Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 7
 V. Ein saga um stofnsjóð .... Það er tíðum deilt á kaupfélögin fyrir að leggja (sam- kvæmt samþykktum á aðalfundum) hluta af endur- greiðslufé hinna einstöku félagsmanna í stofnsjóði. Vill því miður fara svo, að menn gleyma í andvaraleysi inneign- um sínum í þessum sjóðum árum saman og þykir þeir hafa af þeim lítið gagn, ef þeir eru á þær minntir. Islendingar hafa til skamms tíma verið févana þjóð, og eru að mörgu leyti enn. Þá skortir stórfé til framkvæmda, en þeir hafa lyft Grettistökum með því að leggja margir fram lítinn skerf. Þannig er skipulag stofnsjóðanna sprott- ið af þeirri nauðsyn kaupfélaganna, að reisa sláturhús, frystihús, kaupa mjólkurbíla og koma upp mjólkurbúum, reisa verzlunarhús, verksmiðjur og sitthvað annað, sem aðalfundir félaganna ákveða. Þessi mannvirki vceru í dag ekki svipur hjá sjón, ej félagsmenn kaupfélaganna hefðu ekki lagt fram lítinn skerf hver í sínum stofnsjóði til þeirra. Það er sannarlegt félagsátak, sem hér er á ferð. Að vissu leyti er rétt að líta á inneign í stofnsjóði sem eina tegund líftryggingar. Inneignirnar hafa oft komið mönnum til hjálpar í sjúkdómum, elli, búferlaflutningum og í margvíslegum erfiðleikum. Slíka söfnun sparifjár, sem vel er geymt, skyldi enginn vanmeta. Nýlega kom það fyrir í kaupstað hér á landi, að tvcer fjölskyldur urðu að leita aðstoðar hreppsfélagsins sökum þess, að veikindi höfðu svipt þcer tekjum. Kaupfélagsstjór- inn á þessum stað, ungur og árvökidl maður, fletti þegar upp í bókum sínum og komst að raun um, að báðar þess- ar fjölskyldur áttu inni í stofnsjóði, en höfðu gleymt þeirri inneign. Greiddi hann þeim nokkur þúsund króna innlegg — og varð stofnsjóðstryggingin fólkinu veruleg búbót í mótlœti sínu. Það skyldi enginn vanmeta það fjármálavit, sem braut- ryðjendur stofnsjóðanna höfðu til að bera. Þeir gerðu vel fyrir einstaklinga, félögin og framfarir þjóðfélagsins. .... og önnur um skatt Skattamál samvinnufélaga virðast ætla að verða eilífð- armál. Má ekkert rót komast á þjóðlífið, svo að andstæð- ingar samvinnustefnunnar láti ekki frá sér heyra um þetta mál. Er það venjulega í þeim dúr, að allur skattaþungi í þjóðfélaginu sé því að kenna, að samvinnufélögin greiði ekki nóg. Þessi fjarstæða hefur oft verið hrakin hér í blað- inu og sýnt fram á, að samvinnufélögin greiða miklar fúlgur, án þess að breytt sé því réttlætismáli að leggja ekki tvöfaldan skatt á endurgreiðslur til kaupfélagsfólksins. I kosningabaráttunni í þessum mánuði var á það minnzt á Akureyri, að þar mætti lækka útsvör á almenningi, ef meira væri lagt á verksmiðjur samvinnumanna, sem veita 500 manns atvinnu þar í bæ. Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, svaraði þessum áburði á athyglisverðan en einfaldan hátt. Hann reiknaði út. hversu mikil opinber gjöld þessar verksmiðjur mundu greiða, ef þcer vceru hlutafélög í einstaklings eign. Komst Jakob að þeirri niðurstöðu, og fcerði opinberlega að henni rök, að væru verksmiðjurnar hlutafélög, mundu þcer sam- kvcemt lögum greiða 8.000 kr. minna til Akureyrarbcejar en þcer nú gera. Þetta glögga dæmi Jakobs mætti vera mönnum um- hugsunarefni. Ætli ekki sé svipaða sögu að segja víðar, þar sem kvartað er um að samvinnufélögin greiði ekki sinn hluta opinberra gjalda? Ætli árásirnar á samvinnu- hreyfinguna í skattamálum séu ekki yfirleitt álíka hald- góðar og þessi reyndist á Akureyri? SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.