Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 15
aðar. Þetta álit er ekki horfið með öllu enn. þótt ýmsar hérlendar iðnaðarvörur standist prýðilega samanburð við sam- svarandi erlendar vörur. íslenzkur skóðinaður er nú kominn á það stig, að hann þolir fyllilega saman- burð við skófatnað á erlendum markaði. Þetta skilja þó ekki allir enn. Hvernig sem málin ráðast, er ekki talið líklegt, að skóiðjan hér á Iandi þurfi neinu að kvíða í framtíðinni. Fyrir skömmu var á ferðinni hér syðra Ríkarð Þórólfsson, sem er yfir skó- verksmiðjunni Iðunni á Akureyri. Hann liafði meðferðis sýnishorn af skótízkunni 1958. Það er greinilegt, að Ríkarður og aðrir forráðamenn Iðunnar fylgjast vel með því, sem er að gerast úti í hinum stóra heimi á þessum vettvangi. Þar eru sömu litir, sömu línur og snið og eru að „slá í gegn“ á heimsmarkaðnum. Skór og hvað annað, sem háð er tízk- unni, er sífelldum breytingum undirorp- ið og tízkan er sterkara afl en svo, að þar stoði nokkur mótmæli. Hversu fá- ránleg sem okkur virðist annars tízkan stundum vera, er það tilgangslaust að kveða hana niður. Tízkufyrirbrigði verða að fá að renna sitt skeið. Skótízkan annó 1958. Við notum tækifærið og spyrjum Rík- arð Þórólfsson um helztu einkenni á tízku komandi árs. Það stendur ekki á greiðum svörum og Ríkarð segir, að höfuð einkennið bæði fyrir karlmanna- og kvenskó verði hin mjóa tá. Á síðustu árum hafa kvenskó" farið mjókkandi fram. I ár verður táin mjórri en nokkru sinni fyrr og sérstök áherzla verður lögð á þetta lag með því að oft er skórinn ljós, en táin svört og lökkuð. Sömuleiðis hafa hælarnir farið mjókk- andi undanfarið og verða enn mjórri núna, nema hvað þeir verða ögn gildari allra neðst. Plast- og stálhælar hafa ver- ið í tízku undanfarið, en eru nú heldur á undanhaldi. Snið á kvenskóm í ár verður slétt og Iátlaust og gjarna mjó spenna eða band yfir ristina. Undanfarið hafa skórnir oft verið opnir fram á tær og íslenzku kven- fólki virðist hafa fallið það vel. Nú bóð- ar tízkan, að yfirleðrið hækki upp á rist- ina, en áherzla verður lögð á lengd fót- arins með línum í skónum. Tízkulitir á kvenskóm hafa á undan- förnum árum tekið miklum breytingum. A síðastliðnu ári voru beingult og mosa- grænt helztu boðorðin í tízkulitum. Vel klæddar ektakonur og þeirra dætur, sem að þessu leyti vilja teljast vandar að virðingu sinni, munu á þessu ári „spáss- era“ í skóm með fölum, grábrúnum eða grágrænum lit. Einnig verður á dagskrá svonefndur kíttisgulur litur og dökk- blár. Það nefna Ameríkumenn „navv- blue“ og þykir vel boðlegt. Ymis gerfiefni hafa verið reynd í staðinn fyrir leður, en ennþá hafa ekki fundizt efni, sem hafa kosti leðursins. Leðrið lagar sig bezt eftir fætinum þeirra efna, sem reynd hafa verið. I kvenskó 1958 verður notað slétt og liamrað skinn. Rúskinn þykir að mörgu Ieyti gott og notkun á því fer mjög í vöxt. Sérstaklega á það við um grófa tegund af því, sem nefnt er skrifskinn. Þeir sem búa „á mölinni“ og ganga í leðurskóm að staðaldri, þykir oft nóg um skóslitið. Sólarnir mokast upp á skömmum tíma á hörðu malbiki eða möl. I Iðunni er nú farið að nota sterka nælonblöndu í sóla á kvenskóm. Þeir eru límdir undir með firnasterku lími og eru nálega óslítandi. Að minnsta kosti endast þeir lengur en nokkrir kvenskór tolla í tízkunni. Hinsvegar er meiri erf- iðleikum bundið að festa þessa sóla und- ir karlmannaskó, að endist til lengdar. Lag á karlmannaskóm og göngulag karl- manna gerir það líka að verkum, að miklu meira reynir á sólann. Notkun á léttum sumarskóm, sandölum og svo- nefndum töfflum hefur stórvaxið að undanförnu og búizt er við því, að enn verði aukning á notkun þeirra. Karlmannaskótízkan. Eins og á kvenskóm er hin mjóa tá höfuðeinkenni á karlmannaskótízkunni í Evrópu. Þá er miðað við, að fyrir fram- an tær sé 1—l'/l cm. loftrúm. Hællinn hefur verið gerður fyrirferðarminni, sól- inn þynnri og allur skórinn léttari og einfaldari. Karlmannaskór verða ýmist með reimum, teygju eða hvorugt. Skófram- leiðendur hafa að undanförnu lagt áherzlu á að reima gegn um tvö göt á skónum í stíl við tvíhneppta jakka, sem hafa verið í sízku. í Evrópu hafa skór úr hömruðu leðri orðið vinsælir og Iðunn hefur nú sent á markaðinn slíka skó. Aferðin er feng- in með því að þrykkja leðrið í þar til gerðum mótum. Framh. á bls. 27. Þrjár gerðir af kvenskóm frá Skóverksmiðjunni Iðunni. Þessir skór sýna vel einkenni kvenskó- tízkunnar 1958 hvað formið snertir. Skórinn efst á myndinni er gulur með svörtum böndum yfir ristina og hœllinn er úr alúmintum. Skórinn í miðið er úr svörtu leðri og einnig með málmhœl. Neðst er skór úr svörtu rúskinni og keðjan yfir ristina er gyllt. SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.