Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 23
Þegar þeir að nýopnuðu dómþinginu færðu fyrir mig orðs- ins þjón, hlekkjaðan á höndum og fótum, varð mér hugsað til Lausnarans á þeirri stundu, sem hermennirnir leiddu hann fyrir Pílatus. Unnusta mín liggur sjúk að Armótum — en það var sem hvíslað væri að mér með hennar elskulegu rödd: — Saurga eigi hendur þínar á saklausum þegni! . . . Mætti Guð gefa, að sú yrði raunin. Líkindi til að ákærði sé saklaus, fæ eg þó engin séð. Frumvitnin þrjú staðfestu með eiði fyrra framburð sinn, svo að engu skakkaði, hvorki til né frá. En jafnmörg vitni önnur höfðu við bætzt, sem sé vinnu- mennirnir báðir og griðka, ráðin til útiverka. Piltarnir höfðu verið staddir í dagstofu starfsfólksins um hádegisbilið daginn, sem morðið var framið. Gegnum opinn glugga höfðu þeir fylgzt með orðasennu þeirri, sem klerkur átti við ekil sinn. Bar þeim og mæðgunum saman um hið gífurlega orðbragð og að prestur hefði sagt: Eg skal lúberja þig, hundurinn þinn! — Þú skalt liggja dauður fyrir fótum mér! Raunar höfðu þeir tvívegis áður heyrt prest hafa í hótun- um við Níels brúsa, án þess að meira hefði af orðið. En þeir urðu að viðurkenna, að Vaðlaklerkur svifist þess ekki að nota hvert það barefli, sem var hendi næst, þegar honum sinnað- ist. Sem dæmi nefndu þeir, að hann hefði einhverju sinni danglað í kúasmalann með tjóðurhæl. Framburður vinnukonunnar upplýsti annað atriði málsins. Nótt þá hina sömu, er hjáleigubóndinn þóttist hafa séð prest að grefti í garði sínum, hafði griðkan legið andvaka. Heyrði hún þá að gengið var út garðdyramegin, og þar sem hún furð- aði sig á, hver það gæti verið, skrapp hún framúr og leit út um gluggann. Sá hún þá húsbóndann í síðslopp og með nátt- húfu á höfði á stjái í garðinum — hvað hann kynni að hafa dundað við, vissi hún ekki. Um það bil klukkustund síðar heyrði hún aftur hrikta í útidyrahurðinni garðmegin. Að endaðri vitnaleiðslu spurði eg ólánsmanninn, hvort hann vildi meðganga verknaðinn, eða hvað hann annars hefði fram að færa, sér til varnar eða málsbóta. Vaðlaklerkur spennti greipar að bringspölum — kvaðst þegar hafa sagt mér það, er hann vissi sannast og réttast um atburðinni í urtagarðin- um: — Og hef eg þar ekkert undan dregið, svo hjálpi mér Guð og hans heilagt orð, hélt hann áfram máli sínu með allmiklum þunga: Satt er, að eg sló til hins framliðna með rekunni; en honum varð ekki meira meint af því en svo, að rétt á eftir hentist hann út yfir girðinguna. Hvað síðan kann að hafa komið fyrir hann, veit eg ekki, og atvikin að því, að hann var grafinn hér í garði mínum, þó ennþá síður. Hvað framburð Jensar í Hjáleigunni og vinnukonunnar áhrærir, að þau hafi séð mig á stjái og að verki í garðinum, er varla nema tvennt til: að þau segi ósatt, sem eg tel ósennilegra; miklu líklegra þykir mér, að myrkravöldin hafi gert þeim sjónhverfingar. Á eg aumur maður mér nú ekki lengur nokkurn til varnar í heimi hér, það er augljóst mál. Hafi hann, sem himnaveldi stýrir, ákveðið að þegja, á eg þann einn kost, að beygja mig undir órannsakanlegan vilja hans. Að svo mæltu laut Vaðlaklerkur höfði, lét hendur fallast að hliðum sér og andvarpaði átakanlega. Viknuðu þá ýmsir þeir, sem þarna voru viðstaddir og á hlýddu. En sumum varð að álykta, að prestur væri þrátt fyr- ir líkur, er bentu til hins gagnstæða, sýkn saka. Sé eg þó eigi, hvernig það er hugsanlegt, og er slíkt viðkvæmnishjal vart annað en einfeldnislegar ályktanir brjóstgóðra manna. Mikið vildi eg til gefa, að geta trúað á sakleysi hans! En aðalskylda dómarans er að leyfa ekki tilfinningum að taka taumhaldið af skynseminni. Hvorki samúð né andúð, hvorki velvild né illvilji mega anda á skálar réttvísinnar, hvað þá snerta við þeim. Eftir beztu vitund hlýt eg því að álykta sem hér segir: Ákærður hefur ráðið piltinum bana, líklega óviljandi eða þó að minnsta kosti ekki af ásettu ráði. Er mér þó kunnugt um, að séra Sören er síður en svo ótamt að hafa í hótunum við þá, sem honum sinnast við, — segja sem svo, að hann skuli finna þá í fjöru, þótt síðar verði. Að hann hafi nokkru sinni framkvæmt þær ógnanir sínar, er hins vegar ekki vitað; en eigi sannar það sakleysi hans í verknaði þeim, sem hann er ákærður fyrir. Að hann þrætir og þumbast við að meðganga svo skelfilegt afbrot, er ofur skiljanlegt; það liggur í mann- legu eðli að vera frekur til fjörsins og reyna í lengstu lög að halda mannorði sínu óspilltu. En hér stendur svo á, að kærandi er maður óvæginn, — illur var Marteinn brúsi fyrir, og ekki hefur hann batnað við bróðurmissinn. Þegar sýnt þótti, að játning sakborningsins mundi vera langt undan, tæpti bóndi á því við mig, að til væru áhöld ekki illa til fallin að hressa upp á hrörnandi minni harðsvíraðra syndasela. Guð forði mér frá að selja Sören prest undir píslarfæri! . . . Andlegt þrek eða þrekleysi ræður, að minni hyggju, mestu um svör þau, sem þann veg eru feng- in. Sá, sem stenzt pyndingar og hinn, sem þær neyði til sagna: eftir þögn annars, en þulu hins, er dómarinn raunverulega jafnnær — eða jafnfjær — hinu sanna í málinu. Játning, þannig undirkomin, getur trauðlega talizt gildur vitnisburð- ur. Ónei, — fyrr mundi eg víkja út dómarasæti og segja af mér embætti, sem mér raunar þegar er orðið harla óljúft að rækja. Ég hef orðið að standa í ströngu ... Var að velta fyrir mér þessu hroðamáli, sem embættisskylda neyðir mig til að dæma í, þegar hurðinni allt í einu var hrundið á gátt og dóttir prests — ég veit ekki hvort ég get haldið áfram að kalla þá unnustu, sem líklega aldrei verður konan mín? — kom æð- andi inn til mín með úfinn koll og fleygði sér fyrir fætur mér, hafði handleggjunum um hné mér. Ég reisti hana á fætur, faðmaði hana að mér og við grét- um hvort við annars barm æðistund. Hvorugt okkar kom upp orði. Það leið yfir Mettu, en klerkurinn þreif hana af dómaranum og; bar hana inn. SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.