Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 4
★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Samvinnusamtök í Svíþjóð, Belgíu og Sviss, hafa unnið stórvirki í mannúðar- málum og sýnt og sannað að hugsjón samvinnustefnunnar byggist ekki eingöngu á verzlunarviðskiptum Samvinna í þágu mannúðar Nýlega var stungið upp á því í dálkum samvinnublaðs í Englandi, að samvinnuhreyfingin beitti sér fyr- ir því, að ellistyrkþegar fengju veru- legan afslátt á brauði, mjólk og kol- um — að minnsta kosti til reynslu í þrjá mánuði. Hvað sem segja má um þessa uppá- stungu, er lítill vafi á því, að margir samvinnumenn myndu fagna slíku frumkvæði, sem leggur ekki síðri áherzlu á hina félagslegu og mannúð- legu hlið samvinnustarfsins en hina efnahagslegu. Eftir K. Sandiford, B. A. Nú á tímum er því haldið fram — og aldrei hrakið að neinu gagni, að lítið hugsjónabragð sé Iengur á sam- vinnuhreyfingunni, en þess í stað snú- ist starfsemi hreyfingarinnar fyrst og fremst um verzlun. Auðvitað væri það óviturlegt að leggja til, að dregið væri á nokkurn hátt úr viðleitni samvinnuhreyfing- arinnar til að efla verzlunarstarfsem- ina. Án góðs árangurs á vettvangi viðskiptanna, væri enginn grundvöll- ur fyrir annars konar starfsemi af hálfu samvinnufélaganna. En hinn látni franski samvinnufrömuður, Charles Gide, sagði: „Ef samvinnu- starfsemin miðast eingöngu við við- skiptastarfsemi, þá er það lítilfjörleg starfsemi.“ Hvers vegna gætu ekki athafnir í félagsmálum haldizt í hendur við viðskiptalífið með jafn jákvæðum ár- angri? Þessar tvær hliðar eru alls ekki ósamræmanlegar eins og nokkur framsæknustu og bezt skipulögðu samvinnufélög í Evrópu hafa sýnt og Hinar belgisku samvinnutryggingar, La Prevoyance Sociale, hafa unnið stórvirki í félags- og mannúðarmálum. — Hér er mynd af starfseminni í einu af hinum mörgu heilsuhælum fyrir lamaða, sem La Prevoyance Sociale hefur látið reisa. Svissneska samvinnusambandið hefur gengizt fyrir húsmæðranámskeiðum í fjallaþorpum, sem hafa orðið aftur úr. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.