Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 22
Marteinn brúsi gekk út í garðinn og skipaði svo fyrir, að þar skyldi leitin hafin að Níelsi. — Hvar var það eiginlega, sem þú sást guðsmanninn að grefti? Hjáleigubóndinn hafði allt til þessa haldið að sér höndum og horft á það, er fram fór. Þegar Brúsi beindi til hans spurningu sinni, var sem hann vaknaði af draumi. Svo sem annars hugar leit hann í kringum sig, — benti síðan út í horn, þó nokkra faðma frá þeim stað, þar sem grafið hafði verið. — Ég held það hafi verið þarna. — Hvað segir þú, Jens minn? hrópaði prestur, bæði hissa og reiður. Hvenær hefur þú séð mig að moldarverki? Marteinn brúsi skeytti mótmælum séra Sörens ekki hið minnsta, kallaði til sín verkamennina, ruddi til hliðar kál- leggjum, kvistum og ýmsu öðru braki og sópaði eftir, Var þá að nýju tekið að grafa af kappi. Mér var orðið hugarhægra og var í ró og næði að skeggræða við séra Sören um ábyrgð rógsmanna og hver hegning hér helzt kæmi til greina. Heyrðum við þá allt í einu hróp og fyrirbænir. Var það einn af vinnumönnum prests; býsnaðist hann mjög og bað Guð koma sér til hjálpar. Varð okkur litið í áttina og sáum, að hann stóð með moldugan hattkúf í höndum sér. — Hér mun sá fólginn, sem flúinn er talinn, sagði Brúsi bóndi og kvað fast að orðunum. — Hatt þenna átti bróðir minn — og er nú höfuðfatið fundið! Mér varð svo við, að engu var líkara en blóðið storknaði í æðum mér; vonir mínar gervallar visnuðu sem ljá á sláttu- teigi. — Pælið þið, piltar mínir, hrópaði sá, er blóðhefndinni stýrði, geigvænlegur á svip, og gekk hann þó betur fram í moldarmokstrinum en nokkur hinna. Mér varð litið á Vaðlaklerk. Augun, uppglennt, viku ekki af hinum válega stað. Bleikur var hann sem nár. Var þá enn hrópað, og stóð að þessu sinni hönd upp úr mokstrinum — framrétt í áttina til þeirra, er hér höfðust að. Kallaði þá Brúsi bóndi á okkur hina, — bað okkur athuga vel verksummerki: — Þér sjáið að hann réttir mér höndina, æpti hann sár- beiskur og þó um leið sigrihrósandi: Bíddu andartak, bróðir minn Níels! . . . Þér er víghefnd vís. Varð þess þá eigi langt að bíða, að líkið væri losað úr jörðu, og reyndist vera sá, er saknað var, andlitið að vísu tekið að fúna og torkennilegt, enda nefbeinið brotið og nefið útflatt. Klæðnaðinn var hins vegar ekki um að villast, samþjónar ek- ilsins könnuðust við hverja flík. Einnig merkisstafirnir á skyrtunni töluðu máli sínu. Jafnvel blýhringurinn í vinstra eyra var vís á sínum stað. — Jæja, prestur góður, sagði Brúsi bóndi: Legg þú nú hönd á höfuð dauðingjans, ef þú treystir þér til. Vaðlaklerkur bað Guð almáttugan vera sér í nauðum nær- staddan og leit til himna: — Þú ert mér vitni, að eg er alsaklaus, andvarpaði hann: Hitt er sönnu nær, að eg lumbraði á piltinum — þó ekki öðru vísi, en að hann var fær um að hlaupa leiðar sinnar. Víst barði eg hann, og má nú iðrast þess biturlega. Hver það er, sem grafið hefur hann í jörðu á þessum stað, — það veit sá einn, sem allt veit, en ekki minn vesalingur. — Um þá hluti er Jens okkar Larsen þó allt að því jafn- fróður Guði almáttugum, skaut Ingvarsstaðabóndinn inn: Og vera kann að fleiri finnist, ef vel er leitað. Væntanlega látið þér ekki hjá líða, héraðsfógeti, að yfirheyra heimilisfólk af- brotamannsins? Varla mun seinna vænna að hneppa þennan úlf í sauðargæru í trygga vörzlu! Vænti eg þess fastlega, að svo verði gert tafarlaust. Hvernig átti eg að efast lengur? . . . Málið lá mikils til of ljóst fyrir til þess, að um nokkurn vafa gæti verið að ræða. Þegar héf var komið var eg falli nær af ótta og viðbjóði; en einmitt þegar eg var í þann veginn að segja við prest, að hann yrði að vera við fangelsun búinn, yrti hann á mig að fyrra bragði — hann skalf eins og hrísla. — Böndin berast að mér saklausum, sagði hann: Þetta hlýtur að vera verk Óvinarins mikla og ára hans. Sá lifir þó, er sjá mun svo til, að sakleysi mitt verði lýðum ljóst. Má eg vel í böndum bíða þess, sem hann alvitur hefur mér fyrir- hugað. Gerið skyldu yðar, herra héraðsfógeti! En látið ekki hjá líða að hughreysta dóttur mína. Verið þess minnugur, að hún er yður heitin. Rétt í því hann sleppti orðinu kvað við angistarvein að baki mér og heyrði eg að einhver féll til jarðar. Var það unnusta mín, — það hafði liðið yfir hana. Guð gefi, að eg einnig hefði hnigið niður — og við aldrei vaknað af því dái. Þegar eg lyfti henni frá jörðu, hélt eg að hún væri liðið lík; en faðir henn- ar þreif hana úr höndum mér og bar hana inn. í sömu andránni var kallað á mig og eg beðinn að athuga áverka á höfði myrta mannsins; sárið var eigi sérlega mikið umferðar, en höfuðkúpan löskuð. Öll líkindi virtust benda til, að reka eða eitthvert annað amboð af líku tagi hefði verið þar að verki. Gengum við síðan öll með tölu í húsið inn, og var þá heit- kona mín komin til sjálfrar sín. Lagði hún hendur um háls mér innilega og særði mig við himnaföðurinn og heilög rögn, að frelsa föður sinn úr þeim ógnarvoða, er að steðjaði. Að svo mæltu grátbændi hún mig um, að eg — ef mér þætti enn vænt um sig — gæfi leyfi til að hún fylgdi föður sínum í fangavistina, og gat eg ekki af mér fengið að synja henni um þá bón. Fylgdi eg þeim síðan sjálfur til Armóta. — Guði ein- um er kunnugt um það, hvernig mér þá var innanrifja. Þögul ókum við leiðina á enda, — ekkert okkar mælti auka- tekið orð. Fyrir dyrum dýflissunnar skildi leiðir. Var eg þá — og er enn — yfirkominn af örvæntingu. Mikið vildi eg gefa til, að eg hefði aldrei hlotið embætti það, er eg, fávís maður, eitt sinn girntist svo ákaflega. Það er þung iðja að vera dómari, — í dag hefði eg feginn viljað skipta sæti við eitthvert þingvitnanna! 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.