Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.01.1958, Blaðsíða 35
vegum hins opinbera eða með sam- starfi margra einstaklinga, t. d. sam- vinnuhreyfingarinnar. Það er eðlilegt að hið opinbera taki að sér stærstu framkvæmdirnar, svo sem raforkuver og stærri iðnframkvæmdir, en hitt þarf einnig að koma, að frjálst fram- tak á vegum samvinnuhreyfingarinn- ar geti einnig ráðizt í stórar fram- kvæmdir. Samvinnuhreyfingin mun fylgjast vel með og athuga gaumgæfilega möguleikana til áframhaldandi upp- byggingar á heilbrigðum grundvelli. Fríverzlunarsvæðið getur flýtt fyrir að hafizt verði handa. En því má ekki gleyma, að allar framkvæmdir kosta mikið fjármagn. Samvinnumenn verða því að leggja höfuðkapp á að auka fjármagnið í samvinnufélögun- um á komandi árum. Með því er lagð- ur grundvöllur að stórum fram- kvæmdum á vegum hreyfingarinnar, sem munu bæta og tryggja afkomu þeirra 30.000 heimila, sem eru í kaup- félögunum, svo og annara samvinnu- manna. Ég flyt öllum samvinnumönnum beztu þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári og óska þeim og landsmönnum öll- um gæfu og gengis á árinu 1958. Erlendur Einarsson. Þeir, sem hér eru ... (Framh. af bls. 21) byrjun og þeir vita einnig margt um starfsemi þess í einstaklingunum. En hér sést fram á miklu meira. Hér blas- ir það við, hvernig lífið hófst upp úr hinni líflausu náttúru og hvað það er, sem knúið hefur fram þróun þess. Og þetta hlaut að verða eins og annað í tilverunni samkvæmt lögmáli öldurin- ar. Líf og dauði hlutu að skiptast á, starf og hvíld. Vaka og svefn hlutu að skiptast á hjá hinum lifandi einstakl- ingi. Og þegar þroskafyllingu hans hafði verið náð á einni jörð, hlaut hann að hverfa til annarar jarðar og hefja þar nýtt skeið. En byrjun ein- staklingsins verður ekki nema einu sinni á þann hátt, sem hér á sér stað. Það á sér ekki stað nema einu sinni, að maður vaxi af fóstri og sé lítið bam. Þeir, sem hér em uppvaxnir, hafa ekki lifað áður. Og fyrir þeim liggur það eitt að halda áfram að vera það, sem þeir eru þegar orðnir, nema hvað það er tilgangur hvers eins að bæta æfin- lega nokkru við þroska sinn. Þorsteinn Jónsson, Ulfsstöðum. Fengsælar Njarðvíkur... (Framh. af bls. 15) um sjá, fylgdi honum morgun hvern að vagni þeim, er flutti hann á vinnu- stað, og beið hans þar að kvöldi. Að þremur árum liðnum varð sú breyting á, að húsbóndinn kom ekki heim: verksmiðjan, sem hann vann í, hafði orðið fyrir manngerðum lofteldi og iðnaðarfólkið hlotið ókeypis leg í rúst- unum. Tryggur hélt uppteknum hætti, nema hvað honum þaðan í frá þótti öruggara að eiga náttból undir vagni þeim, er flutt hafði húsbónda hans heiman og hlyti því að skila honum heim aftur, þótt síðar yrði. Á þrett- ánda biðárinu var að mennskum sið boðað til blaðamannafundar og seppi sæmdur heiðursmerki fyrir eindæma tryggð; vafalaust verður honum boðið hlutverk í kvikmynd. Homo sapiens kann að þessu. Hinu kann bið á að verða, að maðurinn átti sig á, að skynlausari skepnu getur á stundum ekki. Og er leiðtoginn í stjómmálum þar engin undantekning, því miður.En um leið og mannkynið af einfeldni skynjar takmörk sín og takmarka- nauðsyn, ætti því að reynast auðgert að framkvæma í auðmýkt og án yf- irlætis friðarhugsjón þá, er tryggja mun velferð þess og sem ein er sam- boðin ofsalausri vitsmunaveru. Gunnar Gunnarsson. Christian Dior (Framh. af bls. 23) ar-módel“, því þau geta orðið örlaga- rík. Blöðin birta af þeim stórar myndir. Þessi módel hefur Dior til þess að koma á óvart, en einnig til að fikra sig áfram. Fái hann vind í seglin, hefur hann þar með lagt grundvöll að enn nýju fyrir næstu vor eða hausttízku. Dagana fyrir sýninguna er allt á öðr- um endanum og flestir hafa tapað taug- unum. Aðstoðarmennirnir skammast og það líður yfir sýningarstúlkurnar af á- reynslu. Sjálfur grætur Dior eins og barn af æsingi. Hann dvelur í búnings- herbergjunum á sýningardaginn. Þar er allt á öðrum endanum. Sýningarstúlk- urnar eru á fleygiferð, ýmist hálfnaktar eða dúðaðar í pelsa. Taugaóstyrkar að- stoðarstúlkur og saumakonur klæða stúlkurnar og lagfæra það sem með þarf. Stúlkurnar koma inn aftur hver af ann- ari til að skipta um sýningarskrúða og Dior spyr þær með ákefð um undirtektir áhorfendanna. Að lokum er tjaldið dreg- ið til hliðar og Dior hneygir sig fyrir fagnandi mannfjöldanum. Bjarni Guðmundss. .. (Framh. aj bls. 17) bilið er betri en ekkert. Á sumrin ferð- ast hann um héraðið eftir megni og slœr niður tjaldi um helgar á fögrum stað. Nú er þar til máls að taka, að starfsmenn hjá kaupfélögumtm og Sam- bandinu standa að blaði, sem heitir Hlynur. Ritstjóri þessa blaðs, Orlygur Hálfdánarson, var á ferðinni í sumar austur í Hornafirði til að halda þar hús- mœðrafundi, eins og frá var sagt í síðasta blaði Samvinnunnar. Hann hitti Bjarna að máli og þar var ákveð- ið, að Hlynur skyldi gangast fyrir sýn- ingu á verkum Bjarna með haustinu. Sýningin var opnuð 22. nóvember og varð jrceg fyrir þcer sakir, að allar myndirnar seldust á tveim klukkutím- um. Reyndist þá svo, að margir höfðu haft spurnir af kunningsskap Bjarna við listagyðjuna og fýsti nú að eiga verk eftir þennan vingjarnlega öldung, sem hingað til hafði ekki hirt um að kynna verk sín í höfuðstaðnum Myndirnar á sýningunni voru allar úr Hornafirðinum. V atnslitamyndir voru heldur t meirihluta og um leið betri en olíumyndirnar. Bjarni hefui náð góðri tækni við vatnsliti og mcettu þeir ýmsir kallast fullscemdir af, sem eru „sigldir og stúderaðir". G. S. — Uss, góða vertu ekki hrædd. Hundurinn er dauðmeinlaus. Hann rífur af þér fötin í mesta lagi. SAMVINNAN 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.