Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 26
Christian Dior nýlátinn konungur í heimi tizkunnar Christian Dior var listamaður á sviði kvenfatnaðar. Að visu fannst mörgum hann helzt um of róttœkur, en engu að síður var hann sá er valdið hafði á þeim vettvangi. Dior lézt nú í haust á ferðalagi á Ítalíu. Nokkru fyrir andlát hans birtist í hinu fræga viku- blaði Time, grein sú, sem hér verður endursögð. Þar er greint á skemmtilegan hátt frá starfi og lifnaðar- háttum hins umdeilda tízkukóngs. B Það er vor í lofti í Parísar- Jj& borg. Frá hinum íburðar- jjm~ miklu salarkynnum Ritz- hótelsins berst kliður kven- radda, þaðan heyrast fagn- aðarhljóð á mörgum tungumálum og andrUmsloftið er þrungið eftirvænt- ingu. í þungum og útflúruðum sófum frá Vitoríutímabilinu sitja tízku- fréttaritarar, fatnaðariðjuhöldar og inn- kaupastjórar frá stórum vöruhúsum. Þeir halla sér makindalega aftur á bak og hvíla sín lúin bein. Hingað eru þeir komnir til að vera við þann atburð, þegar vortízka hinna leiðandi tízku- kónga Parísar er kynnt fyrir umheimin- um. Dag eftir dag frá morgni til kvölds sitja gestirnir og skoða af gaumgæfni sýningar frá þekktum listamönnum í tízkuheiminum, eins og t. d. Patou, Heim, Balmain og Fath. En hinir slyngu verzlunarmenn vita að það er ekki ráð- Úrdráttur úr Time legt að festa kaup á módelkjólum fyrr en þeir hafa séð það, sem rauðbirkinn og góðlátlegur náungi að nafni Christian Dior. hefur fram að færa. Tízkusýning Diors er þess virði að bíða ögn eftir henni. Þegar sá stóri dag- ur rennur upp beinist athyglin að gam- alli höll í Avenue Montaigne. Þangað liggur leiðin á sýningu Diors. Þegar í höllina kemur, eru allir pappírar vand- Iega athugaðir og menn eru leiddir til sætis „eftir stöðu“. — Blaðamenn fá þar sæti eftir því, hve stór og þekkt blöð þeirra eru, viðskiptavinirnir eru stað- settir eftir fyrri kaupum. A svona stöð- um vaða uppi tízkuþjófar eða öllu held- ur hugmyndaþjófar og til þess að vernda sig fyrir þeim, lætur Dior alla greiða geysihátt festarfé til þess að komast inn. Það er síðan dregið frá, þegar menn gera innkaup. Eftirvæntingin liggur í loftinu, þar í logagylltum sal hallarinnar. Konur, klæddar nýjustu tízku, sitja órólegar í sætunum og menn Iáta falla stuttar at- hugasemdir. En allt þagnar skvndilega, þegar fvrsta sýningardaman birtist og yfir mörg andlitin færðist nppgerðar- kæruleysissvipur. Hvarvetna eru keppi- nautar, sem gefa hverjir öðrum horn- auga, og hversu mikinn áhuga, sem þeir hafa, reyna þeir að koma ekki upp um sig með minnsta andlitsdrætti. Sýningardaman er tágrönn og vel vax- in. Augnaráð hennar er fjarrænt, þegar hún líður um gólfið, hún snýr sér í hring og svartklædd aðstoðarstúlka til- kynnir: „Colombine, fjörutíu og einn“. Ef heppnin er með verður þögnin í saln- urn alveg með sérstökum hætti, segir Dior og menn gleypa módelið með aug- unum án svipbrigða. Sýningardaman fer enn einn hring og hverfur síðan út af sviðinu. Christian Dior. Chrisci.in Dior Tissu Picrre; Besson: 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.