Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 20
Jónas Jónsson: Fordæmi Andlegt samstarj við liðsaflann. Jónas Jónsson rceðir við samherja. Tveir læknar, Bjarni Bjarnason og Jónas Sveinsson, hófu á síðara stríðstímabilinu mjög myndarlega út- gáfu fornsagnanna og tóku með nokkr- um hætti við af Verzlun Sigurðar Kristjánssonar, sem hafði dregið seglin nokkuð saman á siðustu starfsárum hans. Útgáfa þessi varð mjög vinsæl, enda starfrækt með mikilli atorku. Eftir nokkur ár seldu þeir fyrirtækið tveimur ungum og röskum mönnum, sem unnið höfðu við bókaútgáfu frá byrjun Sýni- legt var, að þjóðin vildi eiga myndarlega útgáfu hinna fornu og þjóðlega bók- mennta. En þegar hér var komið sögu fór hina ungu útgefendur að skorta reiðufé til að Iáta útgáfuna þróast eins og málefni stóðu til. Leituðu þeir þá til Vilhjálms Þórs, forstjóra STS í Reykja- vík, og buðu honuni samstarf. Vilhjálm- ur sá, að hér var urn að ræða gott fyrir- tæki, sérstaklega frá þjóðlegu sjónar- miði. Síðan hefur verið vel búið að þessu fyrirtæki. En því miður er allmikið ósamræmi milli liinna góðu skilyrða, sem þjóðin liefur tii að lesa Islendingasögur eins og málum er nú komið og sjálfsveruleikans, því það er satt bezt að segja, að lestur ís- lendingasagna stendur, því miður, í öf- ugu hlutfalli við hina fjörugu og glæsi- legu útgáfustarfsemi. íslendingasögumar og œskulýðurinn. Þjóðháttum og uppeldisskipulagi er þannig fyrir komið, að æskumenn landsins hafa allt of lítinn tíma til að lesa þessar góðu bækur sér til sálubótar. Börn og ungmenni eru bundin á skólabckk frá 7 ára aldri fram að tvítugu. Nær þetta nokkurn veginn jafnt til stúdenta, búfræðinga, stýri- manna- og vélstjóraefna og ungra kvenna í hússtjórnarskólanum. Skólagangan reynir mjög á bæði börn og ungmenni. Langflestar skólabækur, sem þjóðfélagið réttir börnum sínum, eru frábærlega leið- inlegar, og þar sem kennarar verða að halda þessum bókum og þekkingarforða þeirra með atorku að Iærisveinunum, til þess að þeir nái sæmilegum prófum, verð- ur niðurstaðan sú, að hið þurra og kald- ranalega skólanám krefur í sínar þarfir meginhluta af lestri og orku ungmenn- anna. Þar sem skólinn er að öllum jafn- aði lítið hrífandi, verður skólagangan, undir þessum kringumstæðum, vel til þess fallin að korna þeirri trú inn í hug nemenda, að bækur séu yfirleitt mjög leiðinlegar og þreytandi. Hið mikla hung- ur skólabarna og ungmenna í hin léttúð- ugu æsirit stafar áreiðanlega ekki af því, að æskulýðurinn sé hrifinn af efni þeirra eða málfari, heldur er hin mikla sókn þeirra í þessar bókmenntir fyrst og fremst sprottin af löngun til að fá eitt- hvert lesefni, sem sé eins ólíkt skóla- bókunum og hægt er að fá. A flestum heimilum, bæði til sjávar og sveita, er nú sem stendur mjög annasamt við dag- lega framleiðslu, þannig, að eldra fólkið hefur líka of lítinn tíma til að lesa sí- gildar bókmenntir sér til hugarhægðar og á margan hátt erfiða aðstöðu til bók- fræðiiðkana heldur en var áður en véla- öldin gekk yfir landið. Ég hef, með hjálp nokkurra góðvina, gert ítrekaðar til- raunir um þekkingu ungmenna á hinum sígildu bókmenntum þjóðarinnar. Og niðurstaðan er sú, að greindir og vel Sverris konungs menntir unglingar frá góðum heimilum í öllum stéttum landsins eru nú oft svo fáfróðir um efni og anda fornsagnanna, að lengra verður tæplega komizt. Hér er ekki um að ræða kæruleysi eða vilja- leysi. Hin miklu kaup almennings á góð- um, íslenzkum bókmenntum og sérstak- lega þó á íslendingasagnaútgáfunni, sýna, að þjóðin hefur löngun til að eiga þessar merkilegu bækur á sem flestum heimilum og fullkominn metnað fvrir hönd þjóðarinnar varðandi fornsögurn- ar. Þegar gjá myndast, og hún djúp og breið, milli æskunnar og bókmenntanna, er það ekki æskunni að kenna, heldur rönguni þjóðfélagsháttum, sérstaklega á skipulagi skólanna, leiðinlegum náms- bókum og hættulegu aðhaldi um próf- lestur og mest á lítt þarfri þekkingu, sem er fastskorðuð með fávíslegri lög- gjöf. Af hverju stafar námsleiðinn? Úr þessu vandamáli er ekki hægt að ráða, nema á einn hátt. Það verður að breyta skólalöggjöf landsins. Það verður að koma út úr skólanum með lög- gjafar- og skipulagsbreytingu miklu af því þunga og dauða efni, sem nú er haldið að æsku landsins Það verður um- fram allt að afnema skólaskyldu ungl- inga á fermingaraldri. Ef börn eru ekki þreytt með leiðinlegu bókastagli í barna- skólunum, og það er fullkominn óþarfi, þá á að vera hægt að koma við allmiklu fræða- og kennslustarfi í sambandi við Islendingasögur á barnaskólaárunum, eða, ef svo mætti að orði kveða, að opna hugi barnanna fvrir þessum bókmennt- um, í stað þess, að nú er gert nokkurn veginn allt sem hægt er til að byrgja þessa fjársjóði fyrir æskumönnum landsins. Hinn góði tími frjáls sjálfsnáms er unglingsárin. A þeim árum er hægt að tryggja, að mikill hluti íslenzkra ungl- inga lesi til varanlegra heilla mjög veru- legan hluta af íslendingasögunum, þann- ig að hin þjóðlegu fræði haldi áfram að 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.