Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 27
Þær koma hver af annari og sýningin getur staðið í tvo tíma. Þá heyrist dynjandi lófaklapp og áhorfendur standa upp úr gylltum stólunum. Um allan heim bíða þúsundir blaða eftir „orðinu“, sem síðan er básúnað til fjarlægustu afkima. Dior ákvað í ár, að töfraorðið héti FRJÁLSRÆÐI: „Línan er frjáls, frjáls eins og himinninn yfir París ... víð eða þröng eftir því sem hver vill... með eða án beltis“. í haust gildir svo annað „orð“. Nú hefur hann látið frá sér fara hversdagsklæðnað, sem nefndur er „straubrettið“ og samkvæmiskjóla. sem slá allt annað út að íburði. Fyrir tíu árum kom Dior fram með new-look tízkuna og fataframleiðendur sáu sér til ánægju, að á sama augnabliki voru kjólar, dragtir og kápur í milljón- um klæðaskápa ekki lengur samkvæmt kröfum tízkunnar. Árangurinn var auð- vitað stórkostlegur frá sjónarmiði iðn- aðarins og iðjuhöldar biðu þess með óþreyju, að Dior gerði aftur „skurk“ í fataiðnaðinum. I sambandi við new-look tízkuna bannlýsti Dior hnén. „Sá likamshluti má aldrei sjást. Hnén eru hnútur og hnútur eru eftir mínum smekk mjög ókvenlegar“. Hann virðist þó með tím- anum hafa skipt um skoðun, því eitt af nýjustu boðorðunum er, að kjólfaldur- inn skuli vera um hnén. Christian Dior er fæddur árið 1905 og forfeður hans voru ríkir aðalsmenn. For- eldrar Christians vildu gera diplómat úr stráknum, en hann var með allan hug- ann við teikningar og umfram annað voru það föt, sem hann teiknaði. Hann hreifst af listamannalífinu í París og brátt var hann horfinn í sollinn. Hann skorti ekki fé og gekk þar um stræti með flaueliskraga og bowlerhatt í félagsskap listmálara og tónlistarmanna. Brátt stofnaði hann listverzlun og hafði til þess styrk frá föður sínum, en gamli maðurinn varð gjaldþrota skömmu síðar. Það var árið 1935, að tízkuhús í París keypti nokkrar kjólateikningar af Dior, honum sjálfum mjög á óvænt. Það varð til að kveikja bál af þeim neista, sem fyrir var hjá Dior. Hann byrjaði fyrir alvöru á tízkuteikningum, og „fyrst þá, þegar ég var þrítugur að aldri, byrjaði líf mitt“, sagði hann seinna. I þrjár aldir hafa klæðskerar Parísar- borgar haft tögl og haldir í tízkuheim- inum. Sá ljómi hefur staðið allt frá dög- um Lúðvígs fjórtánda. En í lok síðari heimsstyrjaldarinnar var ládeyða í frönskum tízkuhúsum og New York notaði tækifærið og lýsti því yfir, að miðstöð tízkunnar væri nú að finna þar á austurströnd Vínlands liins góða. ítal- ir bentu á Róm, en París hafði enn ekki sagt sitt síðasta orð. Stærsti vefnaðar- vöruframleiðandi Frakka, Marcel Bous- sac, varð að vonum skelkaður og fór að líta í kring um sig eftir tízkuteiknara, sem hleypt gæti fersku blóði í Parísar- tízkuna. Glöggskyggnir menn bentu honum á Dior. Árangurinn var stórkostlegur og París var óumdeilanlega miðstöð tízkunnar sem fyrr. Lausn Diors var new-look og hann útskýrði það á þennan hátt: „Stríðinu var lokið og konur jafnt sem karlar höfðu klæðzt einkennisbúningum með stoppuðum öxlum. Ég umskapaði þessar axlir og gerði þær ávalar og sömu- leiðis brjóst. Ég gerði kragana eins og nýútsprungin rósarblöð og pilsin stóðu út eins og blómhnappar“. Fyrirtæki Diors hefur vaxið eins og hitabeltisplanta með milljónir Boussacs að bakhjalli og útibú fyrirtækisins eru um allan heim. Hann er nú byrjaður að framleiða ilmvötn, sokka, undirfatnað, hanzka og pelsa. Dior selur árlega tízku- vörur til útlanda fyrir hvorki meira né minna en ca. 35 milljónir króna og það er helmingurinn af öllum tízkuvöruút- flutningi Parísarborgar. Meira en helmingur af módelvöru- framleiðslu Diors fer til fastra viðskipta- vina, sem eru ákaflega vandlátir. Margir þessara viðskiptavina koma frá útlönd- um, en umfram allt er það einn við- skiptavinur, sem allir listamenn á sviði fatatízkunnar verða að hafa ánægðan. Það er hin glæsilega og auðuga Parísar- kona, — kona, segir Dior, sem er milli þrítugs og fertugs og hefur unnið nokkra sigra á vettvangi samkvæmislífsins. I raun og veru, segir Dior, þarf konan ekki að ná hámarki glæsileikans fyrr en líkaminn hefur misst eitthvað af fjað- urmagninu og töfrar persónuleikans koma betur í ljós og þá er kominn tími til að huga vel að fatnaðinum. — Þessar glæsilegu og vel klæddu París- arkonur eru ef til vill milli 7 og 10 þús- und að tölu og þær eru þeir viðskipta- vinir tízkuhúsanna, sem erfiðast er að gera til hæfis. Þær lifa fyrir föt og ytra útlit meira en nokkuð annað. Þær eru reiðubúnar til að eyða mörgum klukkutímum til að finna nákvæmlega þá sokka sem passa við ákveðinn kjól eða dragt. Þeg- ar þær máta fatnað hjá klæðskerum, setjast þær og standa upp á víxl og vinda sig á allar hliðar, því ef til vill finnst einhvert smáatriði, sem hægt er að lagfæra. Aðeins það bezta er nógu gott. Þær vita, að í samkvæmislífinu Kápa eftir Dior. Þannig rissaði hann upp myndir með túskbleki og ef til vill var þar á ferðinni ný lína og þar með auðvitað allar fyrri línur orðnar ,iómóðins.,t hvíla á þeim rannsakandi augu og æfð í gagnrýni. Þegar Dior undirbýr tízkusýningar, byrjar hann daginn rólega. Hann lætur færa sér te í rúmið og fær sér bað í grænu marmarabaðkeri. Þegar dagurinn er liðinn hefur liann þakið hundruð af litlum pappírsörkum með alls konar teikningum. Síðar fer hann yfir þessar teikningar með aðstoðarmönnum sínum og ,,lína“ komandi árstíðar er valin. Hátt í tvö hundruð módelflíkur verða saumaðar og því er skipt á nokkrar vinnustofur. Dior stjórnar tilbúningi hvers einasta módels. Þá situr hann í stól með háu baki og klæðist hvítum kirtli. I hendi sér hefur hann gyllt prik og með því bendir hann, þegar hann gefur fyrirskip- anir: — Binda slaufuna aftur — færa hana upp — niður — færa sauminn aftar — o. s. frv. Á sýningunni verða að vanda fimm eða sex módel, mjög sérstæð og óvanaleg. Dior kallar þau „Trafalg- (Framh. á bls 31) SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.