Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 9
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði, áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði. Mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn þar upp sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. J. H. ári. Sumarið hafði reynzt of þurrviðra- samt fyrir þessa nýrækt í sandinum, og var þarna því minna en hálft gras við það, sem er í góðu túni. Nefndarmenn létu í ljós hálfgerða vorkunnsemi yfir þessu grasleysi. Bóndi brosti. „Þetta er gróðafyrirtæki“, sagði hann. Hann hafði fengið gott gras þarna fyrsta árið. Þessi sami bóndi hafði aðra tilraun að sýna. Hann hafði þarna uppi í Sellönd- um, 300—400 m yfir flæðarmáli, borið til- búinn áburð tvö vor á land sem sýndist gróðurlaust að kalla — utan girðingar. Þetta var reyndar ekki tilraun í stórum stíl, tilraunasvæðið á stærð við góða lóð í Reykjavíkurbæ. Á mestan hluta þessa lands hafði hann borið blandaðan áburð, í sömu hlutföllum og svipað að magni og talið er bezt henta fyrir venjulegt tún, á nokkurn hluta hafði hann borið köfn- unarefni eingöngu og á nokkum hluta aðeins fosfór. Þar sem blandaður áburð- ur hafði verið á borinn, var nú sam- felldur gróður, en eigi sást, hve stórvax- inn, því að bitið hafði verið við rót. Þar sem köfnunarefni eitt hafði verið á bor- ið, voru blágrænir hnúskar, litlir en nokkuð þéttir, og ekki mikið bitnir. Af fosfórnum einum saman sást ekki árang- ur. Þar sem blandaði áburðurinn hafði verið á borinn, var komið allt að 2 cm lag af sandblandinni mold; sýnilega að- allega áfok frá víðlendum sandinum um- hverfis. Þarna er land þó svo blásið, að sandfok er ekki mikið. — Nefndinni virtist sem þessi litla tilraun sýndi það glögglega, að sandinn má auðveldlega græða með því einu að bera á hann. En hitt hefur tilraunin ekki sýnt enn, hversu lengi þarf á sandinn að bera til þess að samfelldur gróður haldizt nægilega þroskamikill til þess að landið megi telj- ast fullgróið. Líklegt er, að það fari mjög eftir áfokinu. Upp um öll afréttarlönd er áfok meira eða minna, sums staðar svo mikið, að það verður að stöðva til þess að land geti gróið öðrum gróðri en þeim, er vex í foksandi, sums staðar svo lítið, að það flýtir lítið fyrir jarðvegsmyndun, sums staðar nærri því að vera hæfilegt til þess að veita gróðri, sem aðeins nýt- ur lítillar moldar, nokkra næringu og flýta fyrir jarðvegsmyndun. Þessi eru rök til þess, að nefndinni þótti ástæða til að athugað væri, hversu miklar auðnir væru hér á landi neðan við 400 m yfir flæðarmál, og miklar líkur væru til að græða mætti með auðveld- um hætti, eins og mývetnski bóndinn hafði grætt sandblettinn uppi í Sellönd- um, eða á sama hátt og sandarnir á Rangárvöllum, í Skógum og Sólheimum höfðu verið græddir. Hún lét því gera mælingar á kortum herforingjaráðsins á öllum hinum stærri sand- og melasvæð- um. Þessar mælingar gerði starfsstúlka á Hagstofu íslands, Hjördís Jónsdóttir, með leiðbeiningum og aðstoð skipulags- stjóra, Zophoníasar Pálssonar, er einnig lánaði mælingatæki, en í samráði við Pál Sveinsson sandgræðslustjóra og Arn- ór Sigurjónsson um það, hvað mæla skyldi. Þeir Páll og Arnór höfðu hins veg- ar samráð um það, hvernig meta skyldi það, er mælt var, eftir því hve auðvelt það mundi vera eða líklegt til græðslu. En það, sem mælt var, mátu þeir í þrjá flokka þannig: 1. Auðnir lægri en 400 m yfir flæðar- mál, sambærilegar til græðslu Sólheima- sandi og Skógasandi og a. m. k. ekki örð- í Gunnarsholti eru nú víðáttumikil cg frjó- Landvinningar Sandgræðslunnar á Skógasandi. söm tún, þar sem eitt sinn var svartur sandur. Ljósu reitirnir sýna hvað ræktað hefur verið. SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.