Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 17
Sigurður H. Guðmundsson Sigurður Geirdal Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Á Örlygsstöðum Er hnígur sól í sævardjúpin köld, ég sé í anda liðin árafjöld. Úr blárri fjarlægð gefst mér gömul sýn í gylltum roða svífur hún til mín. Nú sé ég hópinn fráan flokk á reið og framundan þeim Héraðsvötnin breið. Úr Reykjaskarði kemur fylking fríð, en fyrir handan búast menn í stríð. Nú sé ég geysa harðan hildar leik og hetjur týnast fyrir sverða eik. Er dreyra þakinn drengur féll á storð úr djúpi hugans líða þessi orð. „Senn kveð ég líf, sem eitt sinn brosti blítt og betur hefði ég fóstru minni hlýtt. Hin bjarta sól á bláu fjöllin skín, en bak við þau er litla stúlkan mín.“ Hér lít ég fallið Sighvats sveina val og sviptan klæðum margan göfgan hal. Sturlu sjálfrar stirðnað hefur brá. Styrjarhjarli hvíla drengir á. Það dimmir skjótt og dapur kveiki ég eld, því draugalegt mun verða hér í kveld. Nú dvínar sýn, en sækja fast að mér svipir þeirra, er eitt sinn féllu hér. Kvöldvísur Halinn vefur húmið dökkt, hrundin ljúfa blundar. Ljósin eru langflest slökkt, lund til drauma skundar. Oft á kvöldi uni þá, einn um stund við glugga. Himintjöldin bleik og blá boða fund við skugga. Húmið tælið húmið vefur, hjúpar kvöldsins rökkurpilt. Vonin gælir, vífið sefur, verða tjöldin himins gyllt. Strengi hjartans stillir hátt, styrjöld þjáninganna. Tagóre með töframátt, túlkar hugsun manna. Ungur halur upp í sveit átti stúlku og barnahjörð. Gerði það sem guð einn veit, að getur uppfyllt vora jörð. Leit ég unga lipurtá, létt og hýrt var blikið. En meyjan hafði þegar þá þrettán pilta svikið. Amor skálar, upp ég vek, ástarbál hjá sprundum. Orðsins stál í ljóðum lék, létt var mál á stundum. Minn er andans máttur skær, mæringsvinur frómi. Syngur strengur silfurtær, sál af gleði hljómi. Hugarflug Kennt hefur lífið mér lánkerfi sitt, ég leyfi þér um það að heyra: Gerðu þitt bezta, en gráttu ekki hitt, þótt getir þú ekki meira. Auka þér skaltu af verkunum vöxt, og vitið mátt auðga að því skapi. Þegar persóna í moldina að lokum er lögzt, verður leiftur af stjömuhrapi. Því stjarnan sem blikandi steypist í haf, er stofninn að því sem þú gerðir. Hinn margliti eldhnöttur máttinn þér gaf, svo mikill í dauðanum verðir. Mátturinn, stjarnan, og maður á jörð, er meitlað af sömu höndum, þær setja þér stofninn að sérhverri gjörð, og sverfa þig lausan úr böndum. Hendurnar þessar, þær eru ég, þær eru við og stjarnan. Þær eru sýn er við sjáum á veg, er sofandi reikum við gjarnan. Theología Lífið er speki og læra af því má, þótt leiðina þegjandi arkið. Gervallar lífverur lifa og ná, leiðtoga sínum við markið. Hvort guðinn er Allah, Jón eða ég, er jafnhá að gæðum hans eilífa nægt. Hann leiðinni beinir frá vonzkunn- ar veg. Með valdi hans hættunum frá oss er bægt. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.