Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 25
Þorsteinn Jónsson, bóndi á Úlfsstöðum: Þeir, sem hér eru uppvaxnir, hafa ekki lifað áður Athugasemd við grein um dáleiðslu í októberhefti Samvinnunnar starfsemi félagsins, fær litlar skýringar á stórfundum. E. Th. hagar fundarhaldi sínu þannig, að félagsmenn í einni deild koma saman á Selfossi. Samgöngur eru góðar um allt Suðurland. Deildarmenn koma í fundarsalinn á Selfossi um kl. 2. Þar skýrir kaupfélagsstjórinn reikninga og fjárhag félagsins og flytur yfirlit um efnahagsmálin í landinu á líðandi ári. Þá hefjast umræður um fjárhagsmál fé- lagsins. Þá eru bornar fram í salnum kaffiveitingar, eins og þær eru bezt gerð- ar á góðum sveitaheimilum. Að lokinni hvíld við kaffiborðið slítur kaupfélags- stjórinn deildarfundinum og setur skemmti- og fræðslufund. Þá koma skáld héraðsins, Jóhannes úr Kötlum eða Guðmundur Daníelsson, og lesa upp úr verkum sínum. A undanfömum 17 árum hefur Kristmann Guðmundsson gegnt hlutverki skálds félagsins. Kl. 5 sýnir Örlygur Hálfdánarson, fulltrúi hjá Fræðsludeild Sambandsins, kvikmynd um landbúnað og aðra kvikmynd af af- mælishátíð Mjólkurbús Flóamanna frá s.l. sumri. Þar gat að líta gömlu bygg- ingar félagsins og þær nýju, sem nú er verið að reisa, og vinnubrögð beggja. Kl. 7 er kaffiborðhald í annað sinn, jafn rausnarlegt og fyrr. Þá flytur fulltrúi Fræðsludeildar Sambandsins stutta ræðu um samvinnuna, segir frá ferðum sínum um landið og framkvæmdum annara samvinnufélaga; þá kemur músik- mynd. Að því búnu flytur kaupfélags- stjóri stutta ræðu og flytur fundarmönn- um þakkir fyrir félags- og fundarstörf. Einhver af félagsmönnum mælir þá fá- ein orð og þakkar fræðslu og gestrisni. Mér hefur þótt ástæða til að nota út- gáfu Sverrissögu til að minna á þá glæsi- legu framkvæmd Norðra að gefa út hin- ar sígildu bókmenntir landsins frá fyrri öldum til þess að það bókasafn verði helgidómur á sem allra flestum heimil- um landsins. í öðru lagi er bókmennta- gildi Sverrissögu og form eftirtektar- og athvglisvert. Tækni Sverris konungs, sem kemur umkomulitill úr fátæku eylandi til að vinna heilt konungsríki, er mjög til fyrirmyndar samvinnumönnum. Þeir byrjuðu líkt og Sverrir konungur, með því að þoka úr hásæti auðugum og vold- ugum fyrirtækjum. Samvinnuleiðtog- arnir beittu oft aðferð Sverris. Annars- vegar var efnahagsbaráttan með mörg- um sigrum, en hinsvegar hin andlega ræktun og efling samúðar og bræðralags- hyggju innan félagsskaparins. Sam- vinnufélögin eru að vísu all voldugar stofnanir, en samt ekki svo styrkar, að þeim geti ekki hnignað og orðið lítils megandi, ef hin andlega ræktun er lítils í októberhefti Samvinnunnar er grein með fyrirsögninni: Getur dá- leiðslan leyst gátuna um líf og dauða? Og í rauninni er þarna ekki spurt fjarri hinu rétta. Að vísu er ekki svo að skilja, að sjálf dáleiðslan geti leyst þessa gátu. En þessi gáta mundi þó leysast langt framyfir það, sem verið hefur, ef mönnum tækist að gera sér ljóst, hvað dáleiðsla er í raun og veru. Og þetta segi ég ekki af öðru en því, að ég veit í aðalatriðum, hvað dá- leiðsla er. Dáleiðsla er, eins og dr. Helgi Péturss hefur sýnt framá fyrir löngu, framar öllu öðru sambands- ástand. Hún er með öðrum orðum að mestu sama eðlis og miðilsástand og vanalegur svefn. Þó að fá megi hinn dásvæfða mann til að segja einkum frá því, sem hann sjálfan varðar, þó að fá megi hann til að rifja upp gleymdar bernskuminningar og bernskusögu sjálfs sín, þá er þar ekki fyrst og fremst hans eigin vitund að verki, heldur einnig og fremur vitund annars og annara. Vitund dávaldsins er þar að verki og þó ennþá fremur vitundir annara, sem dávaldurinn stillir til sambands við, og er þaðan komin get- an til margs hins furðulega, sem hinn dáleiddi maður framkvæmir stundum og segir. Það er fyrir samband við öfl- ugri lífstöðvar en hér á jörðu er, þegar hinn dáleiddi maður öðlast krafta framyfir þá, sem hann hefur í vöku. Og það er fyrir samband við einn eða annan framliðinn mann, þegar hinn dáleiddi maður segir af fortilveru sinni virt eða vikið til hliðar. Á þeim vett- vangi eru þúsund aðferðir. Mér hefur þótt við eiga að skýra lesendum Sam- vinnunnar frá, hvernig einn af leiðtog- um eins af stærstu samvinnufélögum landsins, sem er önnum kafinn við hina þannig, að í rauninni er líf einhvers annars löngu liðins manns í öðru landi. En hvernig má það þá verða lausn lífsgátunnar að vita þetta? Því er þannig varið, að þegar vitað er, að Iíf hvers einstaklings og hverrar jarðar ar fyrir sig byggist á sambandi við aðra lifendur og aðrar lífstöðvar, þá hefur eðli lífsins verið skilið í aðal- atriði. Við það að gera sér ljóst sam- bandseðli dáleiðslunnar og þá um leið sambandseðli hins vanalega svefns, sem er einstaklingnum jafnvel enn meiri lífsnauðsyn en matur og drykk- ur, verður það ljóst, að lífið á hverri stjörnu er árangur af geislan líf- magns frá enn öðrum stjömum. En afleiðing þess er óhjákvæmilega sú, að sjálft lífið hlýtur að vera ákveðin nið- urskipan eða samstilling efniseinda og þarafleiðandi óaðskiljanlegt efninu. Uppgötvun lífgeislans eða lífgeislun- arinnar frá stjörnu til stjömu leiðir þannig til þess, að trúin á anda og andaheim hlýtur að hverfa úr sögunni, en að um leið opnast eðlisfræðilegir möguleikar til þess, að einstaklingarn- ir lifi áfram á öðrum jarðstjömum. Það sem leiðir af því að vita, hvað dá- leiðsla er, miðilsástand og vanalegur svefn, er þannig hvorki meira né minna en að þekking kemur í stað trúar og vantrúar í því efni, sem sér- staklega varðar líf og dauða. Menn vita þegar, að lífið hér á jörðu hefur þróazt fram frá lítilli og ófullkominni (Framh. á bls. 31) margþættu efnalegu starfsemi félagsins, en hefur jafnframt uppgötvað hentuga, einfalda og nokkuð áhrifamikla aðferð til að ráðgast við liðsmenn og foringja um verkefni félagsins. 1 því efni liggja margir vegir til Rómaborgar. J. J. SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.