Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 10
Hin mikla fjárjesting í atvinnufyrirtcekjum hefur komið fram í stöðugri afurðaaukningu. hafa þau frá upphafi haft það á stefnuskrá sinni að leggja kapp á bætta þjónustu og m. a. riðu þau á vaðið með kjörbúðafyrirkomulagið, sem er einn þáttur í því að auka þjón- ustuna við neytendur. Frá því fyrstu kjörbúðirnar voru settar upp á veg- um samvinnufélaganna seinni hluta árs 1955, hafa margar slíkar búðir ris- ið upp á vegum félaganna og ann- ara aðila. REKSTUR HAMRAFELLS. Skipareksturinn átti við nokkra erf- iðleika að etja á s.l. ári. Má þar fyrst nefna verkföllin tvö, en auk þess lækk- uðu farmgjöld nokkuð á heimsmark- aði. Árið 1957 var fyrsta heila árið, sem „Hamrafell“ var rekið af íslenzk- um aðilum undir íslenzkum fána. Rekstur þess gekk vel á árinu, enda voru olíufarmgjöld óvenjulega há fyrri hluta ársins. Rekstur þessa skips hefur verið til- efni til mikilla rógskrifa andstæðinga samvinnuhreyfingarinnar á s.l. ári. Eðlilegt hefði verið, að þjóðin öll fagnaði þessu stóra skipi, flaggskipi íslenzka kaupskipaflotans, þegar það kom til landsins í desember 1956. Svo var þó ekki. Sama daginn og skipið kom til landsins birti Morgunblaðið grein eftir fyrrverandi ráðherra og nú- verandi alþingismann, þar sem ráðizt var harkalega á Sambandið fyrir að taka 160 sh. farmgjald, þegar heims- markaðsfarmgjald var 220 sh. Þetta var þó aðeins byrjunin, framhaldið kom síðar. Hver blaðagreinin kom á fætur annari, þar sem forráðamenn Sambandsins og Olíufélagsins voru nefndir „fyrirlitlegustu okrarar, sem uppi hafa verið með þessari þjóð,“ eins og eitt Reykjavíkurblaðið orðaði það í grein 14. desember 1956. Það var talað um að eigendur skipsins væru að stela 15 milljónum króna af olíuneyt- endum. Um þetta var skrifuð hver blaðagreinin á fætur annari og um þetta var rætt. Seinni hluta fyrra árs stóð alþingismaður einn f ræðustól á alþingi og talaði um 15 milljón króna okurpeninga Sambandsins. Þau eru orðin mörg stóru orðin, Rekstur Hamrafells varð andstæðingum samvinituhreyfingarinnar tilefni til mikilla rógskrifa. Þótt lit- ilsháttar reksturshagnaður yrði af skipinu á fyrra ári, er ekki annað sýnilegt en að allmikið tap verði á því í ár. sem andstæðingar samvinnuhreyfing- arinnar hafa látið frá sér fara í ræðu og riti á s.l. ári um „Hamrafell“. Ef- laust hefði mátt fá þessi ummæli dæmd ómerk með því að höfða meið- yrðamál, en Sambandið hefur ekki lagt það í vana sinn að eltast við slíkt, enda er það daglegt brauð, að á það sé ráðizt í ræðu og riti. Sambandið kýs heldur að láta staðreyndirnar tala og því er ekki úr vegi að spyrja: Hverj- ar eru svo staðreyndirnar í þessu máli í lok ársins, hver er rekstursútkoma „Hamrafells“ á árinu 1957? 15 MILLJÓNIRNAR — OG SANNLEIKURINN. Enda þótt uppgjöri sé ekki enn lok- ið, liggur nú rekstursafkoman fyrir í stórum dráttum. Þegar staðreyndirn- ar eru látnar tala, kemur sem sé í Ijós, að fullyrðingarnar um 15 milljón króna gróða eiga ekki við nein rök að styðjast. Áætluð rekstursafkoma „Hamrafells“, þegar lögmæt afskrift hefur verið tekin til greina og þegar gert hefur verið ráð fyrir áætluðu út- svari og greitt 16% yfirfærslugjald af afborgun og vöxtum ársins 1957, er þannig, að reksturshagnaðurinn er á- ætlaður kr. 1.793.000. Það liggur því Ijóst fyrir, að allt talið og öll skrifin um okurgróðann á ekki við nein rök að styðjast og blaða- menn og alþingismenn þeir, sem not- uðu stóru orðin, eru því berir að því að hafa farið með fjarstæður. Olíufarmgjöld á frjálsum markaði eru mjög breytileg og skipaeigendur geta því haft hagnað eitt árið og tap það næsta. Þannig er útlitið í byrjun þessa árs, að jarmgjöld- eru mjög lág, 23 sh. frá Svartahafi til Islands á móti 220 sh. á sama tíma í fyrra. Ef ís- lenzkir olíuskipaeigendur eiga að hlíta heimsmarkaðsfarmgjöldum, þegar þau eru- lág, þá hlýtur slíkt að verða úti- lokað eins og allar aðstæður eru hér á landi til skipareksturs, nema þeir fái að taka- sömu farmgjöld og erlendir skipaeigendur, þegar farmgjöld eru há. Þetta skilur hvert mannsbarn. Við, sem berum ábyrgð á rekstri „Hamra- (Framh. á hls. 30) SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.