Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 5
sannað, sérstaklega í Svíþjóð og Svisslandi. Folksam. Nefna má til dæmis þá mannúðar- starfsemi, sem hinar sænsku sam- vinnutryggingar, Folksam, hafa stað- ið fyrir. Folksam hefur lagt áherzlu á að greiða úr vandræðum þeirra, sem fatlazt hafa líkamlega. A þann hátt hefur félagið gert mikið til þess að skapa vinsamlegt almenningsálit á samvinnusamtökunum. Síðan 1953 hefur Folksam látið af hendi rakna 7000 sterlingspund á hverju ári til frekari tilrauna á þessu sviði. Læknum hefur verið gert kleift að Ijúka tilraunum, sem hafa leitt til nýrra lækningaaðferða. Margir lækn- ar hafa fengið styrki til að halda á- fram námi og rannsóknum erlendis, og aðeins ein krafa hefur verið gerð til þeirra, en hún er sú, að sænska læknastéttin skuli hafa aðgang að niðurstöðum rannsókna þeirra. Folksam hefur einnig veitt fé til ýmissa sérstakra hluta, eins og til dæmis til þess að smíða fullkomnari stjórntæki í bifreiðar fyrir lamaða. Folksam hefur og veitt fé til að kenna lömuðum og fötluðum þau störf, sem geta gert þá hina sömu efnahagslega sjálfstæða. Það síðasta, sem Folksam hefur færzt í fang í mannúðarmálum, er að gera árið 1958 að „heilsuári“. Þetta er gert með stuðningi verkalýðssam- takanna, heilbrigðisyfirvaldanna og ýmissa íþróttafélaga. Reynt verður að vekja þjóðina til umhugsunar um þá erfiðleika, sem lamaðir og fatlaðir eiga við að stríða. Orvaður verður á- hugi fyrir almennum mataræðis- og heilbrigðisvandamálum og fólk hvatt til þátttöku í heilsusamlegum íþrótt- um. Heilsuhœli í Belgíu. Hinar belgisku samvinnutrygging- ar, La frevoyance Sociale í Brússel, hafa einnig unnið merkilegt mannúð- arstarf. Undir kraftmikilli og frjórri forustu Henri Lemaire, forstjóra, hef- ur verið komið á fót starfsemi í mann- úðarmálum, sem jafnvel svörnustu andstæðingar samvinnuhreyfingar- innar hafa neyðzt til að dást að. Árið 1925 var hafizt handa um þessa starfsemi og tvö heilsuhæli opn- uð það ár. Á næstu árum voru byggð- Folksam, hinar sænsku samvinnutryggingar, hafa unniö stórvirki til þess að hjálpa lömuffum húsmæffrum. Fullkominna tækja hefur veriff aflaff og hinum lömuffu hefur veriff kennt aff beita þeim. Þá hefur Folksam útvegaff bíia meff sérstökum útbúnaði fyrir hina lömuffu og sést einn slíkur t. v., efst á blaffsíffu 4. Svissneska samvinnusambandið, V. S. K., gekkst fyrir fjársöfnun til kaupa á þyr- ilvængju, sem síffan var afhent svissnesku flugbjörgunarsveitinni. Flugbjörg- unarstarfiff er afar mikilvægt, þegar skriðuföll og snjóflóð ber aff höndum. ar heilsuverndarstöðvar, þar sem al- menningi er gefinn kostur á læknis- rannsókn án endurgjalds. Árið 1935 eignaðist félagið kastala, sem var breytt í heilsuhæli fyrir veiklaða unglinga. Á næsta ári var öðrum kast- ala breytt í hvíldarheimili fyrir aldr- að fólk. Þá lagði tryggingafélagið fé af mörkum til stofnunar fyrir félags- leg fræði, þriggja heilsuhæla fyrir verkafólk og loks lagði það til tæki í stóra rannsóknarstofu við háskólann í Brússel. Aðstoð við jjallabúa. Ekkert samvinnufyrirtæki hefur þó lagt meira af mörkum til félags- og mannúðarmála heldur en svissneska SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.