Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 11
SKUGGINN Smásaga eftir Stefán Jónsson Áreiðanlega hafði eitthvað komið fyr- ir, en hann vissi ekki vel, hvað það var. Eitthvað var breytt frá því, sem áður hafði verið. Þá hafði hann setið við rúm- stokk gömlu konunnar og það var ekk- ert til, sem hann mundi betur en hönd hennar. Hvít hönd með mörgum bláum æðum. Hann hafði spurt: — Hvar var ég, þegar þú varst lítil? Þá brosti hún góðlátlega, sléttaði mjúklega úr sængurveri sínu og sagði: — Þá varst þú ekki til, vinur minn. Þú ert aðeins fimm ára, en ég er bráð- um níræð. Hann skildi illa muninn á því að vera aðeins fimm ára og bráðum níræð. — Hvernig ekki til? Hvar er maður, þegar maður er ekki til? spurði hann. — Þá er maður hjá guði, sagði hún. Hann skildi ekki heldur, hvað það er að vera hjá guði. Það var samt eitthvað og þess vegna var svarið tæmandi á vissan hátt. Hann sagði: — Og svo varð ég til, Guðrún. Var það ekki? — JÚ, svo varðst þú til. — Og mamma keypti mig fyrir sitt eigið líf? Þú hefur sagt það. Segðu mér hvernig það var, Guðrún. En hún vildi ekki segja honum það. Hún sagði, að hann væri svo lítill enn. Aftur á móti sagði hún honum, að nú kæmi dauðinn bráðum að sækja sig og fara með sig upp til guðs. Þá fór mál- ið að vandast. Þá var samt ekkert að misskilja lengur og hann sagði hug- hreystandi: — Þú skalt bara breiða upp fvrir höf- uð, svo að hann finni þig ekki. En gamla konan var svo undarlega gerð, að hún vildi ekki breiða upp fyrir höfuð. Hún sagði, að það þýddi ekki. Hún vildi láta dauðann taka sig. Dreng- urinn varð hljóður við, unz hann sagði: — En tekur hann þá ekki fleiri? Tek- ur hann þá kannski ekki fleiri? Getur hann ekki tekið einhvern í misgripum? Hún sagði. að hann tæki ekki fleiri. Hún fullyrti, að hann tæki aldrei neinn í misgripum. Drengurinn áleit samt viss- ara að vera við öllu búinn, taka vel eftir öllu. Svo liðu margir dagar, en það gerð- ist ekkert. Síðan gerðist eitthvað, en hann vissi ekki vel hvað það var. Hann var gijtur syst- ur fyrri Jconunnar sinn- ar. Drengurinn var frá fyrra hjónabandinu og honum var um megn að bera sólskin inn til þeirra. Ef til vill var hann einmitt skugginn. Hann læddist mjög gætilega frarn göngin og síðan út á stéttina. Veðrið var blítt og gott, því að vorið var komið. Hann þekkti vorið að öllu góðu. Það hafði einu sinni verið hér vor- ið, en það var svo langt síðan, að hon- um fannst þaða hafa getað verið í fyrra. Nú var það komið aftur og það var gott. Annars mátti hann ekki vera að því að hugsa um vorið. Hann læddist upp sundið milli skemmunnar og íbúðarhússins og bjóst á hverri stundu við að heyra rödd frænku sinnar að baki sér: — Það er fyrir löngu kominn hátta- tími, strákur! Það er ekki að spyrja að uppátækjunum í þér fremur en fyrri dag- inn! Hann hljóp norður túnið, en rödd frænkunnar heyrðist ekki að baki hans. Hún var reyndar ekki aðeins frænka hans. Hún var eittlivað miklu. miklu meira. Hún var móðursystir hans. Hún var kona föður hans. Ingibjörg hét hún, en hann kallaði hana stundum mömmu. Enginn átti því rneiri rétt til að kalla að baki hans: — Það er fyrir löngu kominn hátta- tími, strákur! En hún kallaði samt ekki að baki hans. Ekki í þetta sinn. Og hann hljóp norður túnið. Hann ætlaði að fela sig. Hann ætlaði að fela sig vandlega. Fela sig alla nótt- ina og kannski lengur. Hann ætlaði langt, langt burtu. Þess vegna hljóp hann. Þá varð brunnhúsið á leið hans. Hann hafði með öllu glevmt brunnin- um og brunnhúsinu, en nú urðu þau á leið hans í lægð nyrzt í túninu og í hvarfi frá bænum. Iíúsið var garnalt orð- ið og það var gat á þekju þess. Hann mundi það allt. Einu sinni hafði fénu verið brynnt hér. Þá var snjór. Það var fjarskalega langt síðan. Kannski var það einhverntíma í vetur. Hann skildi illa muninn á því aS vera aSeins fimm ára og bráSum níræS. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.