaut við bakkann:
„Það er réttast að húsbóndinn komi
strax, já og ...“ Honum varð litið á
Halldór. „Tveir aðrir geta komið með.
Böðullinn bíður eftir síðustu ferðinni“.
Skipunum Þorbjarnar var tafarlaust
hlýtt. Haraldur sýslumaður, Halldór,
Torfi gamli og nágrannabóndi sýslu-
manns stigu um borð í ferjuna. Eftir
skamma stund voru þeir komnir yfir
ána. Þorbjörn og bóndinn reru ferjunni
aftur yfir til þess að sækja fleira fólk,
en sýslumaður, Halldór og Torfi gamli
flýttu sér heim að Breiðá.
Haraldur sýslumaður gekk rakleiðis
inn í stofuna. 1 því er hann hratt upp
dyrunum, var Arinbjörn að enda við að
lesa upp dóminn yfir Brodda.
„... skal hann því fyrir þennan sví-
virðilega glæp sitt líf forbrotið hafa og
SAMVINNAN 21