Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Síða 22

Samvinnan - 01.07.1957, Síða 22
upphengjast í gálga, þar til hann hefur látið sitt líf ...“ „Stanz!“ hrópaði Haraldur með þrumuraust og gekk til embættisbróð- ur síns og þreif af honum dómabókina. Stofan var þéttskipuð fólki. Menn litu undrandi hver á annan. Aðeins einn í stofunni virtist ekki taka eftir því sem fram fór. Það var ákærði. Hann hafði verið settur á bekk milli tveggja varð- manna. Hann var magur og veikluleg- ur og rauðar rákir, eins og eftir svipu- högg, lágu þvert yfir andlitið á honum. Torfi gamli leit snöggvast á son sinn. Svo leit hann á Arinbjörn sýslumann. Augu Torfa gamla gneistuðu. I minna en einni andrá var hann kominn and- spænis Arinbirni með hnefann á lofti. En Haraldur sýslumaður gekk á milli. „Ég skil þig“, sagði hann. „En liögg þitt getur hæglega orðið of þungt, og þessi mál verður fjallað um af æðsta rétti einvaldans“. Torfi gamli lét sér segjast. Ilann gat þó ekki verið aðgcrðalaus, hann stjak- aði svo óþyrmilega við varðmönnunum, sem gættu Brodda, að þeir ultu út af bekknum. Síðan settist hann hjá syni sínum. „Hvað á það að þýða, að trufla lög- legt réttarhald?“ sagði Arinbjörn sýslu- maður og reyndi að herða sig upp. „Það, að hér er verið að fremja glæp. Málið er upplýst og allt, sem þú hefur gert í því er lögleysa frá upphafi til enda. Ég mun kæra þig fyrir stiftamt- manni strax og tök eru á“. Arinbjörn sýslumaður glúpnaði í sæti sínu. Hann skildi strax, að allt var tapað. „Fæ ég þá ekki peningana mína aft- ur?“ gall við skjálfandi gamalmanns- rödd úti í horni. Það var Þórður gamli í Blesukoti. Hann liafði komið í þeirri von að Broddi mundi játa á síðustu stundu. „Hérna eru þeir, eða að minnsta kosti það, sem eftir er af þeim,“ sagði Haraldur sýslumaður og þeytti pen- ingapokanum til Þórðar gamla, svo að hann glumdi við gólfið. „Á — á ég þá ekkert að bo-borga?“ spurði Þórður milli vonar og ótta. „Ég var búinn að lofa Arinbirni sýslu- manni ...“ „Haltu kjafti!“ þrumaði Arinbjörn. Þórður gamli nærri því hvarf á milli sessunauta sinna. „Mútur — líka?“ tautaði Haraldur milli samanbitinna tannanna. Halldór prófastssonur stóð í sömu sporunum og hlustaði á það, sem fram fór. Hann var alvarlegur og andlit hans var eins og litlaust. En varirnar voru samanbitnar og ankannaleg einbeittni yfir svipnum. „Ég framdi ránið í Blesukoti“, sagði hann eftir nokkra stund. Svo skýrði hann nákvæmlega frá öll- um atvikum. Hann og félagi hans úr Hólaskóla liöfðu stolið peningum Þórð- ar gamla. Þeir ætluðu að fara til út- landa, en félagi hans fór einn, því að Halldór varð eftir af skipinu. Þeir brutu upp peningakassann við ána, því að ekki var tími til þess fyrr. Hafði þeim láðst að fela kassann í flýtinum, mundu ekki eftir því, fyrr en þeir voru komnir of langt til þess að þorandi væri að snúa við. Halldór neitaði því, að þeir hefðu skilið kassann eftir hjá net- inu í blóra við Brodda eða nokkurn annan. Næsta vandamálið var að fela peningana. Kom þeim þá hellirinn í hug. Halldór ætlaði svo að koma þeim á betri stað, en ekki hafði orðið úr því. Sagði hann, að engir aðrir hefðu verið í vitorði með þeim. Kvað liann sér vera mikinn létti að því að játa þetta, úr því sem komið var. Endaði hann mál sitt með að biðja alla fyrirgefningar, sem hann hafði misgert við, og þó einkum Brodda. Hann hafði verið að