Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1957, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.07.1957, Qupperneq 25
Stofublóm (Framh. aj bls. 12) hluta. Það má ekki vera of sterkt, því að þá getur það sviðið ræturnar. Er betra að hafa það þunnt og vökva held- ur oft með því, jafnvel vikulega um blómgunartíma ýmissa jurta. Styrkleik- inn er oft hafður um V10 móti vatni, þ. e. einum lítra af mykjulegi úr haug- stæði (eða lítra af kúahlandi) er bland- að í 9 lítra af vatni, og blandan síðan notuð til vökvunar. Einnig má hræra mykju, hrossatað eða fugladrit saman við vatn og láta löginn standa 2—3 daga í fötu eða tunnu, áður en hann er notaður. Gruggið sezt á botninn og skilst frá leginum. Hægt er að strá örlitlu af sandi og mold ofan á pottamoldina eftir vökvun með áburðarlegi. Ber þá ekki neitt á neinu, en líf færist í jurtirnar. Tilbúinn áburður, leystur upp í vatni er líka mikið notaður, en gœta verður þess vandlega, að hafa hann ekki of sterkan. Ein teskeið af tilbúna áburðin- um nægir að jafnaði í lítra af vatni. Blaðríkar jurtir í örum vexti þola mest áburðarvatn. Loks fæst í verzlunum ýmis konar blómaáburður, sem leið- arvísir um notkun fylgir. Beinamjöl og mulið horn bæta moldina. Er bezt að blanda því í moldina áður en gróðursett er í pottana. Þegar tilbúinn áburður er notaður, er þess að gæta, að hann er mjög sterkur og oftast mjög einhœfur (þ. e. hver tegund). Köfnunarefnisáburð- ur (Kjarni, ammoníak ) eykur blaðvöxt- inn, fosfórsýruáburður (superfosfat) örv- ar til blómgunar, kalí er nauðsynlegt fyrir þróun vaxtarbroddanna, eykur frostþol o. s. frv. Vökvið ekki þurra mold með áburðarlegi, heldur sjáið um að moldin sé rök, þegar áburðarlögurinn er notaður. Jurtapottar. Hægt er að nota margs konar „jurta- ílát“, en beztir eru jurtapottar úr brenndum leir, án glerhúðar. Þeir eru hæfilega gljúpir, sléttir innan, víðari of- an en neðan og með gati í botninn. Af- gangsvatn getur runnið burtu, og auð- velt er að hafa pottaskipti með svona löguðum pottum. Margar pottastærðir eru nauðsynlegar. Ungar jurtir þrífast bezt í smáum pottum en þurfa síðar að komast í stærri potta. Hengipottar eru aftur á móti án gats í botninum, en þeir þurfa að vera gljúpir, því að ella er hætt við að moldin verði súr í þeim. Sumir hengja upp laglegar blómaskálar og láta jurtapottana standa niðri í þeim. Jurta- pottarnir eru látnir standa í vatnsþétt- um leirskálum (eða t. d. undirbollum), sem taka við aukavatninu, þegar vökv- að er. Nýja potta skal leggja í bleyti áður cn mold er látin í þá, og gamla potta skal þvo vandlega. Þegar mold er látin í pottana, skal ætíð láta glerbrot á hvolfi eða smásteina yfir gatið á botn- inum, til þess að tryggja frárennslið. Ef jurtapotta vantar, má notast við blikk- bauka með smágötum í botni. Er hægt að vefja snotrum pappír utan um þá. I mjög stóra, aflanga potta eða ker eru stundum tvær eða fleiri tegundir jurta gróðursettar saman. Getur farið vel á því. Ef athuga þarf, hvort hafa skuli mold- arskipti, má hvolfa pottinum og taka jurtina úr, eins og lýst er í kaflanum um gróðursetningu og moldarskipti. Ef allt er í lagi, má láta kökkinn með jurt- inni í aftur og þrýsta niður. "Gef oss menn ... (Framh. af bls. 14) birtust í framkomu og athöfnum. — Hann taldi eina leið líklegasta til að bæta mennina og þrozka, samvinnu og samstarf. Samvinnuhugsjónin var honum ekki aðeins verzlunarstefna heldur lífsstefna. Maðurinn getur ekki staðið einn og á ekki að standa einn, heldur skal allt miðazt að því að tengja mennina æ fastar böndum vináttu og samhygðar. „Beindu sjónum til stjarnanna, en stattu þó föstum fótum á jörðunni.“ — Þau orð voru letruð á bautastein göfugmennisins. — Guðmundur á Hvítárbakka hafði næmt auga fyrir allri fegurð. „Hann var alltaf að hríf- ast,“ sagði vinur hans. Allur gróður og öll ræktun átti hug hans vegna þeirrar fegurðar, sem henni fylgir. Hið djúpstæðasta í fegurðarþránni er trúin. Þannig var því einnig farið um Guðmund. Þótt hann stæði föstum fótum á jörðinni, gleymdi hann ekki að beina sjónum til hæða. „Ég flyt himininn alls staðar með mér,“ sagði stjörnufræðingurinn Tycko Brake. — Það var síðast áhugamál Guðmundar á Hvítárbakka, sem ég þekkti, að hann vildi láta reisa nýja og fagra kirkju hér á þessum stað. f önn dags- ins mátti himininn ekki gleymast. Hann átti að fylgja mönnunum í gleði þeirra og sorgum. Við hverja vöggu er spurt: „Hvað- an“, við hverja gröf er spurt: „Hvert“. Við eigum aðeins eitt svar: „Drott- inn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins". Við þökkum algóðum Guði líf og starf Guðmundar á Hvítárbakka. Blessa bræður hans og konu hans, syni og fjölskyldur þeirra. Vak þú, faðir, yfir þessari sveit og þessu byggðarlagi. Vak þú, faðir, yfir heim- ili hans. Gef oss menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir. Sólríkir... (Framh.af bls. 6) aði Benedikt þeim góða árangri, sem náðst hefði með flutning Samvinnu- skólans til Bifrastar undir stjóm Guð- mundar Sveinssonar skólastjóra. Til máls tóku um þessi mál Gunnar Stein- dórsson, forstöðumaður Norðra, Guð- mundur Guðjónsson, Ólafur Sigurðs- son, Hellulandi, Hallgrímur Th. Björnsson, Keflavík, Óskar Jónsson, Vík og Jón Sigurðsson, Yztafelli. í umræðum um önnur mál fundar- ins fluttu fundarmenn ýms athyglis- verð mál, sem getið er sérstaklega í öðrum stað í ritinu í sambandi við ályktanir, er samþykktar voru. STJÓRNARKJÖR Loks fóru fram kosningar og vcvr Sigurður Kristinsson fyrst endurkjör- inn einróma formaður Sambands- stjórnar, en þeir Skúli Guðmundsson og Þórður Pálmason báðir endur- kjömir í stjómina. Þrír varamenn í stjórn vom kjömir þeir Eiríkur Þor- steinsson, Finnur Kristjánsson og Bjarni Bjarnason, endurskoðandi Páll Hallgrímsson og varaendurskoðandi sr. Sveinbjöm Högnason. í stjóm líf- eyrissjóðs SÍS var kjörinn Skúli Guð- mundsson, en til vara Þórður Pálma- son. í stjórn Minningarsjóðs Hall- gríms Kristinssonar var kjörinn Karl Kristjánsson. SAMVINNflN 25

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.