hugsa um að gefa sig fram, en alltaf hikað. Annað hafði hann svo ekki að segja. „Setjið hundinn strax í gálgann", hrópaði Þórður gamli. „Málið verður dæmt að réttum lög- um, og því vil ég heita þér, Halldór, að það skal verða dæmt á lögþinginu. Játn- ing þín var svo greið, að það gæti orðið þér til slíkra málsbóta, að þú slyppir við líflát“, sagði Haraldur sýslumaður í hryggum rómi. „Ég mótmæli slíkri linkind“, hrópaði Þórður gamli, og nokkrir tóku undir með honum, því að þegar um var að ræða að vernda eignarréttinn, var eins og þeir trylltust. „Ég mundi ráða þér til þess að gefa sjóð þennan til fátækra og förumanna“, sagði Haraldur með ógnandi rödd. „Þú hefur sjálfur sagt, að þú hefðir lofað Arinbirni peningum fyrir að kveða upp dóm, og hvernig sem annars stendur á því, hef ég leyfi til að kalla það mútu. Og mútugjöf sem mútuþægni er mál, sem verður litið alvarlegum augum.“ „Hérna eru peningarnir“, sagði Þórð- ur gamli grátklökkur og slöngvaði pen- ingapokanum yfir gólfið. „Fæ ég þá að vera í friði?“ „Taktu peningana þína heim með þér, Þórður minn,“ sagði Haraldur. „Láttu þér ekki detta í hug, að ég ætli að fara að kúga af þér fé! En mundu eftir að vísa ekki fátæklingunum frá garði þínum framar“. Þórður skreið út á gólfið eftir pen- ingapokanum og lofaði að vera góður við fátæklingana héðan í frá. Já, þeir skyldu bæði fá mat og peninga. Nokkur fagnaðaróp heyrðust, því að fátækir menn voru viðstaddir og aðr- ir, sem voru viðbúnir að missa allt sitt, vegna skulda við Hörmangarafélagið. Nú komu þær mæðgur, maddama Þórunn og Halla, inn í stofuna. Halla fór strax að stumra yfir Brodda. Maddama Þórunn leit yfir mannsöfn- uðinn í stofunni og hvessti að lokum augun á Arinbjörn sýslumann, sem sat eins og dæmdur maður við borðsend- ann. „Allir, sem hér eru viðstaddir, geta borið vitni um þá meðferð, sem þessi ungi maður hefur orðið að þola af völd- um þessa valdsmanns. Hann mun verða að svara fyrir það á sínum tíma. Ég tel mig aðilja að þeim málum, því að vita skuluð þið, að Broddi er tilvonandi tengdasonur minn“. Menn litu spyrjandi hver á annan. Maddama Þórunn brosti þegar hún sá svipinn á fólkinu. „Þá höfum við ekkert meira að gera hérna“, sagði Haraldur sýslumaður. „Halldór verður í gæzlu hjá mér til lög- þingsins og mun þar hljóta þann dóm, sem réttlátt þykir. En þér, Arinbjörn sýslumaður, stefni ég undir dóm lög- manna og stiftamtmanns fyrir gróf af- brot í starfi og áform um dómsmorð“. Arinbjörn sýslumaður þagði við þessu. Hann hafði gefizt algerlega upp. Fólkið þokaðist út úr stofunni. Broddi var leiddur milli tveggja manna. Hann var svo máttfarinn, að hann gat ekki staðið á fótunum. Hestar fólksins stóðu í varpanum. Allt í einu dró Halldór sig úr hópn- um. Og þegar minnst varði stökk hann á bak Grána sýslumannsins og þeysti úr hlaði. „Ég bið að heilsa móður minni“, hrópaði hann. Hann stefni beint niður að Jökulsá. Þorbjörn ætlaði strax að veita honum eftirför. Hann þeysti úr hlaði. En Fells-Gráni var allra hesta bezt- ur. Hann var kominn niður á árbakk- ann gagnvart hávöðunum, þegar Þor- björn var miðja vega. Þarna voru lágir klettar að Jökulsá. Hún rann í einum streng milli klettanna með ógurlegum iðuföllum. Halldór stökk af baki og sleppti hest- inum. Hann beið, þangað til Þorbjörn var kominn svo nálægt, að hann gat 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.